Stafrænt bruðl í borg biðlistanna! Einar Sveinbjörn Guðmundsson og Kolbrún Baldursdóttir skrifa 2. maí 2022 12:01 Í Reykjavík hafa biðlistar af öllu tagi ekki gert annað en að lengjast í tíð núverandi meirihluta. Einu gildir hvert litið er. Nú bíða um 1.900 börn eftir þjónustu m.a. sálfræðinga og talmeinafræðinga hjá Skólaþjónustu. Það kallast ófremdarástand. Biðlistar eftir þjónustu verða til vegna skorts á skipulagi og forgangsröðun, sem hefur verið eitt helsta einkenni meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur. Flokkur fólksins hefur mótmælt þessum biðlistum harðlega, ekki síst þar sem þeir bitna hart á börnum, enda getur bið eftir nauðsynlegri þjónustu haft alvarlegar afleiðingar og jafnvel kostað líf. Sem dæmi um skilningsleysi borgaryfirvalda hafa aðeins 140 milljónir króna verið settar í að fjölga fagfólki hjá Skólaþjónustu á meðan milljörðum af skattfé borgarbúa er mokað í verkefni sem fá falleinkunn og skila borgarbúum engum ávinningi. Að leika sér með skattfé borgarbúa Fyrir þremur árum var tekin sú ákvörðun að ráðast í stafræna umbreytingu hjá Reykjavíkurborg. Ekki veitti af þar sem upplýsinga- og þjónustukerfi borgarinnar voru sum hver í lamasessi. Stafrænar lausnir eru framtíðin, um það er ekki deilt. Ákveðið var í þessu skyni að veita þjónustu- og nýsköpunarsviði borgarinnar 10 milljarða króna fjárheimild til þriggja ára. Milljarðarnir eru nú reyndar orðnir 13 og enn sér ekki fyrir endann á mörgu því sem lofað hefur verið í kynningum sviðsins undanfarin ár. Flokkur fólksins hefur í rúmt ár mótmælt harðlega hvernig sviðið hefur farið af lausung með það fjármagn sem því hefur verið úthlutað. Vinnubrögðin eru algerlega óásættanleg miðað við nútímakröfur um skilvirkni og árangursstjórnun. Það nær engri átt að bruðlað sé með stóran hluta af þessu fjármagni í alls kyns leikaraskap. Í stað þess að setja þær stafrænu lausnir sem liðka fyrir t.d. umsóknarferlum strax í forgang og hefja samvinnu við Stafrænt Ísland frá upphafi, hefur stór hluti þessa fjármagns farið í að belgja út sviðið sjálft, borgarbúum að engu gagni. Á þjónustu- og nýsköpunarsviði hefur hver skrifstofan á fætur annarri verið sett á laggirnar og fjöldi fólks úr einkageiranum verið ráðinn þar til starfa, m.a. millistjórnendur. Búið er að eyða miklum fjármunum í að halda úti tilraunateymum og rannsóknum sem miða að því að uppgötva stafrænar lausnir sem langflestar eru þegar til og komnar í notkun annars staðar. Með öðrum orðum er verið að hamast við að finna upp hjólið. Dæmi um þetta eru rafrænar undirskriftir sem nú þegar hafa verið innleiddar í smáum sem stórum fyrirtækjum og stofnunum. Það hefur tekið þrjú ár að innleiða nýtt skjalastjórnunarkerfi Reykjavíkurborgar sem enn er ekki komið í fulla notkun. Sama má segja um ýmsa rafræna þjónustu eins og að einfalda umsóknarferli um leikskólapláss. Enn beðið eftir nauðsynlegum rafrænum lausnum Enn hefur ekki tekist að uppfæra vef Reykjavíkurborgar þannig að hann virki sem skyldi. Nýr vefur hefur takmarkaða virkni og fólki er vísað ítrekað á þann gamla þegar á reynir að finna gagnlegar upplýsingar. Dæmi um kolranga forgangsröðun er að ómældum tíma og fjármunum hefur verið eytt í uppgötvun, þróun og uppfærslur á lausnum eins og sorphirðu- og viðburðadagatölum sem hvort tveggja var áður fyrir hendi í einfaldari mynd. Bruðlað með fjármagnið á meðan börnin bíða Það er sárt að horfa upp á vinnubrögð af þessu tagi fyrir flokk eins og Flokk fólksins sem hefur barist fyrir því að börn fái þá þjónustu sem þau þarfnast, að fátækt og efnalítið fólk fái þak yfir höfuðið og mat á diskinn sinn. Flokkur fólksins er ekki einn um þá gagnrýni á hvernig farið hefur verið með þessa 13 milljarða króna sem eiga eftir að verða mun fleiri þegar fram líða stundir. Samtök iðnaðarins hafa einnig gagnrýnt þetta opinberlega ásamt fleirum sem þekkingu hafa á þessum málum. Stafræn þróun hjá Reykjavíkurborg snerist nefnilega upp í stafræna sóun. Nálgun Stafræna Íslands er einmitt dæmi um viðurkennd vinnubrögð og hefur Stafrænt Ísland verið í fararbroddi varðandi innleiðingu stafrænna þjónustulausna fyrir almenning í landinu í samstarfi með reyndum hugbúnaðarfyrirtækjum á markaði. Mun hagkvæmara og viturlegra hefði verið að fara að dæmi annarra sveitarfélaga og ganga strax til liðs við Stafræna Ísland í stað þess að eyða ómældu fjármagni í að finna upp hjólið. Ábyrgðin er að öllu leyti borgarstjóra sem er framkvæmdastjórinn en einnig samstarfsflokka hans í meirihlutanum. Flokkur fólksins hefur vakið athygli Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á þessu alvarlega máli og hefur hún í framhaldi ákveðið að gera úttekt á starfsemi þjónustu- og nýsköpunarsviðs á næsta ári. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Einar Sveinbjörn Guðmundsson, kerfisfræðingur, skipar 3. sæti á framboðslista Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningum.Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, skipar 1. sæti á framboðslista Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Flokkur fólksins Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Reykjavík hafa biðlistar af öllu tagi ekki gert annað en að lengjast í tíð núverandi meirihluta. Einu gildir hvert litið er. Nú bíða um 1.900 börn eftir þjónustu m.a. sálfræðinga og talmeinafræðinga hjá Skólaþjónustu. Það kallast ófremdarástand. Biðlistar eftir þjónustu verða til vegna skorts á skipulagi og forgangsröðun, sem hefur verið eitt helsta einkenni meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur. Flokkur fólksins hefur mótmælt þessum biðlistum harðlega, ekki síst þar sem þeir bitna hart á börnum, enda getur bið eftir nauðsynlegri þjónustu haft alvarlegar afleiðingar og jafnvel kostað líf. Sem dæmi um skilningsleysi borgaryfirvalda hafa aðeins 140 milljónir króna verið settar í að fjölga fagfólki hjá Skólaþjónustu á meðan milljörðum af skattfé borgarbúa er mokað í verkefni sem fá falleinkunn og skila borgarbúum engum ávinningi. Að leika sér með skattfé borgarbúa Fyrir þremur árum var tekin sú ákvörðun að ráðast í stafræna umbreytingu hjá Reykjavíkurborg. Ekki veitti af þar sem upplýsinga- og þjónustukerfi borgarinnar voru sum hver í lamasessi. Stafrænar lausnir eru framtíðin, um það er ekki deilt. Ákveðið var í þessu skyni að veita þjónustu- og nýsköpunarsviði borgarinnar 10 milljarða króna fjárheimild til þriggja ára. Milljarðarnir eru nú reyndar orðnir 13 og enn sér ekki fyrir endann á mörgu því sem lofað hefur verið í kynningum sviðsins undanfarin ár. Flokkur fólksins hefur í rúmt ár mótmælt harðlega hvernig sviðið hefur farið af lausung með það fjármagn sem því hefur verið úthlutað. Vinnubrögðin eru algerlega óásættanleg miðað við nútímakröfur um skilvirkni og árangursstjórnun. Það nær engri átt að bruðlað sé með stóran hluta af þessu fjármagni í alls kyns leikaraskap. Í stað þess að setja þær stafrænu lausnir sem liðka fyrir t.d. umsóknarferlum strax í forgang og hefja samvinnu við Stafrænt Ísland frá upphafi, hefur stór hluti þessa fjármagns farið í að belgja út sviðið sjálft, borgarbúum að engu gagni. Á þjónustu- og nýsköpunarsviði hefur hver skrifstofan á fætur annarri verið sett á laggirnar og fjöldi fólks úr einkageiranum verið ráðinn þar til starfa, m.a. millistjórnendur. Búið er að eyða miklum fjármunum í að halda úti tilraunateymum og rannsóknum sem miða að því að uppgötva stafrænar lausnir sem langflestar eru þegar til og komnar í notkun annars staðar. Með öðrum orðum er verið að hamast við að finna upp hjólið. Dæmi um þetta eru rafrænar undirskriftir sem nú þegar hafa verið innleiddar í smáum sem stórum fyrirtækjum og stofnunum. Það hefur tekið þrjú ár að innleiða nýtt skjalastjórnunarkerfi Reykjavíkurborgar sem enn er ekki komið í fulla notkun. Sama má segja um ýmsa rafræna þjónustu eins og að einfalda umsóknarferli um leikskólapláss. Enn beðið eftir nauðsynlegum rafrænum lausnum Enn hefur ekki tekist að uppfæra vef Reykjavíkurborgar þannig að hann virki sem skyldi. Nýr vefur hefur takmarkaða virkni og fólki er vísað ítrekað á þann gamla þegar á reynir að finna gagnlegar upplýsingar. Dæmi um kolranga forgangsröðun er að ómældum tíma og fjármunum hefur verið eytt í uppgötvun, þróun og uppfærslur á lausnum eins og sorphirðu- og viðburðadagatölum sem hvort tveggja var áður fyrir hendi í einfaldari mynd. Bruðlað með fjármagnið á meðan börnin bíða Það er sárt að horfa upp á vinnubrögð af þessu tagi fyrir flokk eins og Flokk fólksins sem hefur barist fyrir því að börn fái þá þjónustu sem þau þarfnast, að fátækt og efnalítið fólk fái þak yfir höfuðið og mat á diskinn sinn. Flokkur fólksins er ekki einn um þá gagnrýni á hvernig farið hefur verið með þessa 13 milljarða króna sem eiga eftir að verða mun fleiri þegar fram líða stundir. Samtök iðnaðarins hafa einnig gagnrýnt þetta opinberlega ásamt fleirum sem þekkingu hafa á þessum málum. Stafræn þróun hjá Reykjavíkurborg snerist nefnilega upp í stafræna sóun. Nálgun Stafræna Íslands er einmitt dæmi um viðurkennd vinnubrögð og hefur Stafrænt Ísland verið í fararbroddi varðandi innleiðingu stafrænna þjónustulausna fyrir almenning í landinu í samstarfi með reyndum hugbúnaðarfyrirtækjum á markaði. Mun hagkvæmara og viturlegra hefði verið að fara að dæmi annarra sveitarfélaga og ganga strax til liðs við Stafræna Ísland í stað þess að eyða ómældu fjármagni í að finna upp hjólið. Ábyrgðin er að öllu leyti borgarstjóra sem er framkvæmdastjórinn en einnig samstarfsflokka hans í meirihlutanum. Flokkur fólksins hefur vakið athygli Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á þessu alvarlega máli og hefur hún í framhaldi ákveðið að gera úttekt á starfsemi þjónustu- og nýsköpunarsviðs á næsta ári. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Einar Sveinbjörn Guðmundsson, kerfisfræðingur, skipar 3. sæti á framboðslista Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningum.Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, skipar 1. sæti á framboðslista Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun