Icebox verður haldið í annað sinn í dag: „Fæ gæsahúð þegar ég tala um þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. apríl 2022 08:01 Davíð Rúnar Bjarnason, hnefaleikaþjálfari og skipuleggjandi Icebox, er vægast sagt spenntur fyrir deginum. Stöð 2 „Ég ákvað bara að stökkva út í djúpu laugina og fara alla leið,“ segir Davíð Rúnar Bjarnason, hnefaleikaþjálfari og einn af skipuleggjendum boxmótsins Icebox sem haldið verður í dag. „Ég tók bara Kaplakrika og breytti honum í alvöru bardagaviðburð. Það heldur betur pakkaðist húsið á 16 dögum fyrir síðasta viðburð og við erum að taka þetta svona þrem til fjórum „levelum“ lengra núna. Þetta verður miklu stærra, miklu flottara, fleiri erlendir keppendur og meiri umgjörð. Það verður alvöru fílingur og skemmtun fyrir alla til að horfa á.“ Boxmótið Icebox verður haldið í annað sinn í dag og í þetta sinnið kemur sterkt lið frá Noregi og meðal annars landsliðsmenn í Norska landsliðinu til þess að keppa við fremsta hnefaleikafólk landsins ásamt margra bardaga á milli klúbba á Íslandi. Davíð segir þó að þetta sé miklu meira en bara box sem fer fram í Kaplakrikanum í dag. „Ég er heldur betur að taka þetta alla leið. Ég er búinn að gera nýtt belti, Icebox Champion belti. Það er alltaf nýtt belti á hverjum viðburði. Ég er með tónlistaratriði í hléi, það eru veitingar í VIP-sætin og þetta er alvöru rokk í þessu. Fólk er að koma þarna ekki bara til að horfa á boxbardaga, heldur að mæta á box-sýningu og þetta er bara upplifun.“ Íslendingar hafa verið nokkuð þyrstir í bardagaíþróttir seíðustu misseri og sást það best á fjölda Íslendinga sem gerðu sér ferð til Lundúna til að horfa á Gunnar Nelson berjast fyrir nokkrum vikum. Davíð vill sjá svipaða stemningu í Kaplakrikanum í dag. „Já alla leið. Þetta er okkar fremsta hnefaleikafólk og obbinn af íslensku hnefaleikastarfi að mæta mjög mörgum flottum boxurum frá Noregi.“ „Líka bara að fylgja Íslandi inn í hring. Allir að öskra: „Ísland, Ísland!“ og þetta er alvöru. Ég fæ gæsahúð þegar ég tala um þetta. Þetta var geggjað síðast og þetta verður sinnum tíu núna.“ Mótið sjálft hefst klukkan 16.00 í Kaplakrika (íþróttahús FH í Hafnafirði) en húsið opnar 15.00. Klippa: Davíð Rúnar Bjarnason, hnefaleikaþjálfari Box Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
„Ég tók bara Kaplakrika og breytti honum í alvöru bardagaviðburð. Það heldur betur pakkaðist húsið á 16 dögum fyrir síðasta viðburð og við erum að taka þetta svona þrem til fjórum „levelum“ lengra núna. Þetta verður miklu stærra, miklu flottara, fleiri erlendir keppendur og meiri umgjörð. Það verður alvöru fílingur og skemmtun fyrir alla til að horfa á.“ Boxmótið Icebox verður haldið í annað sinn í dag og í þetta sinnið kemur sterkt lið frá Noregi og meðal annars landsliðsmenn í Norska landsliðinu til þess að keppa við fremsta hnefaleikafólk landsins ásamt margra bardaga á milli klúbba á Íslandi. Davíð segir þó að þetta sé miklu meira en bara box sem fer fram í Kaplakrikanum í dag. „Ég er heldur betur að taka þetta alla leið. Ég er búinn að gera nýtt belti, Icebox Champion belti. Það er alltaf nýtt belti á hverjum viðburði. Ég er með tónlistaratriði í hléi, það eru veitingar í VIP-sætin og þetta er alvöru rokk í þessu. Fólk er að koma þarna ekki bara til að horfa á boxbardaga, heldur að mæta á box-sýningu og þetta er bara upplifun.“ Íslendingar hafa verið nokkuð þyrstir í bardagaíþróttir seíðustu misseri og sást það best á fjölda Íslendinga sem gerðu sér ferð til Lundúna til að horfa á Gunnar Nelson berjast fyrir nokkrum vikum. Davíð vill sjá svipaða stemningu í Kaplakrikanum í dag. „Já alla leið. Þetta er okkar fremsta hnefaleikafólk og obbinn af íslensku hnefaleikastarfi að mæta mjög mörgum flottum boxurum frá Noregi.“ „Líka bara að fylgja Íslandi inn í hring. Allir að öskra: „Ísland, Ísland!“ og þetta er alvöru. Ég fæ gæsahúð þegar ég tala um þetta. Þetta var geggjað síðast og þetta verður sinnum tíu núna.“ Mótið sjálft hefst klukkan 16.00 í Kaplakrika (íþróttahús FH í Hafnafirði) en húsið opnar 15.00. Klippa: Davíð Rúnar Bjarnason, hnefaleikaþjálfari
Box Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira