Skepta heldur tónleika á Íslandi í sumar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. apríl 2022 12:46 Skepta kom fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves árið 2015 fyrir troðfullt Listasafn Reykjavíkur. getty/Joseph Okpako/WireImage Einn stærsti tónlistarmaður Bretlands, rapparinn Skepta, er væntanlegur til landsins til að halda sínu fyrstu sólótóleika á Íslandi. Hann er ein stærsta stjarna rappheimsins sem hefur haldið tónleika á Íslandi. Skepta er einn af helstu frumkvöðlum hinnar svokölluðu grime-tónlistastefnu sem er einkennandi fyrir Bretland. Hún hefur náð sífellt meiri vinsældum með árunum og er óhætt að segja að Skepta hafi á undanförnum árum stimplað sig inn sem vinsælasta rappara stefnunnar og einn af stærstu tónlistarmönnum Bretlands. Almennt er litið á hann sem konung bresku rappsenunnar. „Það má segja að hann sé svona fyrsti breski rapparinn sem svona brýst út fyrir landsteina Bretlands og gerir það gott,“ segir Snorri Ástráðsson einn þeirra sem heldur utan um tónleikana en það er viðburðafyrirtækið Garcia Events sem stendur fyrir þeim. Stærsti rappari sem kemur til landsins í langan tíma Skepta kom fram á Iceland Airwaves árið 2015 en mun í sumar halda sína fyrstu sólótónleika á Íslandi. Þeir verða haldnir í Vodafonehöllinni þann 1. júlí næstkomandi. Snorri segir miðasalan verði á tix.is og að það opni fyrir skráningu í forsölu strax í dag. Almenn miðasala opnast svo 3. maí. Miðinn mun kosta 6.990 krónur. Skepta á sér stóran aðdáendahóp meðal yngri kynslóðarinnar á Íslandi sem má líklega að einhverju leyti rekja til þess þegar hann kom til landsins á Airwaves en hann hefur einnig slegið í gegn með ýmsum slögurum á borð við Shutdown, It Ain't Safe og That's not me, svo fáein séu nefnd. Einnig hefur hann komið fram á plötum einhverra stærstu tónlistarmanna heims, til dæmis með eftirminnilegu lagi á einni plötu Drake, sem hefur verið vinsælasti tónlistarmaður heims um skeið. „Hann hefur alltaf verið í mikilli spilun á skemmtistöðum Reykjavíkur og í daglegu lífi fólks þannig ég held að hann eigi bara mjög sterkan aðdáendahóp hér heima og svo er hann líka bara mjög spennandi tónlistarmaður sem allir hafa svo sem heyrt um. Þannig ég held að það verði enginn svikinn af að skella sér í Valshöllina 1. júlí,“ segir Snorri. Og nú kemur Skepta aftur til Íslands sjö árum frá því hann var hér síðast en nú til að halda sína eigin tónleika. „Það má segja að þetta sé jú vissulega uppi með stærstu röppurum sem hafa komið til Íslands að spila. Allavega síðustu fimm, sex eða sjö ár,“ segir Snorri. Já, tvímælalaust einn stærsti rappari sem hefur haldið tónleika hér á landi í mörg ár og óhætt að gera ráð fyrir að íslensk ungmenni gleðjist mjög yfir því tækifæri að sjá hann flytja lög sín með eigin augum. Tónlist Reykjavík Íslandsvinir Tónleikar á Íslandi Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Skepta er einn af helstu frumkvöðlum hinnar svokölluðu grime-tónlistastefnu sem er einkennandi fyrir Bretland. Hún hefur náð sífellt meiri vinsældum með árunum og er óhætt að segja að Skepta hafi á undanförnum árum stimplað sig inn sem vinsælasta rappara stefnunnar og einn af stærstu tónlistarmönnum Bretlands. Almennt er litið á hann sem konung bresku rappsenunnar. „Það má segja að hann sé svona fyrsti breski rapparinn sem svona brýst út fyrir landsteina Bretlands og gerir það gott,“ segir Snorri Ástráðsson einn þeirra sem heldur utan um tónleikana en það er viðburðafyrirtækið Garcia Events sem stendur fyrir þeim. Stærsti rappari sem kemur til landsins í langan tíma Skepta kom fram á Iceland Airwaves árið 2015 en mun í sumar halda sína fyrstu sólótónleika á Íslandi. Þeir verða haldnir í Vodafonehöllinni þann 1. júlí næstkomandi. Snorri segir miðasalan verði á tix.is og að það opni fyrir skráningu í forsölu strax í dag. Almenn miðasala opnast svo 3. maí. Miðinn mun kosta 6.990 krónur. Skepta á sér stóran aðdáendahóp meðal yngri kynslóðarinnar á Íslandi sem má líklega að einhverju leyti rekja til þess þegar hann kom til landsins á Airwaves en hann hefur einnig slegið í gegn með ýmsum slögurum á borð við Shutdown, It Ain't Safe og That's not me, svo fáein séu nefnd. Einnig hefur hann komið fram á plötum einhverra stærstu tónlistarmanna heims, til dæmis með eftirminnilegu lagi á einni plötu Drake, sem hefur verið vinsælasti tónlistarmaður heims um skeið. „Hann hefur alltaf verið í mikilli spilun á skemmtistöðum Reykjavíkur og í daglegu lífi fólks þannig ég held að hann eigi bara mjög sterkan aðdáendahóp hér heima og svo er hann líka bara mjög spennandi tónlistarmaður sem allir hafa svo sem heyrt um. Þannig ég held að það verði enginn svikinn af að skella sér í Valshöllina 1. júlí,“ segir Snorri. Og nú kemur Skepta aftur til Íslands sjö árum frá því hann var hér síðast en nú til að halda sína eigin tónleika. „Það má segja að þetta sé jú vissulega uppi með stærstu röppurum sem hafa komið til Íslands að spila. Allavega síðustu fimm, sex eða sjö ár,“ segir Snorri. Já, tvímælalaust einn stærsti rappari sem hefur haldið tónleika hér á landi í mörg ár og óhætt að gera ráð fyrir að íslensk ungmenni gleðjist mjög yfir því tækifæri að sjá hann flytja lög sín með eigin augum.
Tónlist Reykjavík Íslandsvinir Tónleikar á Íslandi Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira