Bandaríkin: Bönnuðum bókum fjölgar frá degi til dags Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 8. maí 2022 14:30 Leonid Eremeychuk / EyeEm Bókum, sem skólakerfið í Bandaríkjunum bannar í skólastofum og á bókasöfnum, fjölgar með ógnvænlegum hraða. Frá því í fyrrasumar og fram til þessa dags hafa að meðaltali fjórar bækur á dag verið bannaðar í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn syngi um land hinna frjálsu í þjóðsöng sínum, þá gildir það nú langt frá því á öllum sviðum. Eitt af því er til dæmis frelsi skólabarna til þess að lesa ákveðnar bækur innan veggja skólakerfisins. Á síðustu árum hefur bókum sem skólakerfið bannar í kennslustundum og á skólabókasöfnum fjölgað sem aldrei fyrr og foreldrar og samtök með hið mjög svo óþjála en þó mjög gegnsæja nafn Parents Against Bad Books in Schools klaga skóla ítrekað fyrir að heimila lestur hættulegra bóka. Nýjasta dæmið er bókin Everywhere Babies eftir Susan Meyers. Hún hefur nú verið bönnuð í Walton sýslu í Flórída, á þeim forsendum, segir höfundurinn, að í bókinni er mynd af tveimur körlum í faðmlögum. Það eru hins vegar ekki endilega slæmar fréttir fyrir rithöfundinn sjálfan að bækur hans eða hennar lendi á bannlista einstakra skóla. Bók Susan Meyers er til dæmis sem stendur efst á sölulista Amazon yfir barnabækur og bókin er uppseld í augnablikinu. Það má því kannski segja að rithöfundurinn græði en tjáningarfrelsið tapi. Banna fjóra bókatitla á dag Á tímabilinu frá 1. júlí í fyrra og fram til 31. mars á þessu ári voru 1.145 bækur bannaðar í skólum í Bandaríkjunum. Það eru að meðaltali fjórar bækur á dag. Bækurnar eru ýmist bannaðar í skólastofum eða á skólabókasöfnum og sums staðar á báðum stöðum. Flest bönnin hafa verið sett í Texas-ríki, þar á eftir koma Pennsylvanía og Flórída. Á meðal bóka sem eru á bannlistanum eru bókaserían Kafteinn Ofurbrók sem íslenskir lesendur þekkja giska vel, Mýs og menn, Að drepa hermikráku, Flugdrekahlauparinn, Saga þernunnar, Bjargvætturinn í grasinu, Dagbók Önnu Frank, 1984, Stikilsberja-Finnur og Hús andanna. Bókabrennur Breska blaðið The Guardian greindi nýlega frá því að í febrúar hefði prestur í Tennessee haldið bókabrennu þar sem bækurnar um Harry Potter voru á meðal þess hættulega efnis sem presturinn taldi nauðsynlegt að brenna, en bækurnar um galdradrenginn voru þær sem oftast og víðast voru bannaðar á fyrsta áratug þessarar aldar, þar sem þær þóttu hvetja börn til þess að leggja fyrir sig galdra og djöfladýrkun. Formaður Bandaríska bókasafnsfélagsins segir að að aldrei áður hafi félaginu borist eins margar kvartanir og kröfur um að tilteknir bókatitlar verði bannaðir. Stjórnmálamenn ganga hart fram Og stjórnmálamenn draga hvergi af sér í þessum efnum og blása eldi í glæðurnar af miklum þrótti. Ný lög voru til að mynda samþykkt í Flórída fyrir rúmum mánuði, sem bannar umræðu um kynhneigð og -vitund á leikskólastiginu og á yngri stigum grunnskólans. Andstæðingar laganna kalla þau ”Don´t say Gay”-lögin. Það má segja að baráttan sé stunduð bæði frá hægri og vinstri, en þó eru Repúblikanar heldur herskárri. Og stjórnmálamenn hika ekki við að nota bannfæringar bóka sér til framdráttar. Fyrir hálfu ári hélt frambjóðandi Repúblikana til ríkisstjóraembættisins í Virginíu mikið á lofti þörfinni fyrir að banna ákveðnar bækur í skólakerfinu í kosningabaráttunni. Og hann vann kosningarnar. Niels Bjerre-Poulsen, lektor í bandarískum fræðum við Háskóla Suður-Danmerkur, segir í samtali við danska ríkisútvarpið að margir stjórnmálamenn á hægri vængnum sjái sér hag í því að blása eldi í glæður menningarbaráttu sem í raun hafi staðið yfir í áratugi í Bandaríkjunum en hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga á valdatíma Donalds Trumps. Bandaríkin Menning Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn syngi um land hinna frjálsu í þjóðsöng sínum, þá gildir það nú langt frá því á öllum sviðum. Eitt af því er til dæmis frelsi skólabarna til þess að lesa ákveðnar bækur innan veggja skólakerfisins. Á síðustu árum hefur bókum sem skólakerfið bannar í kennslustundum og á skólabókasöfnum fjölgað sem aldrei fyrr og foreldrar og samtök með hið mjög svo óþjála en þó mjög gegnsæja nafn Parents Against Bad Books in Schools klaga skóla ítrekað fyrir að heimila lestur hættulegra bóka. Nýjasta dæmið er bókin Everywhere Babies eftir Susan Meyers. Hún hefur nú verið bönnuð í Walton sýslu í Flórída, á þeim forsendum, segir höfundurinn, að í bókinni er mynd af tveimur körlum í faðmlögum. Það eru hins vegar ekki endilega slæmar fréttir fyrir rithöfundinn sjálfan að bækur hans eða hennar lendi á bannlista einstakra skóla. Bók Susan Meyers er til dæmis sem stendur efst á sölulista Amazon yfir barnabækur og bókin er uppseld í augnablikinu. Það má því kannski segja að rithöfundurinn græði en tjáningarfrelsið tapi. Banna fjóra bókatitla á dag Á tímabilinu frá 1. júlí í fyrra og fram til 31. mars á þessu ári voru 1.145 bækur bannaðar í skólum í Bandaríkjunum. Það eru að meðaltali fjórar bækur á dag. Bækurnar eru ýmist bannaðar í skólastofum eða á skólabókasöfnum og sums staðar á báðum stöðum. Flest bönnin hafa verið sett í Texas-ríki, þar á eftir koma Pennsylvanía og Flórída. Á meðal bóka sem eru á bannlistanum eru bókaserían Kafteinn Ofurbrók sem íslenskir lesendur þekkja giska vel, Mýs og menn, Að drepa hermikráku, Flugdrekahlauparinn, Saga þernunnar, Bjargvætturinn í grasinu, Dagbók Önnu Frank, 1984, Stikilsberja-Finnur og Hús andanna. Bókabrennur Breska blaðið The Guardian greindi nýlega frá því að í febrúar hefði prestur í Tennessee haldið bókabrennu þar sem bækurnar um Harry Potter voru á meðal þess hættulega efnis sem presturinn taldi nauðsynlegt að brenna, en bækurnar um galdradrenginn voru þær sem oftast og víðast voru bannaðar á fyrsta áratug þessarar aldar, þar sem þær þóttu hvetja börn til þess að leggja fyrir sig galdra og djöfladýrkun. Formaður Bandaríska bókasafnsfélagsins segir að að aldrei áður hafi félaginu borist eins margar kvartanir og kröfur um að tilteknir bókatitlar verði bannaðir. Stjórnmálamenn ganga hart fram Og stjórnmálamenn draga hvergi af sér í þessum efnum og blása eldi í glæðurnar af miklum þrótti. Ný lög voru til að mynda samþykkt í Flórída fyrir rúmum mánuði, sem bannar umræðu um kynhneigð og -vitund á leikskólastiginu og á yngri stigum grunnskólans. Andstæðingar laganna kalla þau ”Don´t say Gay”-lögin. Það má segja að baráttan sé stunduð bæði frá hægri og vinstri, en þó eru Repúblikanar heldur herskárri. Og stjórnmálamenn hika ekki við að nota bannfæringar bóka sér til framdráttar. Fyrir hálfu ári hélt frambjóðandi Repúblikana til ríkisstjóraembættisins í Virginíu mikið á lofti þörfinni fyrir að banna ákveðnar bækur í skólakerfinu í kosningabaráttunni. Og hann vann kosningarnar. Niels Bjerre-Poulsen, lektor í bandarískum fræðum við Háskóla Suður-Danmerkur, segir í samtali við danska ríkisútvarpið að margir stjórnmálamenn á hægri vængnum sjái sér hag í því að blása eldi í glæður menningarbaráttu sem í raun hafi staðið yfir í áratugi í Bandaríkjunum en hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga á valdatíma Donalds Trumps.
Bandaríkin Menning Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira