Gjaldfrjálsir leikskólar – aukinn jöfnuður Bjarney Bjarnadóttir skrifar 5. maí 2022 13:15 Eitt mikilvægasta stefnumál Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru gjaldfrjálsir leikskólar. Menntastofnanir eru mikilvægustu grunnstoðir samfélagsins og okkar öflugasta verkfæri þegar kemur að auknum jöfnuði. Þar eiga öll börn að hafa jöfn tækifæri til náms og fá að njóta sín á eigin verðleikum í samfélagi við aðra. Leikskólinn er fyrsta skólastigið lögum samkvæmt. Þrátt fyrir að ekki sé skólaskylda á leikskólastigi þá skýtur það skökku við að leikskólar séu ekki gjaldfrjálsir líkt og grunnskólarnir. Tryggjum félagslegt réttlæti fyrir börn Við mannfólkið fæðumst ekki með jöfn tækifæri í lífinu. Strax við fæðingu er okkur mismunað eftir búsetu, fjárhagsstöðu og öðrum aðstæðum foreldra. Talið er að nú búi um 10.000 börn við fátækt á Íslandi. Þetta eru börnin sem fara svöng að sofa. Þetta eru börnin sem fara ekki í afmæli hjá skólafélögum því það er ekki til peningur til að gefa gjöf eða á aðrar skemmtanir sem kosta. Og þetta eru börnin sem eru ólíklegri en önnur börn til að fara í leikskóla og missa þar með af dýrmætu tækifæri til að umgangast jafnaldra og efla þannig tengsl og félagsþroska. Auk annars náms sem fram fer í faglegu starfi leikskólanna á hverjum degi. Mennta- og velferðarkerfið eru helstu tæki jöfnunar og félagslegs réttlætis fyrir börn. Að gefa öllum börnum tækifæri til að sækja leikskóla er því stórt skref í átt að auknum jöfnuði. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn Fólk á barneignaraldri er oft á þeim stað í lífinu að þau eru að koma sér þaki yfir höfuðið og að byrja að fóta sig í atvinnulífinu. Auk þess er þetta oft á tíðum sá hópur sem hefur lægstar tekjur. Á sama tíma er þetta sá tími í lífi barna þegar gæðastundir með foreldrum eru hvað mikilvægastar. Að samfélagið taki höndum saman og styðji við barnafjölskyldur með því að minnka þennan útgjaldalið mun skapa svigrúm til aukinnar samveru foreldra og barna. Það mun skila sér margfalt til baka til samfélagsins þegar fram líða stundir. Setjum börnin efst í forgangsröðina Eins og áður sagði er það stefna okkar að hafa gjaldfrjálsa leikskóla í Borgarbyggð og er stefnt að því að gera það í áföngum.Ætlunin er að taka fyrsta skrefið í átt að því markmiði með því að fella niður leikskólagjöld fyrir fjögurra klukkustunda dvöl, frá og með 1. janúar 2024. Í dag eru hlutur foreldra um 68 – 70 milljónir á ári. Vel er hægt að standa undir þessum kostnaði með fyrirsjáanlegum hækkunum á tekjuliðum Borgarbyggðar, sem og með forgangsröðum verkefna sem sátt mun ríkja um. Þar ættu málefni barna að vera efst í forgangsröðinni. Setjum X við A Það er ekki nóg að innleiða stefnur sem líta vel út á pappír. Með því að setja X við A í komandi sveitarstjórnarkosningum er tekið stórt skref í málefnum barna. Það er okkar markmið að Borgarbyggð verði framarlega í flokki þegar kemur að fjölskylduvænu samfélagi, ekki bara í orði heldur líka á borði. Höfundur er oddiviti sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta stefnumál Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru gjaldfrjálsir leikskólar. Menntastofnanir eru mikilvægustu grunnstoðir samfélagsins og okkar öflugasta verkfæri þegar kemur að auknum jöfnuði. Þar eiga öll börn að hafa jöfn tækifæri til náms og fá að njóta sín á eigin verðleikum í samfélagi við aðra. Leikskólinn er fyrsta skólastigið lögum samkvæmt. Þrátt fyrir að ekki sé skólaskylda á leikskólastigi þá skýtur það skökku við að leikskólar séu ekki gjaldfrjálsir líkt og grunnskólarnir. Tryggjum félagslegt réttlæti fyrir börn Við mannfólkið fæðumst ekki með jöfn tækifæri í lífinu. Strax við fæðingu er okkur mismunað eftir búsetu, fjárhagsstöðu og öðrum aðstæðum foreldra. Talið er að nú búi um 10.000 börn við fátækt á Íslandi. Þetta eru börnin sem fara svöng að sofa. Þetta eru börnin sem fara ekki í afmæli hjá skólafélögum því það er ekki til peningur til að gefa gjöf eða á aðrar skemmtanir sem kosta. Og þetta eru börnin sem eru ólíklegri en önnur börn til að fara í leikskóla og missa þar með af dýrmætu tækifæri til að umgangast jafnaldra og efla þannig tengsl og félagsþroska. Auk annars náms sem fram fer í faglegu starfi leikskólanna á hverjum degi. Mennta- og velferðarkerfið eru helstu tæki jöfnunar og félagslegs réttlætis fyrir börn. Að gefa öllum börnum tækifæri til að sækja leikskóla er því stórt skref í átt að auknum jöfnuði. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn Fólk á barneignaraldri er oft á þeim stað í lífinu að þau eru að koma sér þaki yfir höfuðið og að byrja að fóta sig í atvinnulífinu. Auk þess er þetta oft á tíðum sá hópur sem hefur lægstar tekjur. Á sama tíma er þetta sá tími í lífi barna þegar gæðastundir með foreldrum eru hvað mikilvægastar. Að samfélagið taki höndum saman og styðji við barnafjölskyldur með því að minnka þennan útgjaldalið mun skapa svigrúm til aukinnar samveru foreldra og barna. Það mun skila sér margfalt til baka til samfélagsins þegar fram líða stundir. Setjum börnin efst í forgangsröðina Eins og áður sagði er það stefna okkar að hafa gjaldfrjálsa leikskóla í Borgarbyggð og er stefnt að því að gera það í áföngum.Ætlunin er að taka fyrsta skrefið í átt að því markmiði með því að fella niður leikskólagjöld fyrir fjögurra klukkustunda dvöl, frá og með 1. janúar 2024. Í dag eru hlutur foreldra um 68 – 70 milljónir á ári. Vel er hægt að standa undir þessum kostnaði með fyrirsjáanlegum hækkunum á tekjuliðum Borgarbyggðar, sem og með forgangsröðum verkefna sem sátt mun ríkja um. Þar ættu málefni barna að vera efst í forgangsröðinni. Setjum X við A Það er ekki nóg að innleiða stefnur sem líta vel út á pappír. Með því að setja X við A í komandi sveitarstjórnarkosningum er tekið stórt skref í málefnum barna. Það er okkar markmið að Borgarbyggð verði framarlega í flokki þegar kemur að fjölskylduvænu samfélagi, ekki bara í orði heldur líka á borði. Höfundur er oddiviti sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun