Flokkur fólksins útilokar ekki að setja tímabundið leiguþak Kolbrún Baldursdóttir og Helga Þórðardóttir skrifa 7. maí 2022 22:01 Við í Flokki fólksins skiljum vel þann alvarlega vanda sem leigjendur eru í. Á leigjendamarkaði er neyðarástand. Í raun má segja að sveitarfélögin uppfylli ekki 14. gr. laga um húsnæðismál. Flokkur fólksins vill efna til stórátaks í framboði á lóðum. Fái flokkurinn framgang í kosningum 14. maí munum við berjast fyrir því að byggt verði í hverfum þar sem nóg rými er og innviðir sem þola fjölgun íbúa. Sem dæmi eru einir 7 skólar í Grafarvogi sem geta bætt við nemendum. Flokkur fólksins telur að skoða þurfi alvarlega að brjóta land undir nýja byggð og gæti það t.d. orðið í suðurhlíðum Úlfarsfells og svæðinu austur af Úlfarsárdal. Reykjavík á nóg land undir lóðir og við í Flokki fólksins viljum nýta það og hafa lóðirnar á kostnaðarverði. Við viljum tryggja óhagnaðardrifnum íbúða- og leigufélögum aðgang aðhagkvæmum lóðumþannigað þau geti nýtt sér stofnfjárframlög ríkisins. Sú er því miður ekki raunin í dag. Með því að stórauka framboð á leiguíbúðum og búseturéttaríbúðum í húsnæðis-samvinnufélögum má draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði. Aukið framboð og aukin fjölbreytni á rekstrarformi dregur úr vægi fjárfesta og spákaupmanna á íbúðamarkaðnum. Hvað þýðir „óhagnaðardrifinn“ rekstur og hvernig tryggjum við sanngjarna húsaleigu? Óhagnaðardrifinn rekstur stendur undir kostnaði og ef einhver afgangur verður þá rennur hann til neytendanna en ekki til fjárfesta eða eigenda. Þannig myndi hagnaður í óhagnaðardrifnu leigufélagi nýtast til lækkunar húsaleigu. Sú hugmynd hefur verið rædd á meðal okkar í Flokki fólksins að lögfesta sams konar kröfur um greiðslumat vegna leigusamninga og gilda vegna lánasamninga. Þannig yrði tryggt að enginn þyrfti að búa við íþyngjandi húsnæðiskostnaði í formi leigu. Þar sem stór hluti leigjenda býr nú þegar við íþyngjandi húsnæðiskostnað myndi það jafnframt skapa hvata fyrir leigusala til að stilla leiguverði í hóf því annars myndu þeir ekki fá neina leigjendur sem stæðust greiðslumat. Okkur finnst þetta skemmtileg hugmynd og langar að kasta henni fram hér til hugleiðingar. Gaman væri að heyra skoðun leigjenda á henni og sem flestum öðrum einnig. Tryggja þarf öryggi leigjenda og réttindi þeirra Réttindi leigjenda, sem ætlað er að tryggja húsnæðisöryggi þeirra, eru lögbundin. Til að efla þau réttindi þyrfti að gera lagabreytingar á Alþingi. Flokkur fólksins er í stjórnarandstöðu á Alþingi og berst fyrir réttindum leigjenda á þeim vettvangi. Ásamt því að tryggja verður sanngjarnt leiguverð í samræmi við greiðslugetu leigjenda útilokar Flokkur fólksins ekki að setja á leiguþak tímabundið meðan ástandið á húsnæðismarkaði er sem verst. Flokkur fólksins er með frumvarp á Alþingi um að frysta verðtryggingu á húsnæðislánum og leigusamningum í eitt ár. Í raun má segja að það frumvarp gangi út á að setja á tímabundið leiguþak enda eru langflestir leigusamningar verðtryggðir. Margir leigjendur berjast í bökkum. Leigjendur greiða allt að 70% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Á meðan ástandið er svo slæmt þarf að auka beinan stuðning við leigjendur í formi húsnæðisbóta. AirBnb-væðing Hægt er að takmarka „AirBnb-væðingu“ og það hefur nú þegar verið gert að nokkru leyti. Hversu langt skuli ganga í því er svo önnur spurning, en erlendis frá eru fordæmi fyrir því að hreinlega banna slíka starfsemi á svæðum þar sem er skortur á húsnæði fyrir almenna borgara. Að húsnæði standi tómt getur verið af mismunandi ástæðum. Oft er um að ræða húsnæði sem þarfnast mikilla og kostnaðarsamra endurbóta svo það verði íbúðarhæft og þá bætir ekki úr skák að leggja sektir eða aðrar refsingar á eigendur ef þeir eiga nú þegar erfitt með að fjármagna nauðsynlegar endurbætur. Að því sögðu er þó ekkert því til fyrirstöðu að setja skilyrði um búsetu eða leggja gjöld á eigendur fasteigna sem láta þær standa tómar án lögmætrar ástæðu. Flokkur fólksins er opinn fyrir því að skoða slíkar hugmyndir. Að lokum er áréttuð sú áhersla Flokks fólksins að helst ætti enginn að þurfa að hírast óviljugur á erfiðum leigumarkaði, eins og á við um langflesta leigjendur. Þess vegna þarf ekki aðeins að horfa til lausna sem snúa að hagsmunum leigjenda til lengri tíma heldur á líka að gera þeim sem vilja ekki vera á leigumarkaði kleift að komast þaðan í eigið húsnæði. Flokkur fólksins hefur lagt fram fjölda frumvarpa og tillagna á Alþingi sem þjóna þeim tilgangi og mun gera allt sem í hans valdi stendur í borgarstjórn fái hann umboð kjósanda í komandi kosningum 14. maí. Höfundar skipa 1. og 2. sæti Flokks fólksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Leigumarkaður Airbnb Helga Þórðardóttir Kolbrún Baldursdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Við í Flokki fólksins skiljum vel þann alvarlega vanda sem leigjendur eru í. Á leigjendamarkaði er neyðarástand. Í raun má segja að sveitarfélögin uppfylli ekki 14. gr. laga um húsnæðismál. Flokkur fólksins vill efna til stórátaks í framboði á lóðum. Fái flokkurinn framgang í kosningum 14. maí munum við berjast fyrir því að byggt verði í hverfum þar sem nóg rými er og innviðir sem þola fjölgun íbúa. Sem dæmi eru einir 7 skólar í Grafarvogi sem geta bætt við nemendum. Flokkur fólksins telur að skoða þurfi alvarlega að brjóta land undir nýja byggð og gæti það t.d. orðið í suðurhlíðum Úlfarsfells og svæðinu austur af Úlfarsárdal. Reykjavík á nóg land undir lóðir og við í Flokki fólksins viljum nýta það og hafa lóðirnar á kostnaðarverði. Við viljum tryggja óhagnaðardrifnum íbúða- og leigufélögum aðgang aðhagkvæmum lóðumþannigað þau geti nýtt sér stofnfjárframlög ríkisins. Sú er því miður ekki raunin í dag. Með því að stórauka framboð á leiguíbúðum og búseturéttaríbúðum í húsnæðis-samvinnufélögum má draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði. Aukið framboð og aukin fjölbreytni á rekstrarformi dregur úr vægi fjárfesta og spákaupmanna á íbúðamarkaðnum. Hvað þýðir „óhagnaðardrifinn“ rekstur og hvernig tryggjum við sanngjarna húsaleigu? Óhagnaðardrifinn rekstur stendur undir kostnaði og ef einhver afgangur verður þá rennur hann til neytendanna en ekki til fjárfesta eða eigenda. Þannig myndi hagnaður í óhagnaðardrifnu leigufélagi nýtast til lækkunar húsaleigu. Sú hugmynd hefur verið rædd á meðal okkar í Flokki fólksins að lögfesta sams konar kröfur um greiðslumat vegna leigusamninga og gilda vegna lánasamninga. Þannig yrði tryggt að enginn þyrfti að búa við íþyngjandi húsnæðiskostnaði í formi leigu. Þar sem stór hluti leigjenda býr nú þegar við íþyngjandi húsnæðiskostnað myndi það jafnframt skapa hvata fyrir leigusala til að stilla leiguverði í hóf því annars myndu þeir ekki fá neina leigjendur sem stæðust greiðslumat. Okkur finnst þetta skemmtileg hugmynd og langar að kasta henni fram hér til hugleiðingar. Gaman væri að heyra skoðun leigjenda á henni og sem flestum öðrum einnig. Tryggja þarf öryggi leigjenda og réttindi þeirra Réttindi leigjenda, sem ætlað er að tryggja húsnæðisöryggi þeirra, eru lögbundin. Til að efla þau réttindi þyrfti að gera lagabreytingar á Alþingi. Flokkur fólksins er í stjórnarandstöðu á Alþingi og berst fyrir réttindum leigjenda á þeim vettvangi. Ásamt því að tryggja verður sanngjarnt leiguverð í samræmi við greiðslugetu leigjenda útilokar Flokkur fólksins ekki að setja á leiguþak tímabundið meðan ástandið á húsnæðismarkaði er sem verst. Flokkur fólksins er með frumvarp á Alþingi um að frysta verðtryggingu á húsnæðislánum og leigusamningum í eitt ár. Í raun má segja að það frumvarp gangi út á að setja á tímabundið leiguþak enda eru langflestir leigusamningar verðtryggðir. Margir leigjendur berjast í bökkum. Leigjendur greiða allt að 70% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Á meðan ástandið er svo slæmt þarf að auka beinan stuðning við leigjendur í formi húsnæðisbóta. AirBnb-væðing Hægt er að takmarka „AirBnb-væðingu“ og það hefur nú þegar verið gert að nokkru leyti. Hversu langt skuli ganga í því er svo önnur spurning, en erlendis frá eru fordæmi fyrir því að hreinlega banna slíka starfsemi á svæðum þar sem er skortur á húsnæði fyrir almenna borgara. Að húsnæði standi tómt getur verið af mismunandi ástæðum. Oft er um að ræða húsnæði sem þarfnast mikilla og kostnaðarsamra endurbóta svo það verði íbúðarhæft og þá bætir ekki úr skák að leggja sektir eða aðrar refsingar á eigendur ef þeir eiga nú þegar erfitt með að fjármagna nauðsynlegar endurbætur. Að því sögðu er þó ekkert því til fyrirstöðu að setja skilyrði um búsetu eða leggja gjöld á eigendur fasteigna sem láta þær standa tómar án lögmætrar ástæðu. Flokkur fólksins er opinn fyrir því að skoða slíkar hugmyndir. Að lokum er áréttuð sú áhersla Flokks fólksins að helst ætti enginn að þurfa að hírast óviljugur á erfiðum leigumarkaði, eins og á við um langflesta leigjendur. Þess vegna þarf ekki aðeins að horfa til lausna sem snúa að hagsmunum leigjenda til lengri tíma heldur á líka að gera þeim sem vilja ekki vera á leigumarkaði kleift að komast þaðan í eigið húsnæði. Flokkur fólksins hefur lagt fram fjölda frumvarpa og tillagna á Alþingi sem þjóna þeim tilgangi og mun gera allt sem í hans valdi stendur í borgarstjórn fái hann umboð kjósanda í komandi kosningum 14. maí. Höfundar skipa 1. og 2. sæti Flokks fólksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar