Þú átt 5.741.000 kr. Emilía Björt Írísardóttir Bachmann skrifar 28. apríl 2022 07:01 Já þú last þetta rétt. Sem Reykvíkingur átt þú tæpar sex milljónir króna. Þær eru samt ekkert í vasanum þínum eða heimilisbókaldinu, þó svo að það geti hentað mér að setja þetta svona fram til að ná athygli þinni. Ekkert frekar en að þú finnir fyrir skuldum Reykjavíkurborgar á eigin skinni, líkt og stjórnarmeðlimur SUS vildi meina í grein sinni á Vísi fyrr í vikunni. Reykjavíkurborg á, fyrir hvern íbúa, tæpar 2,7 milljónir í eignum umfram skuldir og stendur vel. Það er fyrir samstæðuna alla. Minnihlutinn vill síður tala um borgarsjóð, aðalsjóð borgarinnar. Þann hluta Reykjavíkurborgar sem er ekki fyrirtæki, heldur veitir okkur þjónustu og er greiddur af okkur skattgreiðendum. Í þeim samanburði er nefnilega Reykjavíkurborg með lægsta skuldahlutfallið á höfuðborgarsvæðinu. Hin sveitarfélögin, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Seltjarnarnes og Mosfellsbær (þið vitið, þessi sem Sjálfstæðisflokkurinn stýrir) hafa öll hærra skuldahlutfall bæjarsjóðs en Reykjavík. Svo er skuldahlutfall ríkissjóðs meira en tvöfalt á við borgina, og hver stýrir aftur fjármálaráðuneytinu? Veskin okkar eru ekki beintengd fjárreiðum sveitarfélaganna. Það sem skiptir þar mestu er hvort við fáum nærþjónustu. Skuldir borgarinnar koma ekki í veg fyrir að borgin geti sinnt sínu lögbundna þjónustuhlutverki, lækkað skatta og eflt innviði eins og gert hefur verið á þessu kjörtímabili. Staðan þyrfti að vera miklum mun verri til að svo væri. Að benda á skuldir fyrirtækja í eigu borgarinnar án þess að nefna eignir og veltu þeirra, og að láta eins og þær hafi áhrif á lífsskilyrði borgarbúa, er meira en bara villandi framsetning. Það eru hrein ósannindi. Af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu er skuldastaða a-hluta rekstrarins, sem sér um þjónustu við almenning, best í Reykjavík. Hún er kannski ekki frábær, en hún er engu að síður eðlileg í ljósi þeirrar miklu uppbyggingar sem borgin hefur staðið í, þar sem fjárfest er í stafrænni þjónustu, endurbyggingu á skólum og byggingu á sundlaugum og íþróttamannvirkjum. Fyrir borg í vexti, líkt og Reykjavík er, er ákveðin skuldsetning mikilvæg. Að auki er hægt að horfa til þeirrar þjónustu sem borgin veitir og leiðir til þess að fólk sem þarf á þjónustu á halda flytur til Reykjavíkur, vegna þjónustuskorts í nágrannasveitarfélögum (sjá hlutfall félagslegra íbúða o.fl.), og þess að borgin heldur öðrum sveitarfélögum uppi með framlögum í Jöfnunarsjóð. Sé horft á heildarmyndina er staðan mjög góð, sérstaklega í samanburði við nágrannanna. Borgin veitir meiri þjónustu en önnur sveitarfélög og stóð að mikilli innspýtingu í heimsfaraldrinum. Á liðnu kjörtímabili var metuppbygging íbúða í Reykjavík, en síðustu ár var um helmingur allrar uppbyggingar í landinu í Reykjavík þótt aðeins þriðjungur þjóðarinnar búi í borginni. Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst mikilvægt að búa í mannvænni, aðgengilegri og grænni borg þar sem fjármunum er viturlega varið í mikilvæga innviði og ábyrga fjárfestingu. Fyrir því hefur Viðreisn beitt sér í borgarstjórn og það munum við áfram gera. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík og er forseti Uppreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Já þú last þetta rétt. Sem Reykvíkingur átt þú tæpar sex milljónir króna. Þær eru samt ekkert í vasanum þínum eða heimilisbókaldinu, þó svo að það geti hentað mér að setja þetta svona fram til að ná athygli þinni. Ekkert frekar en að þú finnir fyrir skuldum Reykjavíkurborgar á eigin skinni, líkt og stjórnarmeðlimur SUS vildi meina í grein sinni á Vísi fyrr í vikunni. Reykjavíkurborg á, fyrir hvern íbúa, tæpar 2,7 milljónir í eignum umfram skuldir og stendur vel. Það er fyrir samstæðuna alla. Minnihlutinn vill síður tala um borgarsjóð, aðalsjóð borgarinnar. Þann hluta Reykjavíkurborgar sem er ekki fyrirtæki, heldur veitir okkur þjónustu og er greiddur af okkur skattgreiðendum. Í þeim samanburði er nefnilega Reykjavíkurborg með lægsta skuldahlutfallið á höfuðborgarsvæðinu. Hin sveitarfélögin, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Seltjarnarnes og Mosfellsbær (þið vitið, þessi sem Sjálfstæðisflokkurinn stýrir) hafa öll hærra skuldahlutfall bæjarsjóðs en Reykjavík. Svo er skuldahlutfall ríkissjóðs meira en tvöfalt á við borgina, og hver stýrir aftur fjármálaráðuneytinu? Veskin okkar eru ekki beintengd fjárreiðum sveitarfélaganna. Það sem skiptir þar mestu er hvort við fáum nærþjónustu. Skuldir borgarinnar koma ekki í veg fyrir að borgin geti sinnt sínu lögbundna þjónustuhlutverki, lækkað skatta og eflt innviði eins og gert hefur verið á þessu kjörtímabili. Staðan þyrfti að vera miklum mun verri til að svo væri. Að benda á skuldir fyrirtækja í eigu borgarinnar án þess að nefna eignir og veltu þeirra, og að láta eins og þær hafi áhrif á lífsskilyrði borgarbúa, er meira en bara villandi framsetning. Það eru hrein ósannindi. Af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu er skuldastaða a-hluta rekstrarins, sem sér um þjónustu við almenning, best í Reykjavík. Hún er kannski ekki frábær, en hún er engu að síður eðlileg í ljósi þeirrar miklu uppbyggingar sem borgin hefur staðið í, þar sem fjárfest er í stafrænni þjónustu, endurbyggingu á skólum og byggingu á sundlaugum og íþróttamannvirkjum. Fyrir borg í vexti, líkt og Reykjavík er, er ákveðin skuldsetning mikilvæg. Að auki er hægt að horfa til þeirrar þjónustu sem borgin veitir og leiðir til þess að fólk sem þarf á þjónustu á halda flytur til Reykjavíkur, vegna þjónustuskorts í nágrannasveitarfélögum (sjá hlutfall félagslegra íbúða o.fl.), og þess að borgin heldur öðrum sveitarfélögum uppi með framlögum í Jöfnunarsjóð. Sé horft á heildarmyndina er staðan mjög góð, sérstaklega í samanburði við nágrannanna. Borgin veitir meiri þjónustu en önnur sveitarfélög og stóð að mikilli innspýtingu í heimsfaraldrinum. Á liðnu kjörtímabili var metuppbygging íbúða í Reykjavík, en síðustu ár var um helmingur allrar uppbyggingar í landinu í Reykjavík þótt aðeins þriðjungur þjóðarinnar búi í borginni. Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst mikilvægt að búa í mannvænni, aðgengilegri og grænni borg þar sem fjármunum er viturlega varið í mikilvæga innviði og ábyrga fjárfestingu. Fyrir því hefur Viðreisn beitt sér í borgarstjórn og það munum við áfram gera. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík og er forseti Uppreisnar í Reykjavík.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun