Háskóli fyrir alla - Við viljum mennta okkur! Útskriftarnemendur úr starfstengdu diplómanámi skrifar 4. maí 2022 16:16 Við erum útskriftarnemendur úr starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Okkur langar að vekja athygli á mikilvægi menntunar og námsframboðs fyrir fólk með þroskahömlun. Námið sem við erum að klára er á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og er fyrir fólk sem hefur áhuga á að mennta sig og undirbúa sig fyrir tómstunda- og félagsstarf, leikskólastarf og störf sem snúa að réttinda- og hagsmunabaráttu fatlaðs fólks. Námið er án aðgreiningar og við sækjum námskeið með öðrum háskólanemum. Lykillinn að því að hafa námið án aðgreiningar er að kennarar og annað starfsfólk aðlagi námsefni að hverjum nemanda. Til þess að geta verið í háskólanámi þurfum við stuðning og verkefnatíma þar sem við sinnum heimanámi og verkefnavinnu. Að vera í stórum námskeiðum með öðrum nemendum á Menntavísindasviði hefur verið frábært og gengið mjög vel. Hópavinna stendur uppúr – í henni kynnist maður mismunandi fólki. Námið er yfirleitt spennandi, maður er alltaf að læra eitthvað nýtt sem kemur að góðum notum í vinnunni og í framtíðinni. En í háskólanámi er maður ekki bara að læra námsefnið. Maður fær reynslu, þroskast, styrkist í félagsfærni og mannlegum samskiptum og kynnist fólki sem hefur svipuð áhugamál. Þannig hefur maður meiri möguleika á því að taka þátt í samfélaginu. Þess vegna er svo mikilvægt að allir hafi möguleika á námi á öllum skólastigum. Enda stendur í Samningi Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að allir eigi að hafa jöfn tækifæri á menntun án aðgreiningar á öllum skólastigum. Samt komast bara fáir inn í starfstengda diplómanámið, miklu færri en sækja um. Því köllum við eftir miklu meira framboði á háskólanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Það ætti að vera námsleið, eins og sú sem við erum á, á fleiri sviðum háskólans. Þannig hefðu miklu fleiri tækifæri á því að mennta sig á sviði sem þeir hafa áhuga á. Það er nauðsynlegt að gefa okkur aðgang að fleiri námskeiðum og námsleiðum í Háskólanum. Mörg okkar sem eru að útskrifast hafa áhuga á að halda áfram að mennta sig og myndu vilja halda áfram í háskólanáminu – en að loknu starfstengda diplómanáminu eru engir möguleikar á því. Háskólanám þýðir ótalmargt fyrir okkur: frelsi, félagslíf, lærdómur, persónulegur þroski, tækifæri, meira sjálfstraust og fleiri möguleikar á vinnumarkaði og svo mætti lengi áfram telja. Við viljum mennta okkur! Útskriftarnemendur úr starfstengdu diplómanámi Aldís Ósk Björnsdóttir Diego, Birkir Eiðsson, Dalrós Líf Ólafsdóttir, Elfar Franz Birgisson, Eyrún Birta Þrastardóttir, Felix Magnússon, Hrannar Halldórsson Bachman, Karen Sól Káradóttir, Kristjana Guðmundsdóttir, Laufey María Villhelmsdóttir, Matthildur Inga Samúelsdóttir, Nikola Colic, Róbert Alexander Erwin, Sveinbjörn Benedikt Eggertsson og Þórey Ísafold Magnúsdóttir. Útskriftarnemendur standa fyrir ráðstefnu sem hefur yfirskriftina Við viljum mennta okkur! þann 10. maí klukkan 14.00-17.00 á Litla-Torgi á Háskólatorgi. Við hvetjum öll áhugasöm til að mæta! Útskriftarnemendur úr starfstengdu diplómanámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Félagsmál Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Við erum útskriftarnemendur úr starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Okkur langar að vekja athygli á mikilvægi menntunar og námsframboðs fyrir fólk með þroskahömlun. Námið sem við erum að klára er á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og er fyrir fólk sem hefur áhuga á að mennta sig og undirbúa sig fyrir tómstunda- og félagsstarf, leikskólastarf og störf sem snúa að réttinda- og hagsmunabaráttu fatlaðs fólks. Námið er án aðgreiningar og við sækjum námskeið með öðrum háskólanemum. Lykillinn að því að hafa námið án aðgreiningar er að kennarar og annað starfsfólk aðlagi námsefni að hverjum nemanda. Til þess að geta verið í háskólanámi þurfum við stuðning og verkefnatíma þar sem við sinnum heimanámi og verkefnavinnu. Að vera í stórum námskeiðum með öðrum nemendum á Menntavísindasviði hefur verið frábært og gengið mjög vel. Hópavinna stendur uppúr – í henni kynnist maður mismunandi fólki. Námið er yfirleitt spennandi, maður er alltaf að læra eitthvað nýtt sem kemur að góðum notum í vinnunni og í framtíðinni. En í háskólanámi er maður ekki bara að læra námsefnið. Maður fær reynslu, þroskast, styrkist í félagsfærni og mannlegum samskiptum og kynnist fólki sem hefur svipuð áhugamál. Þannig hefur maður meiri möguleika á því að taka þátt í samfélaginu. Þess vegna er svo mikilvægt að allir hafi möguleika á námi á öllum skólastigum. Enda stendur í Samningi Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að allir eigi að hafa jöfn tækifæri á menntun án aðgreiningar á öllum skólastigum. Samt komast bara fáir inn í starfstengda diplómanámið, miklu færri en sækja um. Því köllum við eftir miklu meira framboði á háskólanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Það ætti að vera námsleið, eins og sú sem við erum á, á fleiri sviðum háskólans. Þannig hefðu miklu fleiri tækifæri á því að mennta sig á sviði sem þeir hafa áhuga á. Það er nauðsynlegt að gefa okkur aðgang að fleiri námskeiðum og námsleiðum í Háskólanum. Mörg okkar sem eru að útskrifast hafa áhuga á að halda áfram að mennta sig og myndu vilja halda áfram í háskólanáminu – en að loknu starfstengda diplómanáminu eru engir möguleikar á því. Háskólanám þýðir ótalmargt fyrir okkur: frelsi, félagslíf, lærdómur, persónulegur þroski, tækifæri, meira sjálfstraust og fleiri möguleikar á vinnumarkaði og svo mætti lengi áfram telja. Við viljum mennta okkur! Útskriftarnemendur úr starfstengdu diplómanámi Aldís Ósk Björnsdóttir Diego, Birkir Eiðsson, Dalrós Líf Ólafsdóttir, Elfar Franz Birgisson, Eyrún Birta Þrastardóttir, Felix Magnússon, Hrannar Halldórsson Bachman, Karen Sól Káradóttir, Kristjana Guðmundsdóttir, Laufey María Villhelmsdóttir, Matthildur Inga Samúelsdóttir, Nikola Colic, Róbert Alexander Erwin, Sveinbjörn Benedikt Eggertsson og Þórey Ísafold Magnúsdóttir. Útskriftarnemendur standa fyrir ráðstefnu sem hefur yfirskriftina Við viljum mennta okkur! þann 10. maí klukkan 14.00-17.00 á Litla-Torgi á Háskólatorgi. Við hvetjum öll áhugasöm til að mæta! Útskriftarnemendur úr starfstengdu diplómanámi.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun