Seðlabankinn spáir aukinni verðbólgu og hvetur til hófsamra kjarasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2022 19:21 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir kaupmátt ekki verða tryggðan með miklum krónutöluhækkunum launa. Allir verði að sameinast um aðgerðir til að lækka verðbólguna og tryggja þannig aukinn kaupmátt. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri reiknar með að verðbólga aukist á næstu mánuðum og þar með eigi meginvextir bankans eftir að hækka enn frekar eftir eins prósentustiga hækkun þeirra í dag. Mikið velti á að allir sameinist gegn verðbólgunni og einblínt verði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í morgun. Hækkunin mun meðal annars leiða til hækkunar húsnæðislánavaxta viðskiptabankanna og þar með greiðslubyrði heimilanna af þeim. Þegar vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum fóru vextirnir úr 4,5 prósentum í fjögur prósent í maí 2019. Þeir lækkuðu síðan hratt og urðu lægstir 0,75 prósent í nóvember 2020 þegar kórónuveirufaraldurinn hafi geisað í níu mánuði. Fyrir nákvæmlega ári tóku vextirnir að hækka á ný þar til þeir voru komnir í 2,75 prósent í byrjun febrúar á þessu ári og í dag voru þeir hækkaðir um eitt prósentustig upp í 3,75 prósent. Kristján Jónsson Enn og aftur eins og undanfarin misseri spáir Seðlabankinn versnandi efnahagshorfum og þar með verðbólguhorfum. Verðbólgan eigi eftir að hækka á næsta ársfjórðungi og þar með vextirnir. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn er nánast liðinn segir seðlabankastjóri að stríðið í Úkraínu valdi enn frekari verðhækkunum á hrávöru í útlöndum sem valdi verðhækkunum hér á landi. Verðbólga mælist nú 7,2 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er svartsýnn á framhaldið og bankinn spáir því að verðbólgan fari yfir átta prósentin á næsta ársfjórðungi. „Það er ástæðan fyrir því að við hækkum verðbólguspána núna. Við óttumst að á næstu mánuðum munum við sjá aukna innflutta verðbólgu sem muni hækka verðbólgustigið. Það bætist síðan við aðra þætti sem hafa verið að hækka hér innanlands eins og hækkun fasteignaverðs, verð þjónustu og fleira,“ segir Ásgeir. Það sé ekki rétt mat hjá ýmsum forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar að hækkun vaxta kyndi undir verðbólgunni þótt hann skilji áhyggjur þeirra af stöðunni. Nú þurfi allir; Seðlabankinn, ríkið og aðilar vinnumarkaðarins aðleggjast á eitt til að vinna gegn verðbólgunni. „Það er mjög mikilvægt að við náum að mynda stöðugan grunn fyrir kjarasamninga. Að við náum að halda áfram þeirri stefnu sem er búin er að vera, um langtíma aukningu kaupmáttar og stöðugleika. Þannig að heimilin geti reiknað með að fá aukinn kaupmátt með jöfnum og þéttum hætti. Ekki upp og niður eins og hefur alltaf verið hér,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51 Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4. maí 2022 09:21 Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í morgun. Hækkunin mun meðal annars leiða til hækkunar húsnæðislánavaxta viðskiptabankanna og þar með greiðslubyrði heimilanna af þeim. Þegar vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum fóru vextirnir úr 4,5 prósentum í fjögur prósent í maí 2019. Þeir lækkuðu síðan hratt og urðu lægstir 0,75 prósent í nóvember 2020 þegar kórónuveirufaraldurinn hafi geisað í níu mánuði. Fyrir nákvæmlega ári tóku vextirnir að hækka á ný þar til þeir voru komnir í 2,75 prósent í byrjun febrúar á þessu ári og í dag voru þeir hækkaðir um eitt prósentustig upp í 3,75 prósent. Kristján Jónsson Enn og aftur eins og undanfarin misseri spáir Seðlabankinn versnandi efnahagshorfum og þar með verðbólguhorfum. Verðbólgan eigi eftir að hækka á næsta ársfjórðungi og þar með vextirnir. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn er nánast liðinn segir seðlabankastjóri að stríðið í Úkraínu valdi enn frekari verðhækkunum á hrávöru í útlöndum sem valdi verðhækkunum hér á landi. Verðbólga mælist nú 7,2 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er svartsýnn á framhaldið og bankinn spáir því að verðbólgan fari yfir átta prósentin á næsta ársfjórðungi. „Það er ástæðan fyrir því að við hækkum verðbólguspána núna. Við óttumst að á næstu mánuðum munum við sjá aukna innflutta verðbólgu sem muni hækka verðbólgustigið. Það bætist síðan við aðra þætti sem hafa verið að hækka hér innanlands eins og hækkun fasteignaverðs, verð þjónustu og fleira,“ segir Ásgeir. Það sé ekki rétt mat hjá ýmsum forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar að hækkun vaxta kyndi undir verðbólgunni þótt hann skilji áhyggjur þeirra af stöðunni. Nú þurfi allir; Seðlabankinn, ríkið og aðilar vinnumarkaðarins aðleggjast á eitt til að vinna gegn verðbólgunni. „Það er mjög mikilvægt að við náum að mynda stöðugan grunn fyrir kjarasamninga. Að við náum að halda áfram þeirri stefnu sem er búin er að vera, um langtíma aukningu kaupmáttar og stöðugleika. Þannig að heimilin geti reiknað með að fá aukinn kaupmátt með jöfnum og þéttum hætti. Ekki upp og niður eins og hefur alltaf verið hér,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51 Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4. maí 2022 09:21 Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51
Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4. maí 2022 09:21
Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28