Þegar björgunarskipið siglir fram hjá Helga Þórðardóttir og Kolbrún Baldursdóttir skrifa 5. maí 2022 07:31 Eitt af helstu baráttumálum Flokks fólksins er að útrýma biðlistum í borginni. Biðlistar eru rótgróið mein í Reykjavík. Aðeins hafa skitnar 140 milljónir verið settar til að stemma stigu við lengingu listanna sem hafa fimmfaldast á kjörtímabilinu. Um 1900 börn bíða nú eftir aðstoð fagaðila s.s. sálfræðinga og talmeinafræðinga hjá Skólaþjónustu borgarinnar. Covid faraldurinn leiddi til aukningar á tilvísunum til fagfólks skóla sem þyngdi enn frekar ástandið sem var slæmt fyrir. Tökum dæmi: Nú er tveggja ára bið í þroskamat hjá skólasálfræðingi hjá borginni sem kallast frumgreining. Liggi slík undurstöðugreining ekki fyrir er oft rennt algerlega blint í sjóinn með réttu viðbrögðin og úrræðin fyrir barnið. Tugir barna eru á þessum biðlista með sterkar vísbendingar um ADHD vanda. Dæmi eru um að börn séu útskrifuð úr grunnskóla þegar röðin kemur að þeim. Ekki þarf að spyrja um afleiðingarnar. Þessi mismunun og ójöfnuður hefur aukist á vakt Samfylkingar sem vill þó láta kalla sig jafnaðarmannaflokk. Sláandi dæmi um óréttlætið undir forystu Samfylkingar er að á meðan börn efnaminna fólks og fátækra foreldra bíða mánuðum og árum saman eftir að fá þörfum sínum og vanda mætt, geta efnameiri foreldrar farið með barn sitt á einkarekna stofu. Kostnaður við skimun og greiningu hleypur á 200 þúsundum og viðtal hjá sálfræðingi út í bæ kostar um 20.000 kr. Biðlistar drepa Til þess að hægt sé að halda úti hugmyndafræðinni „skóla án aðgreiningar“ svo að sómi sé að, duga ekki orð heldur verður fjármagn að fylgja. Annars er einfaldlega ekki hægt að ráða fagfólk til að sinna mismunandi þörfum barna. Þess vegna er stoðþjónusta og önnur sértæk þjónusta við börn ófullnægjandi í Reykjavík. Auk þess eru börn af erlendum uppruna, sem eru útsettur hópur vegna tungumálaerfiðleika, á biðlista eftir að komast í íslenskuver. Sýndarmennskan sem felst í því að ætla kennurum að uppfylla drauma stjórnmálamanna um „skóla án aðgreiningar“í fjársveltu skólakerfi er svo skaðleg gagnvart foreldrum og börnum sem gera sér væntingar um allt annað. Bið eftir nauðsynlegri fagþjónustu getur valdið óbætanlegu tjóni fyrir viðkvæma einstaklinga og getur hreinlega kostað líf. Meðan börnin bíða siglir björgunarskipið framhjá og þau svamla í ísköldum sjónum bjargarlaus. Barnasáttmálinn Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur ekki enn verið innleiddur í Reykjavík. Nýlega lagði Flokkur fólksins til að skipaður verði stýrihópur sem leggi mat á hvað þurfi til til að Reykjavík geti farið í innleiðingaferli á Barnasáttmálanum líkt og gert var í Kópavogi. Tillögunni var vísað til borgarráðs þar sem hún er enn óafgreidd. Mörgum tugum mála, sem Flokkur fólksins hefur lagt fram á tímabilinu, hefur ýmist verið vísað frá eða þau felld. En er fjölda tillagna og fyrirspurna ósvarað. Fái Flokkur fólksins umboð kjósanda í komandi borgarstjórnarkosningum verður hans fyrsta verk að útdeila fjármagni borgarsjóðs í að bæta þjónustu og vinna niður biðlista Skólaþjónustunnar. Skortur á fjármagni er ekki vandamálið heldur hvernig því er dreift til verkefna, sumra fjárfrekra sem geta beðið betri tíma. Taka þarf á bruðli og sóun sem víða má finna í borgarkerfinu. Það hefur þanist út einna helst í miðlægri stjórnsýslu og á þjónustu- og nýsköpunarsviði, borgarbúum að engu gagni. Flokkur fólksins hefur í fjögur ár barist með kjafti og klóm fyrir auknum lífsgæðum þeirra sem búa við skort og er tilbúinn að berjast áfram fái hann umboð borgarbúa. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Helga Þórðardóttir, varaþingmaður og kennari við Barnaspítala Hringsins, skipar 2. sætið á framboðslista Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningumKolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins og sálfræðingur, skipar 1. sætið á framboðslista Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Helga Þórðardóttir Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af helstu baráttumálum Flokks fólksins er að útrýma biðlistum í borginni. Biðlistar eru rótgróið mein í Reykjavík. Aðeins hafa skitnar 140 milljónir verið settar til að stemma stigu við lengingu listanna sem hafa fimmfaldast á kjörtímabilinu. Um 1900 börn bíða nú eftir aðstoð fagaðila s.s. sálfræðinga og talmeinafræðinga hjá Skólaþjónustu borgarinnar. Covid faraldurinn leiddi til aukningar á tilvísunum til fagfólks skóla sem þyngdi enn frekar ástandið sem var slæmt fyrir. Tökum dæmi: Nú er tveggja ára bið í þroskamat hjá skólasálfræðingi hjá borginni sem kallast frumgreining. Liggi slík undurstöðugreining ekki fyrir er oft rennt algerlega blint í sjóinn með réttu viðbrögðin og úrræðin fyrir barnið. Tugir barna eru á þessum biðlista með sterkar vísbendingar um ADHD vanda. Dæmi eru um að börn séu útskrifuð úr grunnskóla þegar röðin kemur að þeim. Ekki þarf að spyrja um afleiðingarnar. Þessi mismunun og ójöfnuður hefur aukist á vakt Samfylkingar sem vill þó láta kalla sig jafnaðarmannaflokk. Sláandi dæmi um óréttlætið undir forystu Samfylkingar er að á meðan börn efnaminna fólks og fátækra foreldra bíða mánuðum og árum saman eftir að fá þörfum sínum og vanda mætt, geta efnameiri foreldrar farið með barn sitt á einkarekna stofu. Kostnaður við skimun og greiningu hleypur á 200 þúsundum og viðtal hjá sálfræðingi út í bæ kostar um 20.000 kr. Biðlistar drepa Til þess að hægt sé að halda úti hugmyndafræðinni „skóla án aðgreiningar“ svo að sómi sé að, duga ekki orð heldur verður fjármagn að fylgja. Annars er einfaldlega ekki hægt að ráða fagfólk til að sinna mismunandi þörfum barna. Þess vegna er stoðþjónusta og önnur sértæk þjónusta við börn ófullnægjandi í Reykjavík. Auk þess eru börn af erlendum uppruna, sem eru útsettur hópur vegna tungumálaerfiðleika, á biðlista eftir að komast í íslenskuver. Sýndarmennskan sem felst í því að ætla kennurum að uppfylla drauma stjórnmálamanna um „skóla án aðgreiningar“í fjársveltu skólakerfi er svo skaðleg gagnvart foreldrum og börnum sem gera sér væntingar um allt annað. Bið eftir nauðsynlegri fagþjónustu getur valdið óbætanlegu tjóni fyrir viðkvæma einstaklinga og getur hreinlega kostað líf. Meðan börnin bíða siglir björgunarskipið framhjá og þau svamla í ísköldum sjónum bjargarlaus. Barnasáttmálinn Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur ekki enn verið innleiddur í Reykjavík. Nýlega lagði Flokkur fólksins til að skipaður verði stýrihópur sem leggi mat á hvað þurfi til til að Reykjavík geti farið í innleiðingaferli á Barnasáttmálanum líkt og gert var í Kópavogi. Tillögunni var vísað til borgarráðs þar sem hún er enn óafgreidd. Mörgum tugum mála, sem Flokkur fólksins hefur lagt fram á tímabilinu, hefur ýmist verið vísað frá eða þau felld. En er fjölda tillagna og fyrirspurna ósvarað. Fái Flokkur fólksins umboð kjósanda í komandi borgarstjórnarkosningum verður hans fyrsta verk að útdeila fjármagni borgarsjóðs í að bæta þjónustu og vinna niður biðlista Skólaþjónustunnar. Skortur á fjármagni er ekki vandamálið heldur hvernig því er dreift til verkefna, sumra fjárfrekra sem geta beðið betri tíma. Taka þarf á bruðli og sóun sem víða má finna í borgarkerfinu. Það hefur þanist út einna helst í miðlægri stjórnsýslu og á þjónustu- og nýsköpunarsviði, borgarbúum að engu gagni. Flokkur fólksins hefur í fjögur ár barist með kjafti og klóm fyrir auknum lífsgæðum þeirra sem búa við skort og er tilbúinn að berjast áfram fái hann umboð borgarbúa. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Helga Þórðardóttir, varaþingmaður og kennari við Barnaspítala Hringsins, skipar 2. sætið á framboðslista Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningumKolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins og sálfræðingur, skipar 1. sætið á framboðslista Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningum
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun