Ísfirðingar vilja betri bæjaranda Smári Jökull Jónsson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 1. maí 2022 10:45 Ísafjörður er stærsti byggðakjarninn á Vestfjörðum. Vísir/Skjáskot Bætt heilbrigðisþjónusta, hreinni götur og betri bæjarandi. Allt eru þetta lykilatriði hjá Ísfirðingum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Á meðan er frambjóðendum mest umhugað um uppbyggingu. Í Ísafjarðabær eru fimm byggðakjarnar. Ísafjörður sá langstærsti en þar búa um 2.730 manns. En í hinum byggðakjörnum sveitarfélagsins búa í kring um tvö til þrjú hundruð manns. Í bæjarstjórn sitja 9 bæjarfulltrúar. Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er með fimm en Í-listinn, sem er sameiginlegur listi Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og óháðra er með fjóra. Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjóraefni Í-listans. Hún situr í baráttusætinu og ef hún nær inn nær Í-listinn meirihluta. „Það er ekkert annað í boði fyrir okkur en að stefna að hreinum meirihluta af því að það er alveg augljóst að sagan kennir okkur að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fara alltaf saman í meirihluta. Við þurfum alltaf að standa ein með sjálfum okkur. Það er bara þannig.“ Kosningarnar verða líklega spennandi eftir þetta fyrsta kjörtímabil sitjandi meirihluta. Kristján Þór Kristjánsson er forseti bæjarstjórnar og oddviti Framsóknar. Hann vill ekki ganga svo langt að lýsa því yfir að hann vijli halda meirihlutasamstarfinu áfram. Kristján er forseti bæjarstjórnar og oddviti Framsóknarflokksins á Ísafirði.Vísir/Skjáskot „Ég held það sé bara óskandi að okkar mál nái fram að ganga. Við teljum að við séum að fara af stað með góða málefnaskrá og hvert það leiðir okkur það verður bara að koma í ljós. “ Hann útilokar ekki samstarf við aðra en Sjálfstæðisflokkinn. „Við útilokum ekki neitt. Við erum til í viðræður við alla sem eru til í viðræður við alla sem eru til í að gera gott fyrir Ísafjarðarbæ og samfélagið.“ Það er greinilega margt sem brennur á bæjarbúum þegar þeir eru spurðir að því hvert sé stóra málið framundan. Svörin voru afar fjölbreytt og ljóst að á Ísafirði er ekki kosið um eitt stórt mál. Bygging á fjölnota íþróttahúsi, bæta bæjarandann, heilbrigðismál og hreinni götur í bænum var meðal þess sem þeir íbúar bæjarins sem rætt var við nefndu sem stóru málin framundan. Arna Lára er í baráttusæti Í-listans.Vísir/Skjáskot Athygli vekur að ekki er samhljómur á milli þeirra og frambjóðenda því enginn þeirra sem rætt var við var sammála þeim um hvert stærsta málið fyrir kosningarnar væri. „Ég held að stóru málin núna séu uppbygging og helstu málin núna eru bara lóðamál. Gera lóðir klárar bæði fyrir atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði svo að fólk geti komið hingað og tekið þátt í þessari uppbyggingu,“ segir Kristján Þór oddviti Framsóknar. „Ja, það er nú kannski fyrst og fremst þessi uppbygging sem hér er framundan og við auðvitað stöndum frammi fyrir miklu vaxtarskeiði. Það er auðvitað verkefni sveitarfélagsins að búa sig undir það,“ segir Arna Lára bæjarstjóraefni Í-listans. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Byggðamál Ísafjarðarbær Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Í Ísafjarðabær eru fimm byggðakjarnar. Ísafjörður sá langstærsti en þar búa um 2.730 manns. En í hinum byggðakjörnum sveitarfélagsins búa í kring um tvö til þrjú hundruð manns. Í bæjarstjórn sitja 9 bæjarfulltrúar. Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er með fimm en Í-listinn, sem er sameiginlegur listi Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og óháðra er með fjóra. Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjóraefni Í-listans. Hún situr í baráttusætinu og ef hún nær inn nær Í-listinn meirihluta. „Það er ekkert annað í boði fyrir okkur en að stefna að hreinum meirihluta af því að það er alveg augljóst að sagan kennir okkur að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fara alltaf saman í meirihluta. Við þurfum alltaf að standa ein með sjálfum okkur. Það er bara þannig.“ Kosningarnar verða líklega spennandi eftir þetta fyrsta kjörtímabil sitjandi meirihluta. Kristján Þór Kristjánsson er forseti bæjarstjórnar og oddviti Framsóknar. Hann vill ekki ganga svo langt að lýsa því yfir að hann vijli halda meirihlutasamstarfinu áfram. Kristján er forseti bæjarstjórnar og oddviti Framsóknarflokksins á Ísafirði.Vísir/Skjáskot „Ég held það sé bara óskandi að okkar mál nái fram að ganga. Við teljum að við séum að fara af stað með góða málefnaskrá og hvert það leiðir okkur það verður bara að koma í ljós. “ Hann útilokar ekki samstarf við aðra en Sjálfstæðisflokkinn. „Við útilokum ekki neitt. Við erum til í viðræður við alla sem eru til í viðræður við alla sem eru til í að gera gott fyrir Ísafjarðarbæ og samfélagið.“ Það er greinilega margt sem brennur á bæjarbúum þegar þeir eru spurðir að því hvert sé stóra málið framundan. Svörin voru afar fjölbreytt og ljóst að á Ísafirði er ekki kosið um eitt stórt mál. Bygging á fjölnota íþróttahúsi, bæta bæjarandann, heilbrigðismál og hreinni götur í bænum var meðal þess sem þeir íbúar bæjarins sem rætt var við nefndu sem stóru málin framundan. Arna Lára er í baráttusæti Í-listans.Vísir/Skjáskot Athygli vekur að ekki er samhljómur á milli þeirra og frambjóðenda því enginn þeirra sem rætt var við var sammála þeim um hvert stærsta málið fyrir kosningarnar væri. „Ég held að stóru málin núna séu uppbygging og helstu málin núna eru bara lóðamál. Gera lóðir klárar bæði fyrir atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði svo að fólk geti komið hingað og tekið þátt í þessari uppbyggingu,“ segir Kristján Þór oddviti Framsóknar. „Ja, það er nú kannski fyrst og fremst þessi uppbygging sem hér er framundan og við auðvitað stöndum frammi fyrir miklu vaxtarskeiði. Það er auðvitað verkefni sveitarfélagsins að búa sig undir það,“ segir Arna Lára bæjarstjóraefni Í-listans.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Byggðamál Ísafjarðarbær Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira