Viðreisn vill skóla fyrir alla Karólína Helga Símonardóttir skrifar 7. maí 2022 15:30 Ítrekað hefur verið kallað eftir því, bæði frá foreldrum sem og skólastéttinni, að innan bæjarins sé aukinn metnaður í stefnu bæjarins á einstaklingsmiðuðu námi. Enn og aftur virðist það vefjast fyrir skólayfirvöldum hvernig eigi mögulega að snúa sér í þessari stefnu, með alla þessa flóru barna. Ég furða mig á því, verandi grunnskóla foreldri núna í samanlagt næstum 16 ár að við erum enn þá að reyna finna upp hjólið, meira en það, við erum að slökkva mun stærri elda en voru hérna þegar mitt elsta barn byrjaði sína skólagöngu. En hvað er hægt að gera? Um daginn spurði mig foreldri: „hvað ætlar pólitíkin að gera? Hvernig ætlið þið að mæta þörfum barnsins míns? Og allra hinna 24 nemendanna í kennslustofnunni?“. Ég skil spurninguna vel. Hér er ekki við kennara og starfsfólk skólanna að saka. Hér hefur vantað, í alltof langan tíma, metnaðarfulla framtíðarsýn í skólamálum. Það er ekki nóg að búa til stefnur og innleiða hugmyndir nema að því fylgi almennilegt fjármagn og stuðningur. Og markvissar aðgerðir. Við í Viðreisn Hafnarfirði ætlum að taka metnaðarfull skref í átt að því að skólar séu fyrir einstaklinga, að meginmarkmið á öllum skólastigum Hafnarfjarðar sé að efla sjálfsmynd einstaklinganna. Það er mikilvægt að börnunum okkar líði vel á þessum vinnustað sem þau eru föst á marga klukkutíma á dag. Veltu fyrir þér, ef þér hefur liðið illa á vinnustað; hvernig gekk þér í þeirri vinnu? Vellíðan barna er nauðsynleg til þess að þau geti raunverulega lært. Að líða vel og hafa gaman að námi ýtir undir áhuga og bætir árangur. Með þessu viljum við undirbúa forvitna, lífsglaða og sjálfsörugga einstaklinga sem hafa getu til að standa á eigin fótum, rýna sér til gagns og taka virkan þátt í lýðræðissamfélagi. Við ætlum að auka frelsi grunn- og leikskóla Hafnarfjarðar og draga úr miðstýringu. Við viljum færa valdið aftur inn í skólanna til stjórnenda og kennara. Eflum það frábæra fólk sem starfar innan skólakerfisins, búum til umgjörð þar sem það hefur meira rými til að gera það sem það gerir best; fræða og þroska börnin. Vellíðan þeirra er líka grundvöllur á árangursríkum skólum. Við viljum efla til muna stoðþjónustu leik- og grunnskóla þar sem höfuðáhersla verður lögð á snemmtæka íhlutun og ekki síður eftirfylgni. Við viljum að lagt sé fjármagn í það að fjölga stöðugildum innan skólanna til að styðja við skólastarfið, horft sé til þess að bæta inn fagmenntuðum iðju- og þroskaþjálfum, talmeinafræðingum sem og sálfræðingum. Meira frelsi, meiri Viðreisn Höfundur skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Viðreisn Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ítrekað hefur verið kallað eftir því, bæði frá foreldrum sem og skólastéttinni, að innan bæjarins sé aukinn metnaður í stefnu bæjarins á einstaklingsmiðuðu námi. Enn og aftur virðist það vefjast fyrir skólayfirvöldum hvernig eigi mögulega að snúa sér í þessari stefnu, með alla þessa flóru barna. Ég furða mig á því, verandi grunnskóla foreldri núna í samanlagt næstum 16 ár að við erum enn þá að reyna finna upp hjólið, meira en það, við erum að slökkva mun stærri elda en voru hérna þegar mitt elsta barn byrjaði sína skólagöngu. En hvað er hægt að gera? Um daginn spurði mig foreldri: „hvað ætlar pólitíkin að gera? Hvernig ætlið þið að mæta þörfum barnsins míns? Og allra hinna 24 nemendanna í kennslustofnunni?“. Ég skil spurninguna vel. Hér er ekki við kennara og starfsfólk skólanna að saka. Hér hefur vantað, í alltof langan tíma, metnaðarfulla framtíðarsýn í skólamálum. Það er ekki nóg að búa til stefnur og innleiða hugmyndir nema að því fylgi almennilegt fjármagn og stuðningur. Og markvissar aðgerðir. Við í Viðreisn Hafnarfirði ætlum að taka metnaðarfull skref í átt að því að skólar séu fyrir einstaklinga, að meginmarkmið á öllum skólastigum Hafnarfjarðar sé að efla sjálfsmynd einstaklinganna. Það er mikilvægt að börnunum okkar líði vel á þessum vinnustað sem þau eru föst á marga klukkutíma á dag. Veltu fyrir þér, ef þér hefur liðið illa á vinnustað; hvernig gekk þér í þeirri vinnu? Vellíðan barna er nauðsynleg til þess að þau geti raunverulega lært. Að líða vel og hafa gaman að námi ýtir undir áhuga og bætir árangur. Með þessu viljum við undirbúa forvitna, lífsglaða og sjálfsörugga einstaklinga sem hafa getu til að standa á eigin fótum, rýna sér til gagns og taka virkan þátt í lýðræðissamfélagi. Við ætlum að auka frelsi grunn- og leikskóla Hafnarfjarðar og draga úr miðstýringu. Við viljum færa valdið aftur inn í skólanna til stjórnenda og kennara. Eflum það frábæra fólk sem starfar innan skólakerfisins, búum til umgjörð þar sem það hefur meira rými til að gera það sem það gerir best; fræða og þroska börnin. Vellíðan þeirra er líka grundvöllur á árangursríkum skólum. Við viljum efla til muna stoðþjónustu leik- og grunnskóla þar sem höfuðáhersla verður lögð á snemmtæka íhlutun og ekki síður eftirfylgni. Við viljum að lagt sé fjármagn í það að fjölga stöðugildum innan skólanna til að styðja við skólastarfið, horft sé til þess að bæta inn fagmenntuðum iðju- og þroskaþjálfum, talmeinafræðingum sem og sálfræðingum. Meira frelsi, meiri Viðreisn Höfundur skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar