Dagný hélt að umbinn væri að grínast þegar hann sagði henni af áhuga West Ham Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2022 09:00 Dagný Brynjarsdóttir sem stuðningsmaður West Ham 2003 og leikmaður West Ham 2022. getty/Justin Setterfield Dagný Brynjarsdóttir fann að hún var ekki tilbúin að gefa atvinnumennskuna upp á bátinn þegar hún lék með Selfossi sumarið 2020. Hún hélt að umboðsmaðurinn sinn væri að grínast þegar hann sagði henni frá áhuga West Ham. Dagný gekk í raðir Portland Thorns í Bandaríkjunum 2016. Hún eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Brynjar, 2018 og sneri aftur til Íslands árið eftir þar sem hún átti erfitt að samtvinna fótboltann og fjölskyldulífið. Sumarið 2020 lék Dagný með Selfossi en samdi svo við West Ham í janúar 2021. „Þegar ég kom heim þurfti ég að finna jafnvægið í því að vera mamma í fótbolta og hvernig við ætluðum að gera þetta. Árið 2020 var að mörgu leyti gott því það hafa ekki verið svona margar landsliðsstelpur í deildinni heima í mörg ár því aðrar deildir stoppuðu vegna covid,“ sagði Dagný í samtali við Vísi í Prag þar sem íslenska landsliðið dvaldi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi í undankeppni HM. „Ég fékk góðan tíma til að hugsa þá og fann að ég var ekki alveg tilbúin að koma heim strax. Mér fannst ég enn eiga inni í fótboltanum, að bæta mig og ég gæti enn spilað með og á móti þeim bestu. Mér fannst ég þurfa að gera það meðan ég gæti. Þetta var ákveðið millibilsástand þar sem ég fann hvað ég vildi sjálf. Ég get ekki verið ánægðari með að hafa tekið ákvörðun um að flytja út til London með fjölskylduna og spila með West Ham.“ Klippa: Dagný um West Ham Dagný er í þeirri öfundsverðu stöðu að spila með sínu uppáhaldsliði erlendis. Þegar hún var kynnt til leiks sem leikmaður West Ham var það gert með gömlum myndum af henni í búningi West Ham og líka af West Ham-köku úr níu ára afmælinu hennar. Landsliðskonan hélt að umboðsmaðurinn hennar væri að fíflast þegar hann tjáði hennar að West Ham vildi fá hana. „Þetta var að mörgu leyti merkilegt. Þegar umboðsmaðurinn hringdi fyrst og lét mig vita af áhuganum fannst mér það vera hálfgert grín, af öllum liðum,“ sagði Dagný. „Þegar ég fór fyrst til þeirra voru þeir í fallbaráttu. Fyrst tók ég hálft tímabil með þeim og það var alveg erfitt en núna hefur gengið vel að mörgu leyti þótt við höfum tapað óþarfa stigum hér og þar. Það hefði getað hjálpað okkur að vera ofar í deildinni en að mörgu leyti gott tímabil, sérstaklega ef við horfum á tímabilið eru þetta miklar framfarir. Svo ætlum við að halda áfram að bæta okkur og styrkja liðið.“ Dagný hefur leikið alls leikið 25 leiki með West Ham í vetur og skorað sex mörk. Hamrarnir eru í 6. sæti ensku deildarinnar með 27 stig. Enski boltinn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Levante - Real Madrid | Nýliðarnir reyna að stöðva toppliðið Í beinni: Liverpool - Southampton | Hverjir grípa tækifærið? Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Sjá meira
Dagný gekk í raðir Portland Thorns í Bandaríkjunum 2016. Hún eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Brynjar, 2018 og sneri aftur til Íslands árið eftir þar sem hún átti erfitt að samtvinna fótboltann og fjölskyldulífið. Sumarið 2020 lék Dagný með Selfossi en samdi svo við West Ham í janúar 2021. „Þegar ég kom heim þurfti ég að finna jafnvægið í því að vera mamma í fótbolta og hvernig við ætluðum að gera þetta. Árið 2020 var að mörgu leyti gott því það hafa ekki verið svona margar landsliðsstelpur í deildinni heima í mörg ár því aðrar deildir stoppuðu vegna covid,“ sagði Dagný í samtali við Vísi í Prag þar sem íslenska landsliðið dvaldi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi í undankeppni HM. „Ég fékk góðan tíma til að hugsa þá og fann að ég var ekki alveg tilbúin að koma heim strax. Mér fannst ég enn eiga inni í fótboltanum, að bæta mig og ég gæti enn spilað með og á móti þeim bestu. Mér fannst ég þurfa að gera það meðan ég gæti. Þetta var ákveðið millibilsástand þar sem ég fann hvað ég vildi sjálf. Ég get ekki verið ánægðari með að hafa tekið ákvörðun um að flytja út til London með fjölskylduna og spila með West Ham.“ Klippa: Dagný um West Ham Dagný er í þeirri öfundsverðu stöðu að spila með sínu uppáhaldsliði erlendis. Þegar hún var kynnt til leiks sem leikmaður West Ham var það gert með gömlum myndum af henni í búningi West Ham og líka af West Ham-köku úr níu ára afmælinu hennar. Landsliðskonan hélt að umboðsmaðurinn hennar væri að fíflast þegar hann tjáði hennar að West Ham vildi fá hana. „Þetta var að mörgu leyti merkilegt. Þegar umboðsmaðurinn hringdi fyrst og lét mig vita af áhuganum fannst mér það vera hálfgert grín, af öllum liðum,“ sagði Dagný. „Þegar ég fór fyrst til þeirra voru þeir í fallbaráttu. Fyrst tók ég hálft tímabil með þeim og það var alveg erfitt en núna hefur gengið vel að mörgu leyti þótt við höfum tapað óþarfa stigum hér og þar. Það hefði getað hjálpað okkur að vera ofar í deildinni en að mörgu leyti gott tímabil, sérstaklega ef við horfum á tímabilið eru þetta miklar framfarir. Svo ætlum við að halda áfram að bæta okkur og styrkja liðið.“ Dagný hefur leikið alls leikið 25 leiki með West Ham í vetur og skorað sex mörk. Hamrarnir eru í 6. sæti ensku deildarinnar með 27 stig.
Enski boltinn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Levante - Real Madrid | Nýliðarnir reyna að stöðva toppliðið Í beinni: Liverpool - Southampton | Hverjir grípa tækifærið? Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Sjá meira