Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 29. apríl 2022 09:31 Með þéttingu byggðar skapast ný tækifæri fyrir fjárfestingar í hverfunum okkar. Fólksfækkun er snúið við með því að fá inn nýjar íbúðir, fleiri íbúa - fjölbreytt fólk og fjölskyldur. Hópa sem nýta innviði sem fyrir eru innan hverfanna en á sama tíma skapa grundvöll fyrir frekari þjónustu í blandaðri byggð. Íbúar halda uppi þjónustu, atvinnulíf dafnar og dregur að sér ennþá meiri fjárfestingu. Forsendur skapast fyrir hágæða almenningssamgöngur eins og Borgarlínu. Þetta helst í hendur, íbúar, þjónusta og vistvænir fjölbreyttir ferðamátar. Hugmyndir um stóraukna útþenslu og dreifingu byggðar í Reykjavík ganga gegn þessari áætlun. Útþensla mun kippa fótunum undan fjárfestingu í grónum hverfunum og skapa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku og á Miklubraut. Hver vilja kjósa það yfir sig? Fjárfesting sem skilaði fleiri stúlkum Mikill uppbygging hefur átt sér stað víða innan borgarinnar síðustu árin. Dásamleg sundlaug er risin í nýju hverfishjarta Úlfarsársdals, fjölnota knatthús mætt í Breiðholtið ásamt æfingavelli til frjálsra íþrótta og húsi fyrir inniíþróttir. Áhorfendastúka í Árbæ, fjölnota íþróttahús fyrir handbolta og körfubolta ásamt stórbættri aðstöðu fyrir fimleika í Grafarvogi. Fimleikahúsið var mjög þörf viðbót því þá fjölgaði stúlkum marktækt í Grafarvogi í skipulögðu íþróttastarfi en það skiptir máli hvaða íþróttaframboð er veitt í hverfum borgarinnar þegar horft er til þátttöku beggja kynja og þarna skilaði sér sú uppbygging í beinni fjölgun stúlkna í fimleikum. Nýir leikskólar eru að rísa um alla borg og fjölmargir leikskólar hafa verið stækkaðir með nýju húsnæði. Bókasöfn eru að breytast í fjölbreyttar menningarstofnanir í hverfum, draga að sér fólk á öllum aldri, sem er einkar mikilvægt til að sporna við meinsemd 21. aldar - einmannaleikanum. Pólitísk ákvörðun Á síðustu tíu árum hefur orðið bylting á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga og með tilkomu rafhjóla. Á síðasta kjörtímabili var tekin pólitísk ákvörðun í ráðhúsinu, undir forystu Samfylkingar, að forgangsraða fjármunum í hjólreiðainnviði fyrir fjölbreytta vistvæna ferðamáta. Stórátak hefur verið gert í lagningu hjólastíga en núna er til dæmis hægt að hjóla fyrir Gufuneshöfða eftir einum fallegasta stíg borgarinnar. Vaskir geta tekið gott tröppuþrek, kerrupúl eða hjólaþol upp og niður Svarthöfða eða hjólað með andvara sjávar við Ánanaust. Markvisst er búið að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla, nýir leikvellir hafa verið teknir í notkun samhliða endurbótum skólalóða, fegrun torga, hreystibrautir hafa verið settar niður, fleiri vatnsbrunnar og græn svæði fegruð. Saman erum við að skapa grænni og fallegri borg - Lífsstílsborgina Reykjavík. Þessu verðum við að halda áfram. Fimmtán mínúta hverfið Kjósendur í Reykjavík þurfa að vita að ekki er hægt að setja tugmilljarða í gróin hverfi samhliða því að leggja tugmilljarða í ný hverfi frá grunni. Það eru ekki til neinar „ódýrar lóðir“ eins og sumir tala um. Lóðir í nýjum hverfum í útjaðri borgarinnar auka kostnað allra sem búa í borginni. Þær nýta ekki fyrirliggjandi innviði og eru mun dýrari, bæði til lengri og skemmri tíma. Hafið í huga að þegar stjórnmálafólk talar um „ódýrar lóðir“ er það í raun að kalla eftir því að aðrir borgarbúar niðurgreiði þessar lóðir. Við viljum ekki snúa til baka í fortíðarborgina, útþensluborgina og bílaborgina sem drekkur til sín allt fé borgarsjóðs heldur viljum við halda áfram að fjárfesta í borg fyrir fólk, þjónustunni sem það sækir og betri lífsgæðum. Skapa áframhaldandi umgjörð fyrir enn sterkari og sjálfbærari hverfi í Reykjavík þar sem margvísleg þjónusta er í göngu- og hjólafjarlægð. Fimmtán mínúta hverfið með minni umferð, betri loftgæðum og meira öryggi fyrir gangandi og hjólandi. Hvernig borg vilt þú búa í? Setjum X við S þann 14.maí 2022 og veljum Reykjavík á réttri leið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, búsett í Breiðholti og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Með þéttingu byggðar skapast ný tækifæri fyrir fjárfestingar í hverfunum okkar. Fólksfækkun er snúið við með því að fá inn nýjar íbúðir, fleiri íbúa - fjölbreytt fólk og fjölskyldur. Hópa sem nýta innviði sem fyrir eru innan hverfanna en á sama tíma skapa grundvöll fyrir frekari þjónustu í blandaðri byggð. Íbúar halda uppi þjónustu, atvinnulíf dafnar og dregur að sér ennþá meiri fjárfestingu. Forsendur skapast fyrir hágæða almenningssamgöngur eins og Borgarlínu. Þetta helst í hendur, íbúar, þjónusta og vistvænir fjölbreyttir ferðamátar. Hugmyndir um stóraukna útþenslu og dreifingu byggðar í Reykjavík ganga gegn þessari áætlun. Útþensla mun kippa fótunum undan fjárfestingu í grónum hverfunum og skapa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku og á Miklubraut. Hver vilja kjósa það yfir sig? Fjárfesting sem skilaði fleiri stúlkum Mikill uppbygging hefur átt sér stað víða innan borgarinnar síðustu árin. Dásamleg sundlaug er risin í nýju hverfishjarta Úlfarsársdals, fjölnota knatthús mætt í Breiðholtið ásamt æfingavelli til frjálsra íþrótta og húsi fyrir inniíþróttir. Áhorfendastúka í Árbæ, fjölnota íþróttahús fyrir handbolta og körfubolta ásamt stórbættri aðstöðu fyrir fimleika í Grafarvogi. Fimleikahúsið var mjög þörf viðbót því þá fjölgaði stúlkum marktækt í Grafarvogi í skipulögðu íþróttastarfi en það skiptir máli hvaða íþróttaframboð er veitt í hverfum borgarinnar þegar horft er til þátttöku beggja kynja og þarna skilaði sér sú uppbygging í beinni fjölgun stúlkna í fimleikum. Nýir leikskólar eru að rísa um alla borg og fjölmargir leikskólar hafa verið stækkaðir með nýju húsnæði. Bókasöfn eru að breytast í fjölbreyttar menningarstofnanir í hverfum, draga að sér fólk á öllum aldri, sem er einkar mikilvægt til að sporna við meinsemd 21. aldar - einmannaleikanum. Pólitísk ákvörðun Á síðustu tíu árum hefur orðið bylting á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga og með tilkomu rafhjóla. Á síðasta kjörtímabili var tekin pólitísk ákvörðun í ráðhúsinu, undir forystu Samfylkingar, að forgangsraða fjármunum í hjólreiðainnviði fyrir fjölbreytta vistvæna ferðamáta. Stórátak hefur verið gert í lagningu hjólastíga en núna er til dæmis hægt að hjóla fyrir Gufuneshöfða eftir einum fallegasta stíg borgarinnar. Vaskir geta tekið gott tröppuþrek, kerrupúl eða hjólaþol upp og niður Svarthöfða eða hjólað með andvara sjávar við Ánanaust. Markvisst er búið að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla, nýir leikvellir hafa verið teknir í notkun samhliða endurbótum skólalóða, fegrun torga, hreystibrautir hafa verið settar niður, fleiri vatnsbrunnar og græn svæði fegruð. Saman erum við að skapa grænni og fallegri borg - Lífsstílsborgina Reykjavík. Þessu verðum við að halda áfram. Fimmtán mínúta hverfið Kjósendur í Reykjavík þurfa að vita að ekki er hægt að setja tugmilljarða í gróin hverfi samhliða því að leggja tugmilljarða í ný hverfi frá grunni. Það eru ekki til neinar „ódýrar lóðir“ eins og sumir tala um. Lóðir í nýjum hverfum í útjaðri borgarinnar auka kostnað allra sem búa í borginni. Þær nýta ekki fyrirliggjandi innviði og eru mun dýrari, bæði til lengri og skemmri tíma. Hafið í huga að þegar stjórnmálafólk talar um „ódýrar lóðir“ er það í raun að kalla eftir því að aðrir borgarbúar niðurgreiði þessar lóðir. Við viljum ekki snúa til baka í fortíðarborgina, útþensluborgina og bílaborgina sem drekkur til sín allt fé borgarsjóðs heldur viljum við halda áfram að fjárfesta í borg fyrir fólk, þjónustunni sem það sækir og betri lífsgæðum. Skapa áframhaldandi umgjörð fyrir enn sterkari og sjálfbærari hverfi í Reykjavík þar sem margvísleg þjónusta er í göngu- og hjólafjarlægð. Fimmtán mínúta hverfið með minni umferð, betri loftgæðum og meira öryggi fyrir gangandi og hjólandi. Hvernig borg vilt þú búa í? Setjum X við S þann 14.maí 2022 og veljum Reykjavík á réttri leið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, búsett í Breiðholti og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun