Hækkun stýrivaxta skili aðeins „verri kjörum og verri stöðu heimilanna“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. maí 2022 19:01 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir hækkandi stýrivexti koma sér mjög illa fyrir heimilin í landinu. Vísir/Arnar Stýrivexti gætu hækkað um allt að eitt prósentustig í vikunni ef spár bankanna ganga eftir. Formaður VR segir slíkt koma sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu og biðlar til peningastefnunefndar að finna aðrar leiðir. Stóru bankarnir þrír gera ráð fyrir því að peningastefnunefnd Seðlabankans hækki stýrivexti bankans við næstu vaxtaákvörðun sem er á miðvikudaginn um hálft til eitt prósentustig. Ástæðan er fyrst og fremst sú að verðbólga hefur aukist hratt. Hún hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 en ársverðbólga mælist nú 7,2%. „Það þarf virkilega að taka stór skref til þess að reyna að kæla eitthvað þessa verðbólgu. Verðbólgan er að miklu leyti drifin áfram af hækkunum húsnæðisverðs. Við teljum alveg líkur á því að með því að hækka stýrivexti þá hækkar líka vextir af íbúðalánum þá minnki eitthvað eftirspurnin eftir íbúðarhúsnæði til kaupa og þar með verði aðeins svona hægari taktur í verðhækkunum á fasteignamarkaði,“ segir Una Jónsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans. „Þetta mun koma sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu. Afborganir lána munu hækka verulega. Kostnaður fyrirtækja sem að skulda yfir fimm þúsund milljarða, eða meira tvöfalt meira heldur en heimilin gera, munu fá á sig auknar birgðar út af hærri vöxtum og það mun væntanlega fara í verðlagið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. „Þannig að ég get ekki séð hvernig í ósköpunum hvernig Seðlabankinn ætlar að minnka þennan verðbólguþrýsting með stýrivaxtahækkunum núna sem að eru að mestu leyti innfluttar fyrir utan áhrifn á húsnæðismarkaðinn sem er nánast í frosti. Það eina sem þetta skilar í dag er fyrst og fremst verri kjör og verri staða heimilanna og er nú nóg um þær verðlagshækkanir sem hafa nú þegar dunið hér yfir og eiga eftir að koma,“ segir Ragnar Þór. Ragnar segir vaxtahækkanir og verðlagshækkanir koma til með að hafa áhrif á komandi kjaraviðræður. „Það sem er framundan í hækkunum veit ekki á gott og gerir okkar stöðu í verkalýðshreyfingunni fyrir komandi kjarasamninga mjög þunga vegna þess að við getum ekki annað en sótt þennan kostnaðarauka til stjórnvalda, þá í gengum skattkerfið og aðrar aðgerðir, og sömuleiðis atvinnulífið.“ Efnahagsmál Neytendur Fjármál heimilisins Seðlabankinn Tengdar fréttir Spár um vaxtahækkun: Markaðurinn klofinn milli 75 og 100 punkta Ríflega helmingur markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 100 punkta á miðvikudaginn. Laust taumhald peningastefnu, mjög lágir raunstýrivextir og vaxandi verðbólguþrýstingur eru meginstef í þeim svörum sem bárust. 2. maí 2022 08:58 Tekst að kæla heitasta markað landsins? Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,1% í mars sem er næstum því fjórföld hækkun m.v. meðalmánuðinn undanfarin 7 ár. 2. maí 2022 07:31 Verðbólga eykst í 7,2 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,25% í apríl og mælist ársverbólga nú 7,2% en var 6,7% í marsmánuði. Verðbólgan hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 þegar hún mældist 7,50%. Tólf mánaða verðbólga án húsnæðis fer úr 4,6% í 5,3%. 28. apríl 2022 09:03 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Stóru bankarnir þrír gera ráð fyrir því að peningastefnunefnd Seðlabankans hækki stýrivexti bankans við næstu vaxtaákvörðun sem er á miðvikudaginn um hálft til eitt prósentustig. Ástæðan er fyrst og fremst sú að verðbólga hefur aukist hratt. Hún hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 en ársverðbólga mælist nú 7,2%. „Það þarf virkilega að taka stór skref til þess að reyna að kæla eitthvað þessa verðbólgu. Verðbólgan er að miklu leyti drifin áfram af hækkunum húsnæðisverðs. Við teljum alveg líkur á því að með því að hækka stýrivexti þá hækkar líka vextir af íbúðalánum þá minnki eitthvað eftirspurnin eftir íbúðarhúsnæði til kaupa og þar með verði aðeins svona hægari taktur í verðhækkunum á fasteignamarkaði,“ segir Una Jónsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans. „Þetta mun koma sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu. Afborganir lána munu hækka verulega. Kostnaður fyrirtækja sem að skulda yfir fimm þúsund milljarða, eða meira tvöfalt meira heldur en heimilin gera, munu fá á sig auknar birgðar út af hærri vöxtum og það mun væntanlega fara í verðlagið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. „Þannig að ég get ekki séð hvernig í ósköpunum hvernig Seðlabankinn ætlar að minnka þennan verðbólguþrýsting með stýrivaxtahækkunum núna sem að eru að mestu leyti innfluttar fyrir utan áhrifn á húsnæðismarkaðinn sem er nánast í frosti. Það eina sem þetta skilar í dag er fyrst og fremst verri kjör og verri staða heimilanna og er nú nóg um þær verðlagshækkanir sem hafa nú þegar dunið hér yfir og eiga eftir að koma,“ segir Ragnar Þór. Ragnar segir vaxtahækkanir og verðlagshækkanir koma til með að hafa áhrif á komandi kjaraviðræður. „Það sem er framundan í hækkunum veit ekki á gott og gerir okkar stöðu í verkalýðshreyfingunni fyrir komandi kjarasamninga mjög þunga vegna þess að við getum ekki annað en sótt þennan kostnaðarauka til stjórnvalda, þá í gengum skattkerfið og aðrar aðgerðir, og sömuleiðis atvinnulífið.“
Efnahagsmál Neytendur Fjármál heimilisins Seðlabankinn Tengdar fréttir Spár um vaxtahækkun: Markaðurinn klofinn milli 75 og 100 punkta Ríflega helmingur markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 100 punkta á miðvikudaginn. Laust taumhald peningastefnu, mjög lágir raunstýrivextir og vaxandi verðbólguþrýstingur eru meginstef í þeim svörum sem bárust. 2. maí 2022 08:58 Tekst að kæla heitasta markað landsins? Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,1% í mars sem er næstum því fjórföld hækkun m.v. meðalmánuðinn undanfarin 7 ár. 2. maí 2022 07:31 Verðbólga eykst í 7,2 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,25% í apríl og mælist ársverbólga nú 7,2% en var 6,7% í marsmánuði. Verðbólgan hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 þegar hún mældist 7,50%. Tólf mánaða verðbólga án húsnæðis fer úr 4,6% í 5,3%. 28. apríl 2022 09:03 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Spár um vaxtahækkun: Markaðurinn klofinn milli 75 og 100 punkta Ríflega helmingur markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 100 punkta á miðvikudaginn. Laust taumhald peningastefnu, mjög lágir raunstýrivextir og vaxandi verðbólguþrýstingur eru meginstef í þeim svörum sem bárust. 2. maí 2022 08:58
Tekst að kæla heitasta markað landsins? Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,1% í mars sem er næstum því fjórföld hækkun m.v. meðalmánuðinn undanfarin 7 ár. 2. maí 2022 07:31
Verðbólga eykst í 7,2 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,25% í apríl og mælist ársverbólga nú 7,2% en var 6,7% í marsmánuði. Verðbólgan hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 þegar hún mældist 7,50%. Tólf mánaða verðbólga án húsnæðis fer úr 4,6% í 5,3%. 28. apríl 2022 09:03