Þjóðverjum ekki hlátur í hug yfir lestarsögu Glódísar Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2022 15:01 Gleðin var við völd í spjalli Íslendingatríósins við fulltrúa Bayern München. skjáskot/fcbayern.com Íslendingarnir þrír í liði Bayern München voru í stórskemmtilegu viðtali við heimasíðu félagsins þar sem þær ræddu um lífið í þýsku stórborginni, þá merkilegu staðreynd að í liðinu séu þrír Íslendingar, og hvers þær söknuðu frá Íslandi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru allar leikmenn Bayern sem er eitt af bestu félagsliðum Evrópu. Þær mættu saman í viðtal hjá Bayern sem sjá má hér, og höfðu húmorinn í lagi þegar þær svöruðu spurningunum. Þær voru meðal annars spurðar um muninn á Íslendingum og Þjóðverjum. Cecilía útskýrði að Þjóðverjar væru talsvert „rúðustrikaðri“ en Íslendingar og Karólína bætti við að Þjóðverjar færu meira eftir leiðbeiningum á meðan að Íslendingar lifðu eftir „þetta reddast“-mottóinu. Glódís tók svo dæmi um muninn á þjóðunum: „Við vorum að keyra í mat með liðinu. Ég var við stýrið og stundum fer maður ranga leið, og fyrir slysni ók ég bílnum út á lestarteina. Við Íslendingarnir hlógum að þessu og fannst þetta þvílíkt fyndið en Mala [Grohs, þýskur leikmaður Bayern] var svo að segja stelpunum í liðinu frá þessu og þær voru bara: „Ha? Ókuð þið út á lestarteina?!“ Grafalvarlegar. Við reyndum að útskýra að þetta væri bara fyndið. Lestin þurfti að stoppa og hann [lestarstjórinn] var að segja okkur að snúa við og fara til baka,“ sagði Glódís skellihlæjandi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var fyrst af Íslendingunum þremur til að koma til Bayern, í janúar í fyrra, og nýverið framlengdi hún samning sinn við félagið til 2025.Getty/Daniel Kopatsch Bayern til umræðu í landsliðsferðum Það vekur óneitanlega athygli að í frábærum leikmannahópi Bayern séu þrír leikmenn frá 360.000 manna þjóð á borð við Ísland: „Ég held að þeir hafi verið að reyna að halda mér lengur hérna og þess vegna fá þeir alltaf fleiri og fleiri Íslendinga,“ sagði Karólína létt í bragði. „Já og núna erum við þrjár svo að 10 prósent Íslendinga eru hérna,“ bætti Glódís við hlæjandi. Þær segjast vissulega fá spurningar um Bayern í landsliðsferðum: „Já, enda er Bayern eitt af stóru liðunum. Glódís spurði mig hvernig allt væri hérna og ég sagði mína skoðun og núna er hún hérna. Svo erum við núna með Cecilíu í markinu. Þær spyrja alveg spurninga en ég er ekki bara að segja öllum að koma,“ sagði Karólína létt. „Þjálfararnir ráða þessu,“ bætti hún við. Glódís Perla Viggósdóttir hefur fest sig í sessi í vörn Bayern á sinni fyrstu leiktíð hjá félaginu.Getty/Roland Krivec Sagði að jafnvel Bieber fengi að vera í friði á Íslandi Þá voru þær spurðar hvort að þær fyndu fyrir því að vera frægar á Íslandi en svöruðu því neitandi. „Íslendingar eru svo afslappaðir að það skiptir ekki máli hver þú ert. Jafnvel ef að Justin Bieber kemur þá láta hann allir í friði bara,“ sagði Karólína. „Það er lítið um það á Íslandi að verið sé að gera mikið úr frægu fólki. Ég held að við séum bara þannig, róleg og afslöppuð yfir þessu. Það er mjög algengt að frægt fólk komi til Íslands því það veit að það fær að vera í friði. Þess vegna veit maður lítið um það hvort að fólk veit hver maður er eða ekki,“ sagði Glódís. Viðtalið má sjá í heild sinni með því að smella hér. Þýski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru allar leikmenn Bayern sem er eitt af bestu félagsliðum Evrópu. Þær mættu saman í viðtal hjá Bayern sem sjá má hér, og höfðu húmorinn í lagi þegar þær svöruðu spurningunum. Þær voru meðal annars spurðar um muninn á Íslendingum og Þjóðverjum. Cecilía útskýrði að Þjóðverjar væru talsvert „rúðustrikaðri“ en Íslendingar og Karólína bætti við að Þjóðverjar færu meira eftir leiðbeiningum á meðan að Íslendingar lifðu eftir „þetta reddast“-mottóinu. Glódís tók svo dæmi um muninn á þjóðunum: „Við vorum að keyra í mat með liðinu. Ég var við stýrið og stundum fer maður ranga leið, og fyrir slysni ók ég bílnum út á lestarteina. Við Íslendingarnir hlógum að þessu og fannst þetta þvílíkt fyndið en Mala [Grohs, þýskur leikmaður Bayern] var svo að segja stelpunum í liðinu frá þessu og þær voru bara: „Ha? Ókuð þið út á lestarteina?!“ Grafalvarlegar. Við reyndum að útskýra að þetta væri bara fyndið. Lestin þurfti að stoppa og hann [lestarstjórinn] var að segja okkur að snúa við og fara til baka,“ sagði Glódís skellihlæjandi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var fyrst af Íslendingunum þremur til að koma til Bayern, í janúar í fyrra, og nýverið framlengdi hún samning sinn við félagið til 2025.Getty/Daniel Kopatsch Bayern til umræðu í landsliðsferðum Það vekur óneitanlega athygli að í frábærum leikmannahópi Bayern séu þrír leikmenn frá 360.000 manna þjóð á borð við Ísland: „Ég held að þeir hafi verið að reyna að halda mér lengur hérna og þess vegna fá þeir alltaf fleiri og fleiri Íslendinga,“ sagði Karólína létt í bragði. „Já og núna erum við þrjár svo að 10 prósent Íslendinga eru hérna,“ bætti Glódís við hlæjandi. Þær segjast vissulega fá spurningar um Bayern í landsliðsferðum: „Já, enda er Bayern eitt af stóru liðunum. Glódís spurði mig hvernig allt væri hérna og ég sagði mína skoðun og núna er hún hérna. Svo erum við núna með Cecilíu í markinu. Þær spyrja alveg spurninga en ég er ekki bara að segja öllum að koma,“ sagði Karólína létt. „Þjálfararnir ráða þessu,“ bætti hún við. Glódís Perla Viggósdóttir hefur fest sig í sessi í vörn Bayern á sinni fyrstu leiktíð hjá félaginu.Getty/Roland Krivec Sagði að jafnvel Bieber fengi að vera í friði á Íslandi Þá voru þær spurðar hvort að þær fyndu fyrir því að vera frægar á Íslandi en svöruðu því neitandi. „Íslendingar eru svo afslappaðir að það skiptir ekki máli hver þú ert. Jafnvel ef að Justin Bieber kemur þá láta hann allir í friði bara,“ sagði Karólína. „Það er lítið um það á Íslandi að verið sé að gera mikið úr frægu fólki. Ég held að við séum bara þannig, róleg og afslöppuð yfir þessu. Það er mjög algengt að frægt fólk komi til Íslands því það veit að það fær að vera í friði. Þess vegna veit maður lítið um það hvort að fólk veit hver maður er eða ekki,“ sagði Glódís. Viðtalið má sjá í heild sinni með því að smella hér.
Þýski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti