Lettlandsbryggja 1 Pawel Bartoszek skrifar 5. maí 2022 09:45 Í gær, 4. maí, voru 32 ár síðan Lettland lýsti yfir endurheimt sjálfstæðis. Það er því táknrænt að það var á þessum degi sem skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti að gefa þremur götum í nýja Ártúnshöfðahverfinu nöfn sem undirstrika vináttu Íslands og Eystarsaltsríkjanna. Norður af núverandi strandlengju við Sævarhöfða verður lítið síki. Gatan við síkið, sem verður fyrst og fremst ætluð gangandi mun fá heitið Eistlandsbryggja. Næstu tvær götur fyrir norðan munu fá heitin Lettlandsbryggja og Litháenbryggja. Þetta eru götur í þéttu borgarumhverfi þar sem gert er ráð fyrir verslunum og þjónustu á jarðhæð. Þær munu liggja skammt frá nýrri sundlaug sem verðu nyrst á nesinu og mun þjóna hverfinu öllu. Á fundi skipulagsráðs var jafnframt samþykkt að setja upp upplýsingaskilti á torginu á horni Túngötu og Garðastrætis sem nú hefur fengið nafnið Kænugarður. Þar er listaverkið Stuðningur sem er gjöf frá Lettum og hefur lengi haft mikla þýðingu fyrir tengsl landanna og samfélag Letta á Íslandi. Þessum tengslum verður nú gert hærra undir höfði. Í öllum þremur höfuðborgum Eystrarsaltsríkjanna erum götur og torg sem kennd eru við Ísland. Í Vilníus er að Íslandsstræti og Ríga og Tallin hafa Íslandstorg. Íslandstorgið í Ríga var líka fyrsta nafngjöf í þeirri borg sem vísaði til annars ríkis. Nú er rétt að endurgjalda þennan þakklætisvott. Þetta er söguleg stund. Aldrei áður hafa götur í Reykjavík verið nefndar eftir öðrum löndum. Það fer einkar vel á því að Eystarsaltsríki brjóti þar ísinn. Samstarf okkar er þétt. Og vináttuböndin sterk og varanleg. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Eistland Lettland Litháen Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Reykjavík Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gær, 4. maí, voru 32 ár síðan Lettland lýsti yfir endurheimt sjálfstæðis. Það er því táknrænt að það var á þessum degi sem skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti að gefa þremur götum í nýja Ártúnshöfðahverfinu nöfn sem undirstrika vináttu Íslands og Eystarsaltsríkjanna. Norður af núverandi strandlengju við Sævarhöfða verður lítið síki. Gatan við síkið, sem verður fyrst og fremst ætluð gangandi mun fá heitið Eistlandsbryggja. Næstu tvær götur fyrir norðan munu fá heitin Lettlandsbryggja og Litháenbryggja. Þetta eru götur í þéttu borgarumhverfi þar sem gert er ráð fyrir verslunum og þjónustu á jarðhæð. Þær munu liggja skammt frá nýrri sundlaug sem verðu nyrst á nesinu og mun þjóna hverfinu öllu. Á fundi skipulagsráðs var jafnframt samþykkt að setja upp upplýsingaskilti á torginu á horni Túngötu og Garðastrætis sem nú hefur fengið nafnið Kænugarður. Þar er listaverkið Stuðningur sem er gjöf frá Lettum og hefur lengi haft mikla þýðingu fyrir tengsl landanna og samfélag Letta á Íslandi. Þessum tengslum verður nú gert hærra undir höfði. Í öllum þremur höfuðborgum Eystrarsaltsríkjanna erum götur og torg sem kennd eru við Ísland. Í Vilníus er að Íslandsstræti og Ríga og Tallin hafa Íslandstorg. Íslandstorgið í Ríga var líka fyrsta nafngjöf í þeirri borg sem vísaði til annars ríkis. Nú er rétt að endurgjalda þennan þakklætisvott. Þetta er söguleg stund. Aldrei áður hafa götur í Reykjavík verið nefndar eftir öðrum löndum. Það fer einkar vel á því að Eystarsaltsríki brjóti þar ísinn. Samstarf okkar er þétt. Og vináttuböndin sterk og varanleg. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar