Er eitthvað til í frískápnum? Inga Þyrí Kjartansdóttir skrifar 4. maí 2022 15:01 Við Bergþórugötu 20 er að finna heldur meinlausan ísskáp, hann lætur ekki mikið fyrir sér fara, bara stendur þarna í rólegheitunum. Hann, líkt og Clark Kent áður en hann tekur niður gleraugun, á sér leyndarmál. Hann er nefnilega enginn venjulegur ísskápur! Téður ísskápur er svokallaður frískápur sem líkt og áður nefnt ofurmenni berst linnulaust gegn illum öflum. Það er sorgleg staðreynd að á meðan sífellt vaxandi hópur fólks á ekki nægan mat fyrir sjálft sig og börnin sín þá fer vaxandi hluti þess matar sem framleiddur er í ruslið. Og þrátt fyrir mikla eftirspurn gengur illa að endurvinna allt það lífræna sorp sem af þessu sprettur í nothæfa moltu. Frískápurinn á Bergþórugötunni var settur upp af framsæknum aðilum sem vissu af samskonar verkefnum erlendis í heimalöndum sínum og ákváðu að láta reyna á verkefnið hérlendis. Þangað getur hver sem er komið með mat sem það sér ekki fram á að nota og hver sem er farið með mat sem hann vantar. Og verkefnið hefur slegið í gegn! Allt að vinna, allir græða - umhverfið, fólkið sem gefur og fólkið sem þiggur. Það var mér kappsmál að koma því í stefnu Framsóknar í Reykjavík að koma fyrir frískáp í öllum hverfum borgarinnar. Þar var tekið vel með málaflokknum og öll boðin og búin til þess að aðstoða eins og kostur gafst. Frá því í janúar á þessu ári hefur farið fram leit í Smáíbúðahverfinu að góðum stað fyrir frískáp. Að endingu var það Hjálpræðisherinn sem tók að sér að hýsa skápinn í fallega nýja húsinu sínu og undirbúningur á opnun hans er á lokastigi. Í Breiðholtinu tók það bara nokkra daga að finna stað fyrir frískáp, það var hann Valdi sem skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík og stjórnar Brúnni í Völvufelli sem tók að sér að hýsa hann. Frískápurinn hefur verið opinn fyrir matargjafir og þiggjendur í bráðum mánuð núna. Þangað fara afgangar frá heimilum, veitingahúsum, jafnvel fermingarveislu og hverfa jafnóðum. Fleiri staðir eru í undirbúningi, misjafnlega langt komnir. Allt þetta er unnið í sjálfboðavinnu enda er þetta sjálfsprottin samvinna af umhyggju fyrir umhverfinu og náunganum. Ein getum við litlu breytt, en saman getum við breytt heiminum. Er ekki kominn tími á meiri samvinnu í borginni? Höfundur skipar 17. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Við Bergþórugötu 20 er að finna heldur meinlausan ísskáp, hann lætur ekki mikið fyrir sér fara, bara stendur þarna í rólegheitunum. Hann, líkt og Clark Kent áður en hann tekur niður gleraugun, á sér leyndarmál. Hann er nefnilega enginn venjulegur ísskápur! Téður ísskápur er svokallaður frískápur sem líkt og áður nefnt ofurmenni berst linnulaust gegn illum öflum. Það er sorgleg staðreynd að á meðan sífellt vaxandi hópur fólks á ekki nægan mat fyrir sjálft sig og börnin sín þá fer vaxandi hluti þess matar sem framleiddur er í ruslið. Og þrátt fyrir mikla eftirspurn gengur illa að endurvinna allt það lífræna sorp sem af þessu sprettur í nothæfa moltu. Frískápurinn á Bergþórugötunni var settur upp af framsæknum aðilum sem vissu af samskonar verkefnum erlendis í heimalöndum sínum og ákváðu að láta reyna á verkefnið hérlendis. Þangað getur hver sem er komið með mat sem það sér ekki fram á að nota og hver sem er farið með mat sem hann vantar. Og verkefnið hefur slegið í gegn! Allt að vinna, allir græða - umhverfið, fólkið sem gefur og fólkið sem þiggur. Það var mér kappsmál að koma því í stefnu Framsóknar í Reykjavík að koma fyrir frískáp í öllum hverfum borgarinnar. Þar var tekið vel með málaflokknum og öll boðin og búin til þess að aðstoða eins og kostur gafst. Frá því í janúar á þessu ári hefur farið fram leit í Smáíbúðahverfinu að góðum stað fyrir frískáp. Að endingu var það Hjálpræðisherinn sem tók að sér að hýsa skápinn í fallega nýja húsinu sínu og undirbúningur á opnun hans er á lokastigi. Í Breiðholtinu tók það bara nokkra daga að finna stað fyrir frískáp, það var hann Valdi sem skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík og stjórnar Brúnni í Völvufelli sem tók að sér að hýsa hann. Frískápurinn hefur verið opinn fyrir matargjafir og þiggjendur í bráðum mánuð núna. Þangað fara afgangar frá heimilum, veitingahúsum, jafnvel fermingarveislu og hverfa jafnóðum. Fleiri staðir eru í undirbúningi, misjafnlega langt komnir. Allt þetta er unnið í sjálfboðavinnu enda er þetta sjálfsprottin samvinna af umhyggju fyrir umhverfinu og náunganum. Ein getum við litlu breytt, en saman getum við breytt heiminum. Er ekki kominn tími á meiri samvinnu í borginni? Höfundur skipar 17. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun