Gagnsæi skapar ekki traust Henry Alexander Henrysson skrifar 29. apríl 2022 12:00 Í umræðunni undanfarnar vikur hefur borið mikið á mismunandi útgáfum af þeirri staðhæfinu að gagnsæi efli traust. Hugmyndin á sér nokkra sögu. Þetta hefur til dæmis verið mantra sem forsætisráðherra hefur gripið ítrekað til undanfarin ár í brokkgengum tilraunum hennar til að efla traust á íslenskum stjórnmálum. Upp á síðkastið hefur sú viðleitni fengið nokkra ágjöf. Gagnsæi er raunar, að öllu jöfnu, andstæða við traust, eins og ég held að flestir geri sér grein fyrir þegar þeir leiða hugann að því. Við treystum ekki fólki þegar við krefjumst þess að hafa ítarlegar upplýsingar um athafnir þess og ákvarðanatöku. Slíkt er til dæmis lykilatriði í öllu uppeldi. Það kemur að því að við viljum treysta börnunum okkar og um leið hættum við að grennslast stöðugt fyrir um hvar þau halda sig og hvað þau eru að sýsla. Traust er hugtak sem við notum um mjög sérstök tengsl milli fólks þar sem annar aðilinn sættir sig við þekkingar- og upplýsingaleysi um hagi hins aðilans í ljósi trúverðugleika viðkomandi. Við tölum, með öðrum orðum, um að trúverðugt fólk sé traustsins vert og þess vegna erum við tilbúin að treysta því. Þegar traust er til staðar krefjumst við ekki meiri og betri upplýsinga um þann aðila sem við treystum. Við treystum viðkomandi einmitt vegna þess að hann er annað hvort betur til þess fallinn til að leysa ákveðin verkefni eða þá að við viljum dýpka og auðga samband okkar við hann. Traustið felst í því að við sættum okkur við skort á gagnsæi. Það er tillögulega vel þekkt hvað trúverðugleiki í tilteknu hlutverki krefst. Þá skiptir ekki máli hvort hlutverkið er smiður, sonur, vinur, maki eða fjármálaráðherra. Annars vegar þarf fólk sem gegnir hlutverki að sýna að það taki tillit til meginviðmiða sem hlutverkið krefst og hins vegar að það hafi ekki annarlega hagsmuni í huga við ákvarðanatöku. Bæði þessi atriði koma saman í því að fólk sem nýtur trúverðugleika hefur skilning á því hvers hlutverkið krefst í augum einstaklinga sem bera traust til þeirra. Gagnsæi getur vissulega komið við sögu þegar maður reynir að efla trúverðugleika sinn, en það er aðeins að takmörkuðu leyti og kemur þá fram þegar maður er tilbúinn að svara fyrir eigin ákvarðanir og athafnir. Traustið byggir eftir sem áður fyrst og fremst á því að fólk sýni skilning á eðli þess hlutverks sem það gegnir og hrökkvi ekki í kút þegar því er bent á þær takmarkanir sem hlutverkið kann að leiða af sér. Kjörnir fulltrúar verða til dæmis að búa við það að hlutverki þeirra fylgja ótal skyldur. Það sama á við þegar unglingar fara að njóta aukinna réttinda og trausts. Nú kann það vel að vera að það henti ekki íslensku stjórnmálalífi að byggja það á trausti. Sífellt aukið gagnsæi gæti auðveldlega leyst traust af hólmi. Ef einkalíf, athafnir og ákvarðanataka kjörinna fulltrúa færi fram fyrir galopnum tjöldum gætu kjósendur myndað sér upplýstar skoðanir á þeim og þyrftu ekki að treysta neinum til góðra verka. Hvort slíkt myndi leiða til góðs og heilbrigðs samfélags er svo önnur saga. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Henry Alexander Henrysson Alþingi Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í umræðunni undanfarnar vikur hefur borið mikið á mismunandi útgáfum af þeirri staðhæfinu að gagnsæi efli traust. Hugmyndin á sér nokkra sögu. Þetta hefur til dæmis verið mantra sem forsætisráðherra hefur gripið ítrekað til undanfarin ár í brokkgengum tilraunum hennar til að efla traust á íslenskum stjórnmálum. Upp á síðkastið hefur sú viðleitni fengið nokkra ágjöf. Gagnsæi er raunar, að öllu jöfnu, andstæða við traust, eins og ég held að flestir geri sér grein fyrir þegar þeir leiða hugann að því. Við treystum ekki fólki þegar við krefjumst þess að hafa ítarlegar upplýsingar um athafnir þess og ákvarðanatöku. Slíkt er til dæmis lykilatriði í öllu uppeldi. Það kemur að því að við viljum treysta börnunum okkar og um leið hættum við að grennslast stöðugt fyrir um hvar þau halda sig og hvað þau eru að sýsla. Traust er hugtak sem við notum um mjög sérstök tengsl milli fólks þar sem annar aðilinn sættir sig við þekkingar- og upplýsingaleysi um hagi hins aðilans í ljósi trúverðugleika viðkomandi. Við tölum, með öðrum orðum, um að trúverðugt fólk sé traustsins vert og þess vegna erum við tilbúin að treysta því. Þegar traust er til staðar krefjumst við ekki meiri og betri upplýsinga um þann aðila sem við treystum. Við treystum viðkomandi einmitt vegna þess að hann er annað hvort betur til þess fallinn til að leysa ákveðin verkefni eða þá að við viljum dýpka og auðga samband okkar við hann. Traustið felst í því að við sættum okkur við skort á gagnsæi. Það er tillögulega vel þekkt hvað trúverðugleiki í tilteknu hlutverki krefst. Þá skiptir ekki máli hvort hlutverkið er smiður, sonur, vinur, maki eða fjármálaráðherra. Annars vegar þarf fólk sem gegnir hlutverki að sýna að það taki tillit til meginviðmiða sem hlutverkið krefst og hins vegar að það hafi ekki annarlega hagsmuni í huga við ákvarðanatöku. Bæði þessi atriði koma saman í því að fólk sem nýtur trúverðugleika hefur skilning á því hvers hlutverkið krefst í augum einstaklinga sem bera traust til þeirra. Gagnsæi getur vissulega komið við sögu þegar maður reynir að efla trúverðugleika sinn, en það er aðeins að takmörkuðu leyti og kemur þá fram þegar maður er tilbúinn að svara fyrir eigin ákvarðanir og athafnir. Traustið byggir eftir sem áður fyrst og fremst á því að fólk sýni skilning á eðli þess hlutverks sem það gegnir og hrökkvi ekki í kút þegar því er bent á þær takmarkanir sem hlutverkið kann að leiða af sér. Kjörnir fulltrúar verða til dæmis að búa við það að hlutverki þeirra fylgja ótal skyldur. Það sama á við þegar unglingar fara að njóta aukinna réttinda og trausts. Nú kann það vel að vera að það henti ekki íslensku stjórnmálalífi að byggja það á trausti. Sífellt aukið gagnsæi gæti auðveldlega leyst traust af hólmi. Ef einkalíf, athafnir og ákvarðanataka kjörinna fulltrúa færi fram fyrir galopnum tjöldum gætu kjósendur myndað sér upplýstar skoðanir á þeim og þyrftu ekki að treysta neinum til góðra verka. Hvort slíkt myndi leiða til góðs og heilbrigðs samfélags er svo önnur saga. Höfundur er heimspekingur.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun