„Heldurðu í alvörunni að þú komist upp með að selja pabba þínum banka?“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. apríl 2022 13:08 Bjarna virtist síður en svo skemmt yfir spurningu Björns Levís á fundi fjárlaganefndar í morgun. vísir/vilhelm Nokkur pirringur var í mörgum nefndarmönnum fjárlaganefndar á opnum fundi hennar í morgun þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sat fyrir svörum. Ráðherranum misbauð ein spurning nefndarmanns Pírata og sagði hann fara fram með áróður. Á fundinum gafst öllum nefndarmönnum færi á að spyrja ráðherrann út í þau atriði sem tengjast útboðsferlinu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fór fram í lok síðasta mánaðar. Útboðið hefur orðið ansi umdeilt og vakið hörð viðbrögð almennings. Eitt af því sem hefur vakið reiði í samfélaginu er sú staðreynd að faðir Bjarna var einn þeirra fjárfesta sem bauðst að kaupa hlut í útboðinu. Bjarni hefur sjálfur sagst ekki hafa haft hugmynd um að faðir hans væri á meðal þeirra sem keyptu í útboðinu og að hann hefði kosið að fjölskylda hans hefði ekki komið nálægt því. Á fundinum í morgun gerði Björn Leví Gunnarsson, nefndarmaður Pírata, þetta að efni spurningar sinnar til Bjarna: „Bjarni, heldurðu í alvörunni að þú komist upp með að selja pabba þínum banka eftir allt sem að á undan er gengið?“ spurði Björn Leví og vísaði svo til Vafningsmálsins, sölu Bjarna á hluti sínum í Sjóð 9 í Glitni rétt fyrir hrun og fleiri mál sem hafa þótt erfið fyrir Bjarna í tíð hans sem ráðherra. „Eftir allt þetta vesen sem að þú og flokkurinn þinn eruð búin að láta þjóðina ganga í gegn um á undanförnum áratug... Allir aðrir stjórnmálamenn, myndi maður halda, sem hafa bara snefil af virðingu fyrir siðmenntuðu samfélagi væru búnir að segja af sér út af hverju einasta máli í þessu. Heldurðu í alvöru að þú komist upp með þetta?“ spurði Björn Leví. Þessi spurning vakti litla ánægju Bjarna: „Þetta er bara áróður sem þú ert að þylja hér upp og þú flytur hann hingað inn í þessa nefnd líka,“ sagði Bjarni. Hann hefði margoft svarað fyrir þau mál sem Björn taldi upp, bæði fyrir Birni og öðrum pólitískum andstæðingum sínum en einnig kjósendum í landinu. „Uppistaðan af öllu því sem þú ert að telja er áróður og nú gengum við til kosninga í september síðastliðnum og það var einn þingmaður sem fór með fleiri atkvæði á bak við sig en nokkur annar sem fékk kosningu í þeim alþingiskosningum og það er sá sem þú ert að tala við núna,“ sagði Bjarni. Salan á Íslandsbanka Fjármálafyrirtæki Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vafningsmálið Tengdar fréttir Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. 7. apríl 2022 08:53 Alvarleg vanræksla af hálfu ráðherra Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi deilt áhyggjum hennar á framkvæmd sölu ríkisins á hluta í Íslandsbanka. Þingmaður Viðreisnar segir að það þurfi að skoða þátt og ábyrgð ráðherranna í málinu. 28. apríl 2022 20:30 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Á fundinum gafst öllum nefndarmönnum færi á að spyrja ráðherrann út í þau atriði sem tengjast útboðsferlinu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fór fram í lok síðasta mánaðar. Útboðið hefur orðið ansi umdeilt og vakið hörð viðbrögð almennings. Eitt af því sem hefur vakið reiði í samfélaginu er sú staðreynd að faðir Bjarna var einn þeirra fjárfesta sem bauðst að kaupa hlut í útboðinu. Bjarni hefur sjálfur sagst ekki hafa haft hugmynd um að faðir hans væri á meðal þeirra sem keyptu í útboðinu og að hann hefði kosið að fjölskylda hans hefði ekki komið nálægt því. Á fundinum í morgun gerði Björn Leví Gunnarsson, nefndarmaður Pírata, þetta að efni spurningar sinnar til Bjarna: „Bjarni, heldurðu í alvörunni að þú komist upp með að selja pabba þínum banka eftir allt sem að á undan er gengið?“ spurði Björn Leví og vísaði svo til Vafningsmálsins, sölu Bjarna á hluti sínum í Sjóð 9 í Glitni rétt fyrir hrun og fleiri mál sem hafa þótt erfið fyrir Bjarna í tíð hans sem ráðherra. „Eftir allt þetta vesen sem að þú og flokkurinn þinn eruð búin að láta þjóðina ganga í gegn um á undanförnum áratug... Allir aðrir stjórnmálamenn, myndi maður halda, sem hafa bara snefil af virðingu fyrir siðmenntuðu samfélagi væru búnir að segja af sér út af hverju einasta máli í þessu. Heldurðu í alvöru að þú komist upp með þetta?“ spurði Björn Leví. Þessi spurning vakti litla ánægju Bjarna: „Þetta er bara áróður sem þú ert að þylja hér upp og þú flytur hann hingað inn í þessa nefnd líka,“ sagði Bjarni. Hann hefði margoft svarað fyrir þau mál sem Björn taldi upp, bæði fyrir Birni og öðrum pólitískum andstæðingum sínum en einnig kjósendum í landinu. „Uppistaðan af öllu því sem þú ert að telja er áróður og nú gengum við til kosninga í september síðastliðnum og það var einn þingmaður sem fór með fleiri atkvæði á bak við sig en nokkur annar sem fékk kosningu í þeim alþingiskosningum og það er sá sem þú ert að tala við núna,“ sagði Bjarni.
Salan á Íslandsbanka Fjármálafyrirtæki Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vafningsmálið Tengdar fréttir Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. 7. apríl 2022 08:53 Alvarleg vanræksla af hálfu ráðherra Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi deilt áhyggjum hennar á framkvæmd sölu ríkisins á hluta í Íslandsbanka. Þingmaður Viðreisnar segir að það þurfi að skoða þátt og ábyrgð ráðherranna í málinu. 28. apríl 2022 20:30 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. 7. apríl 2022 08:53
Alvarleg vanræksla af hálfu ráðherra Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi deilt áhyggjum hennar á framkvæmd sölu ríkisins á hluta í Íslandsbanka. Þingmaður Viðreisnar segir að það þurfi að skoða þátt og ábyrgð ráðherranna í málinu. 28. apríl 2022 20:30