Einn milljarður í frístundarstyrki og sérstakan sjóð fyrir hvert hverfi Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 6. maí 2022 08:16 Skipulagt íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni er ein besta forvörn sem til er. Þetta vita foreldrar og aðstandendur barna enda ekkert eins dýrmætt þegar ungviðið finnur sína fjöl í skipulögðu frístundastarfi. Þátttaka er góð leið til að tilheyra samfélaginu fyrir alla en sérstaklega fyrir börn af erlendum uppruna og foreldra þeirra. Þátttakan styrkir samskipti og myndun félagslegra tengsla við aðra krakka, börn verða hluti af stærri og fjölbreyttari vinahópi og mynda stærra tengslanet. Við viljum öll tilheyra hópi, vera virkir samfélagsþegnar og vaxa í umhverfi sem okkur líður vel. Þess vegna er svo mikilvægt að öll börn fái tækifæri til þátttöku óháð uppruna, félagslegri stöðu og tekjum foreldra. Á árinu 2021 var um 991 milljón króna ráðstafað í frístundastyrki barna í borginni á aldrinum sex til átján ára. Rúmlega 693 milljónir, eða 70 prósent af heildar upphæðinni, voru greiddar til 161 félaga sem skiptast í frístund, íþróttir, lista og menningarstarfsemi, líkamsrækt og annað. Mesta nýtingin er fram að tólf ára aldri en svo línulega dregur úr þátttöku barna og ungmenna til átján ára aldurs. Þetta þýðir líka að 30 prósent var óráðstafað eða um 297 milljónir króna sem ekki voru nýttir eða voru nýttir að hluta. Gott er til þess að vita að 75 prósent barna í borginni nýttu frístundastyrkinn á síðasta ári en það þýðir líka að um 25 prósent barna í borginni nýttu hann ekki. Þar vill Samfylkingin jafna leikinn. Frístundastyrkir hækkaðir í 75 þúsund Það var Samfylkingin í Hafnarfirði sem tók fyrst upp frístundastyrk til barna. Styrkurinn var hugsaður til að til að tryggja börnum og ungmennum möguleika á að taka þátt í frístundarstarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Samkomutakmarkanir síðustu tveggja ára hafa dregið úr félagslegri þátttöku beggja kynja og þá sérstaklega stúlkna. Þar liggja sóknarfærin. Samfylkingin vill betri borg fyrir börn. Við ætlum að hækka frístundastyrkinn í 75 þúsund krónur og 100 þúsund fyrir tekjulægri fjölskyldur. Þannig jöfnum við tækifærin fyrir börnin í borginni enn betur. Hærri frístundastyrkur er ein leið í því. Nýr stuðnings- og styrktarsjóður, sem við í Samfylkingunni viljum koma á fyrir öll hverfi borgarinnar, mun fá þetta vannýtta fé frístundakortsins með að markmiði að auka tækifæri og möguleika fleiri barna og fjölskyldna þeirra innan hverfanna. Góð reynsla í Breiðholti Samfylkingin setti í stefnu sína fyrir kosningarnar 2018 að safna saman í svona sjóð vannýttu fjármagni frístundakortsins, sem héldist innan hverfisins. Góð reynsla er af sjóði sem settur var á laggirnar í Breiðholti til stuðnings við þátttöku verkefnið - Frístundir í Breiðholti. Sjóðnum þar er ætlað að koma til móts við viðbótarkostnað sem kann að falla til í viðburðum, kaupum eða leigu á búnaði, þeim umfram kostnaði sem getur skapast vegna þátttöku barna og ungmenna í frístundum. Nú teljum við tímabært að sambærilegur sjóður verði innleiddur í öll hverfi borgarinnar til að styðja við börn innan hverfisins til að auka þátttöku þeirra. Betri borg fyrir börn Við í Samfylkingunni vitum að fjárhagslegar skorður geta hindrað þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Við viljum jafna leikinn - jafna tækifærin. Fáum við skýrt umboð frá borgarbúum í kosningunum 14. maí nk munum við áfram forgangsraða í þágu barna enda ekkert eins mikilvægara og að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til þátttöku þannig sköpum við betri borg fyrir börn. Setjum X- við S þann 14. maí 2022. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, búsett í Breiðholti og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Íþróttir barna Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Skipulagt íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni er ein besta forvörn sem til er. Þetta vita foreldrar og aðstandendur barna enda ekkert eins dýrmætt þegar ungviðið finnur sína fjöl í skipulögðu frístundastarfi. Þátttaka er góð leið til að tilheyra samfélaginu fyrir alla en sérstaklega fyrir börn af erlendum uppruna og foreldra þeirra. Þátttakan styrkir samskipti og myndun félagslegra tengsla við aðra krakka, börn verða hluti af stærri og fjölbreyttari vinahópi og mynda stærra tengslanet. Við viljum öll tilheyra hópi, vera virkir samfélagsþegnar og vaxa í umhverfi sem okkur líður vel. Þess vegna er svo mikilvægt að öll börn fái tækifæri til þátttöku óháð uppruna, félagslegri stöðu og tekjum foreldra. Á árinu 2021 var um 991 milljón króna ráðstafað í frístundastyrki barna í borginni á aldrinum sex til átján ára. Rúmlega 693 milljónir, eða 70 prósent af heildar upphæðinni, voru greiddar til 161 félaga sem skiptast í frístund, íþróttir, lista og menningarstarfsemi, líkamsrækt og annað. Mesta nýtingin er fram að tólf ára aldri en svo línulega dregur úr þátttöku barna og ungmenna til átján ára aldurs. Þetta þýðir líka að 30 prósent var óráðstafað eða um 297 milljónir króna sem ekki voru nýttir eða voru nýttir að hluta. Gott er til þess að vita að 75 prósent barna í borginni nýttu frístundastyrkinn á síðasta ári en það þýðir líka að um 25 prósent barna í borginni nýttu hann ekki. Þar vill Samfylkingin jafna leikinn. Frístundastyrkir hækkaðir í 75 þúsund Það var Samfylkingin í Hafnarfirði sem tók fyrst upp frístundastyrk til barna. Styrkurinn var hugsaður til að til að tryggja börnum og ungmennum möguleika á að taka þátt í frístundarstarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Samkomutakmarkanir síðustu tveggja ára hafa dregið úr félagslegri þátttöku beggja kynja og þá sérstaklega stúlkna. Þar liggja sóknarfærin. Samfylkingin vill betri borg fyrir börn. Við ætlum að hækka frístundastyrkinn í 75 þúsund krónur og 100 þúsund fyrir tekjulægri fjölskyldur. Þannig jöfnum við tækifærin fyrir börnin í borginni enn betur. Hærri frístundastyrkur er ein leið í því. Nýr stuðnings- og styrktarsjóður, sem við í Samfylkingunni viljum koma á fyrir öll hverfi borgarinnar, mun fá þetta vannýtta fé frístundakortsins með að markmiði að auka tækifæri og möguleika fleiri barna og fjölskyldna þeirra innan hverfanna. Góð reynsla í Breiðholti Samfylkingin setti í stefnu sína fyrir kosningarnar 2018 að safna saman í svona sjóð vannýttu fjármagni frístundakortsins, sem héldist innan hverfisins. Góð reynsla er af sjóði sem settur var á laggirnar í Breiðholti til stuðnings við þátttöku verkefnið - Frístundir í Breiðholti. Sjóðnum þar er ætlað að koma til móts við viðbótarkostnað sem kann að falla til í viðburðum, kaupum eða leigu á búnaði, þeim umfram kostnaði sem getur skapast vegna þátttöku barna og ungmenna í frístundum. Nú teljum við tímabært að sambærilegur sjóður verði innleiddur í öll hverfi borgarinnar til að styðja við börn innan hverfisins til að auka þátttöku þeirra. Betri borg fyrir börn Við í Samfylkingunni vitum að fjárhagslegar skorður geta hindrað þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Við viljum jafna leikinn - jafna tækifærin. Fáum við skýrt umboð frá borgarbúum í kosningunum 14. maí nk munum við áfram forgangsraða í þágu barna enda ekkert eins mikilvægara og að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til þátttöku þannig sköpum við betri borg fyrir börn. Setjum X- við S þann 14. maí 2022. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, búsett í Breiðholti og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun