Skipulagsmál á Akureyri okkar allra Þórhallur Jónsson skrifar 30. apríl 2022 18:30 Nýtt skipulag fyrir 1000 íbúðir í vistvænu Móahverfi sem hýst getur allt að 2500 íbúa er tilbúið og getur uppbygging hafist strax á næsta ári. Það er vinna sem skipulagsráð Akureyrarbæjar, þar sem formennskan hefur verið í höndum Sjálfstæðisflokksins, ásamt skipulagsfulltrúa og Landslagi réðst í á síðasta ári og er ég verulega stoltur af útkomunni. Ein af forsendum þess að hægt sé að hefja uppbyggingu Móahverfis er framlenging Borgarbrautar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk samþykkta í fjárhagsáætlun þessa árs til að hraða ferlinu svo hægt verði að hefja uppbyggingu þar árið 2023. Þá eru nýhafnar framkvæmdir við glæsilegt Holtahverfi þar sem verða um 300 íbúðir fyrir allt að 700 íbúa. Þar af eru að minnsta kosti 60 íbúðir á vegum Búfesti ætlaðar eldri borgurum á glæsilegum útsýnisstað í nálægð við núverandi innviði. Nýtt miðbæjarskipulag sem samþykkt var á kjörtímabilinu hefur gert það að verkum að hafin er uppbygging í miðbænum eftir tæpan áratug af aðgerðarleysi. Verið er að endurbyggja Skipagötu 12 og nú í maí mun hefjast bygging á nýju og glæsilegu verslunar- og íbúðarhúsnæði við Hofsbót 2 þar sem Nætursalan stendur nú. Undirbúningur framkvæmda við uppbyggingu á BSO reitnum er komin í gang og gert ráð fyrir að sú vinna geti hafist 2023. Uppbygging við Austurbrú gengur vel og þar ættu að verða um 70 íbúðir tilbúnar fyrir árslok 2024 ásamt 3-4 verslunarplássum auk gistiheimilis, allt í skemmtilegum kjarna. Þá er vinna vegna deiliskipulags við Tónatröð í ferli auk þess sem vinna við deiliskipulag á tjaldsvæðisreitnum við Þingvallastræti er að hefjast. Þar er mjög fínn þéttingarreitur og viðbúið að margir séu spenntir fyrir þeirri uppbyggingu enda stutt þaðan í alla þjónustu. Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að farið verði í hugmyndasamkeppni um það hvernig við nýtum best landsvæðið þar sem Akureyrarvöllur stendur nú og stefnum við að því að auglýsa það í haust með það að markmiði að uppbygging geti hafist 2024-2025. Á nýju kjörtímabili þarf að taka upp aðalskipulag Akureyrarbæjar og koma af stað uppbyggingu á Oddeyri ásamt því að skipuleggja framtíðar uppbyggingarsvæði í bænum þar sem íbúum Akureyrar fjölgar hratt. Auka þarf fjármagn til skipulagsmála næstu tvö til þrjú árin með það að markmiði að vinna okkur í haginn. Við þurfum að eiga tilbúið skipulag fyrir uppbyggingasvæði fram í tímann til að fyrirbyggja að við lendum aftur í lóðaskorti þegar eftirspurn vex og þenslan á markaðnum er mikil. Við sjálfstæðismenn erum tilbúin í þá vinnu með skýra sýn á framtíðaruppbyggingu fyrir Akureyri okkar allra. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri og skipar 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skipulag Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Nýtt skipulag fyrir 1000 íbúðir í vistvænu Móahverfi sem hýst getur allt að 2500 íbúa er tilbúið og getur uppbygging hafist strax á næsta ári. Það er vinna sem skipulagsráð Akureyrarbæjar, þar sem formennskan hefur verið í höndum Sjálfstæðisflokksins, ásamt skipulagsfulltrúa og Landslagi réðst í á síðasta ári og er ég verulega stoltur af útkomunni. Ein af forsendum þess að hægt sé að hefja uppbyggingu Móahverfis er framlenging Borgarbrautar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk samþykkta í fjárhagsáætlun þessa árs til að hraða ferlinu svo hægt verði að hefja uppbyggingu þar árið 2023. Þá eru nýhafnar framkvæmdir við glæsilegt Holtahverfi þar sem verða um 300 íbúðir fyrir allt að 700 íbúa. Þar af eru að minnsta kosti 60 íbúðir á vegum Búfesti ætlaðar eldri borgurum á glæsilegum útsýnisstað í nálægð við núverandi innviði. Nýtt miðbæjarskipulag sem samþykkt var á kjörtímabilinu hefur gert það að verkum að hafin er uppbygging í miðbænum eftir tæpan áratug af aðgerðarleysi. Verið er að endurbyggja Skipagötu 12 og nú í maí mun hefjast bygging á nýju og glæsilegu verslunar- og íbúðarhúsnæði við Hofsbót 2 þar sem Nætursalan stendur nú. Undirbúningur framkvæmda við uppbyggingu á BSO reitnum er komin í gang og gert ráð fyrir að sú vinna geti hafist 2023. Uppbygging við Austurbrú gengur vel og þar ættu að verða um 70 íbúðir tilbúnar fyrir árslok 2024 ásamt 3-4 verslunarplássum auk gistiheimilis, allt í skemmtilegum kjarna. Þá er vinna vegna deiliskipulags við Tónatröð í ferli auk þess sem vinna við deiliskipulag á tjaldsvæðisreitnum við Þingvallastræti er að hefjast. Þar er mjög fínn þéttingarreitur og viðbúið að margir séu spenntir fyrir þeirri uppbyggingu enda stutt þaðan í alla þjónustu. Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að farið verði í hugmyndasamkeppni um það hvernig við nýtum best landsvæðið þar sem Akureyrarvöllur stendur nú og stefnum við að því að auglýsa það í haust með það að markmiði að uppbygging geti hafist 2024-2025. Á nýju kjörtímabili þarf að taka upp aðalskipulag Akureyrarbæjar og koma af stað uppbyggingu á Oddeyri ásamt því að skipuleggja framtíðar uppbyggingarsvæði í bænum þar sem íbúum Akureyrar fjölgar hratt. Auka þarf fjármagn til skipulagsmála næstu tvö til þrjú árin með það að markmiði að vinna okkur í haginn. Við þurfum að eiga tilbúið skipulag fyrir uppbyggingasvæði fram í tímann til að fyrirbyggja að við lendum aftur í lóðaskorti þegar eftirspurn vex og þenslan á markaðnum er mikil. Við sjálfstæðismenn erum tilbúin í þá vinnu með skýra sýn á framtíðaruppbyggingu fyrir Akureyri okkar allra. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri og skipar 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar