Er ekki kominn tími á samvinnu í borginni? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar 4. maí 2022 16:01 Er til eitthvað leiðigjarnara en að vera settur í teymi með samstarfsfélaga sem er svo fastheldinn á sína sýn á málunum að ekkert kemst í verk nema það sé gert eftir hans nefi? Samvinna er nauðsynleg til að leiða mál til lykta, þroskast, ná árangri og uppfylla það sem vinnuveitandinn réði okkur í vinnu til að gera. Eru stjórnmálin eitthvað öðruvísi? Borgararnir ráða þau sem bjóða sig fram til þjónustu til þess að viðhalda rammanum um samfélag okkar og leiða það til velsældar. Hver og ein stjórnmálamanneskja er ráðin til þjónustu við alla borgara, ekki bara þá sem kusu hana. Hvort sem okkur stjórnmálafólki líkar það betur eða verr hafa borgarar ráðið fulltrúa fleiri flokka en okkar eigin í vinnu og það er skylda okkar að vinna með þeim, miðla málum og finna lausnir, borgarbúum öllum til heilla. Dyggðin liggur mitt á milli öfganna Aristóteles sagði dyggðina liggja mitt á milli tveggja öfga. Hugrekkið er hvorki heigulshátturinn né fífldirfskan - það er ígrundaða áhættan í miðjunni, heilbrigð skynsemi. Það sama á við hér. Ofangreint er síður en svo ætlað sem meðmæli með því að stjórnmálafólk verði samdauna hvert öðru. En einhver hlýtur millivegurinn að vera á milli þess að staðna vegna sífelldra illdeilna og þess að samþykkja allt skilyrðislaust – ekki satt? Það sem einkennt hefur samræður mínar við samborgara mína undanfarið hafa verið áhyggjur af því hversu mikið átakapólitíkinni hefur tekist að ryðja sér rúms hér í borginni. Það er þetta sífellda annað hvort eða. Þéttum byggð eða fjölgum uppbyggingasvæðum, einkabíllinn eða almenningssamgöngur, mín leið eða bara alls ekki neitt. Þetta rýrir traust til alls kerfisins eins og kemur fram í nýlegri könnun á trausti til stofnana þar sem borgarstjórn Reykjavíkur er í neðsta sæti með 23%. Framsókn í Reykjavík vill efla samvinnu í borgarpólitíkinni og leita leiða til þess að leysa vandamálin sem blasa við okkur þannig að sem flestir borgarbúar geti blómstrað í nærandi og manneskjulegu umhverfi. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Árelía Eydís Guðmundsdóttir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Er til eitthvað leiðigjarnara en að vera settur í teymi með samstarfsfélaga sem er svo fastheldinn á sína sýn á málunum að ekkert kemst í verk nema það sé gert eftir hans nefi? Samvinna er nauðsynleg til að leiða mál til lykta, þroskast, ná árangri og uppfylla það sem vinnuveitandinn réði okkur í vinnu til að gera. Eru stjórnmálin eitthvað öðruvísi? Borgararnir ráða þau sem bjóða sig fram til þjónustu til þess að viðhalda rammanum um samfélag okkar og leiða það til velsældar. Hver og ein stjórnmálamanneskja er ráðin til þjónustu við alla borgara, ekki bara þá sem kusu hana. Hvort sem okkur stjórnmálafólki líkar það betur eða verr hafa borgarar ráðið fulltrúa fleiri flokka en okkar eigin í vinnu og það er skylda okkar að vinna með þeim, miðla málum og finna lausnir, borgarbúum öllum til heilla. Dyggðin liggur mitt á milli öfganna Aristóteles sagði dyggðina liggja mitt á milli tveggja öfga. Hugrekkið er hvorki heigulshátturinn né fífldirfskan - það er ígrundaða áhættan í miðjunni, heilbrigð skynsemi. Það sama á við hér. Ofangreint er síður en svo ætlað sem meðmæli með því að stjórnmálafólk verði samdauna hvert öðru. En einhver hlýtur millivegurinn að vera á milli þess að staðna vegna sífelldra illdeilna og þess að samþykkja allt skilyrðislaust – ekki satt? Það sem einkennt hefur samræður mínar við samborgara mína undanfarið hafa verið áhyggjur af því hversu mikið átakapólitíkinni hefur tekist að ryðja sér rúms hér í borginni. Það er þetta sífellda annað hvort eða. Þéttum byggð eða fjölgum uppbyggingasvæðum, einkabíllinn eða almenningssamgöngur, mín leið eða bara alls ekki neitt. Þetta rýrir traust til alls kerfisins eins og kemur fram í nýlegri könnun á trausti til stofnana þar sem borgarstjórn Reykjavíkur er í neðsta sæti með 23%. Framsókn í Reykjavík vill efla samvinnu í borgarpólitíkinni og leita leiða til þess að leysa vandamálin sem blasa við okkur þannig að sem flestir borgarbúar geti blómstrað í nærandi og manneskjulegu umhverfi. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar