Segir það frábæra hugmynd Trumps að kaupa Grænland Kristján Már Unnarsson skrifar 7. maí 2022 07:59 Carla Sands og Kim Kielsen í sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn árið 2019 að skoða kort af norðurslóðum. Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku. Carla Sands, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, hefur opinberlega hrósað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir að hafa viljað kaupa Grænland. Hugmynd Trumps hafi verið frábær þar sem Danir hafi hvorki efni á að byggja upp Grænland né getu til að verja það. Carla Sands sækist núna eftir útnefningu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins til sætis öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir Pennsylvaníuríki. Í kappræðum, sem sjónvarpað var frá Pittsburgh síðastliðið miðvikudagskvöld, spurði hinn þekkti þáttastjórnandi, Greta van Susteren, hvað henni fyndist um hugmynd Trumps að kaupa Grænland: „Mér fannst þetta frábær hugmynd, því hann er samningamaður. Og við vitum að Danmörk hefur hvorki efni á að byggja upp né verja Grænland,“ svaraði Carla Sands, en Sermitsiaq fjallar um málið og vitnar í The Daily Beast. Carla Sands var áður kunn sjónvarps- og kvikmyndaleikkona, meðal annars úr sápuóperunni Glæstum vonum eða The Bold and the Beautiful. Þessi forríka ekkja var einnig rausnarlegur stuðningsmaður kosningasjóða Trumps. Carla Sands á fjarfundi með Kim Kielsen haustið 2020 þegar nýr samningur um Thule-herstöðina var gerður.Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku. Í sendiherratíð sinni lagði Carla Sands sig sérstaklega fram um að efla tengsl Bandaríkjamanna og Grænlendinga, og raunar einnig Færeyinga, bæði með heimsóknum sem og með persónulegum tengslum. Þannig bauð hún Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, í heimsókn á heimili sitt í sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn. Carla Sands sýnir Kim Kielsen garðinn við bandaríska sendiherrabústaðinn í Kaupmannahöfn sumarið 2019.Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku Ósk Trumps um að fá að kaupa þetta næsta nágrannaland Íslands fyrir þremur árum vakti heimsathygli og Grænland fékk fyrir vikið meiri umfjöllun í fjölmiðlum heimsins en nokkru sinni fyrr. Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, sagði tilboð Trumps hins vegar fáránlegt, sem varð til þess að Trump móðgaðist og aflýsti heimsókn sinni til Danmerkur með skömmum fyrirvara. Kim Kielsen var um sama leyti staddur í Reykjavík á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna og svona svaraði hann Stöð 2 um ósk Trumps: Hér má sjá þegar Trump staðfesti áhuga sinn á að kaupa Grænland: Grænland Danmörk Donald Trump Norðurslóðir Tengdar fréttir Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn í vikunni um Thule-herstöðina, eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist. 1. nóvember 2020 08:14 Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Færeyjar og Bandaríkin treysta vinasamstarfið Færeyjar og Bandaríkin hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu sem mótar ramma að auknu samstarfi landanna. Grunnurinn var lagður á fundi Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með forystumönnum Færeyja og Grænlands í Kaupmannahöfn síðastliðið sumar. 14. nóvember 2020 14:26 Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Skrifstofan verður opnuð á þessu ári en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. 26. apríl 2020 08:32 Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10 Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05 Sápuóperustjarna úr Glæstum vonum næsti sendiherra Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt fjárfestingastjórann Carla Sands sem næsta sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku. 8. september 2017 10:35 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Carla Sands sækist núna eftir útnefningu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins til sætis öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir Pennsylvaníuríki. Í kappræðum, sem sjónvarpað var frá Pittsburgh síðastliðið miðvikudagskvöld, spurði hinn þekkti þáttastjórnandi, Greta van Susteren, hvað henni fyndist um hugmynd Trumps að kaupa Grænland: „Mér fannst þetta frábær hugmynd, því hann er samningamaður. Og við vitum að Danmörk hefur hvorki efni á að byggja upp né verja Grænland,“ svaraði Carla Sands, en Sermitsiaq fjallar um málið og vitnar í The Daily Beast. Carla Sands var áður kunn sjónvarps- og kvikmyndaleikkona, meðal annars úr sápuóperunni Glæstum vonum eða The Bold and the Beautiful. Þessi forríka ekkja var einnig rausnarlegur stuðningsmaður kosningasjóða Trumps. Carla Sands á fjarfundi með Kim Kielsen haustið 2020 þegar nýr samningur um Thule-herstöðina var gerður.Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku. Í sendiherratíð sinni lagði Carla Sands sig sérstaklega fram um að efla tengsl Bandaríkjamanna og Grænlendinga, og raunar einnig Færeyinga, bæði með heimsóknum sem og með persónulegum tengslum. Þannig bauð hún Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, í heimsókn á heimili sitt í sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn. Carla Sands sýnir Kim Kielsen garðinn við bandaríska sendiherrabústaðinn í Kaupmannahöfn sumarið 2019.Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku Ósk Trumps um að fá að kaupa þetta næsta nágrannaland Íslands fyrir þremur árum vakti heimsathygli og Grænland fékk fyrir vikið meiri umfjöllun í fjölmiðlum heimsins en nokkru sinni fyrr. Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, sagði tilboð Trumps hins vegar fáránlegt, sem varð til þess að Trump móðgaðist og aflýsti heimsókn sinni til Danmerkur með skömmum fyrirvara. Kim Kielsen var um sama leyti staddur í Reykjavík á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna og svona svaraði hann Stöð 2 um ósk Trumps: Hér má sjá þegar Trump staðfesti áhuga sinn á að kaupa Grænland:
Grænland Danmörk Donald Trump Norðurslóðir Tengdar fréttir Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn í vikunni um Thule-herstöðina, eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist. 1. nóvember 2020 08:14 Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Færeyjar og Bandaríkin treysta vinasamstarfið Færeyjar og Bandaríkin hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu sem mótar ramma að auknu samstarfi landanna. Grunnurinn var lagður á fundi Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með forystumönnum Færeyja og Grænlands í Kaupmannahöfn síðastliðið sumar. 14. nóvember 2020 14:26 Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Skrifstofan verður opnuð á þessu ári en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. 26. apríl 2020 08:32 Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10 Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05 Sápuóperustjarna úr Glæstum vonum næsti sendiherra Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt fjárfestingastjórann Carla Sands sem næsta sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku. 8. september 2017 10:35 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn í vikunni um Thule-herstöðina, eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist. 1. nóvember 2020 08:14
Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21
Færeyjar og Bandaríkin treysta vinasamstarfið Færeyjar og Bandaríkin hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu sem mótar ramma að auknu samstarfi landanna. Grunnurinn var lagður á fundi Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með forystumönnum Færeyja og Grænlands í Kaupmannahöfn síðastliðið sumar. 14. nóvember 2020 14:26
Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Skrifstofan verður opnuð á þessu ári en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. 26. apríl 2020 08:32
Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10
Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10
Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05
Sápuóperustjarna úr Glæstum vonum næsti sendiherra Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt fjárfestingastjórann Carla Sands sem næsta sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku. 8. september 2017 10:35