Grímuklæddi maðurinn gjörbreytti einvíginu Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2022 07:30 Joel Embiid hefur getað spilað með grímu síðustu tvo leiki og Philadelphia 76ers hafa unnið báða. Getty/Mitchell Leff James Harden og Joel Embiid voru í aðalhlutverkunum þegar Philadelphia 76ers jöfnuðu einvígið við Miami Heat, 2-2, í NBA-deildinni í nótt með 116-108 sigri. Embiid missti af fyrstu tveimur leikjunum eftir að hafa fengið vægan heilahristing og brákað bein við hægra auga. Miami vann þá leiki, báða á heimavelli, en Philadelphia hefur nú svarað með tveimur heimasigrum þar sem Embiid hefur verið með, með hlífðargrímu á andlitinu. Harden kallaði Embiid „verðmætasta leikmann deildarinnar (e. MVP)“ þegar hann lýsti mikilvægi hans í síðustu tveimur leikjum og nú er að sjá hvernig Embiid spilar í fyrsta leik sínum í Miami, annað kvöld. „Við höfum ekki enn séð Joel sýna sitt besta í þessu einvígi. Hann er enn að reyna að átta sig á því hvernig hann getur spilað án þess að gríman sé að renna til á andlitinu,“ sagði Doc Rivers, þjálfari Philadelphia. Embiid skoraði 24 stig og tók 11 fráköst í nótt og maðurinn með skeggið, Harden, var stigahæstur í liðinu með 31 stig. Jimmy Butler skoraði 40 fyrir Miami. Harden skoraði 16 af stigum sínum í fjórða leikhluta. Harden took control in the 4th and led the @sixers to the Game 4 win to tie the series! Game 5: Tue. 7:30pm/et on TNT pic.twitter.com/CuoT5RbDvS— NBA (@NBA) May 9, 2022 Eftir jafnan fyrri hálfleik náði Philadelphia að búa sér til forskot í seinni hálfleiknum en gestirnir voru aldrei mjög langt undan. Þeim tókst að minnka muninn í fimm stig áður en Harden setti niður fimmta þristinn sinn í leiknum þegar þrjár mínútur voru eftir. Hann endaði með sex þrista, níu stoðsendingar og sjö fráköst. Fyrr í gær jöfnuðu Dallas Mavericks einvígi sitt við Phoenix Suns í 2-2 með 111-101 sigri. Átta liða úrslitin halda áfram í kvöld þegar Milwaukee Bucks taka á móti Boston Celtics, og Golden State Warriors og Memphis Grizzlies mætast. Milwaukee og Golden State eru 2-1 yfir í þeim einvígum. Bein útsending frá leik Milwaukee og Boston hefst klukkan 23.30 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Sjá meira
Embiid missti af fyrstu tveimur leikjunum eftir að hafa fengið vægan heilahristing og brákað bein við hægra auga. Miami vann þá leiki, báða á heimavelli, en Philadelphia hefur nú svarað með tveimur heimasigrum þar sem Embiid hefur verið með, með hlífðargrímu á andlitinu. Harden kallaði Embiid „verðmætasta leikmann deildarinnar (e. MVP)“ þegar hann lýsti mikilvægi hans í síðustu tveimur leikjum og nú er að sjá hvernig Embiid spilar í fyrsta leik sínum í Miami, annað kvöld. „Við höfum ekki enn séð Joel sýna sitt besta í þessu einvígi. Hann er enn að reyna að átta sig á því hvernig hann getur spilað án þess að gríman sé að renna til á andlitinu,“ sagði Doc Rivers, þjálfari Philadelphia. Embiid skoraði 24 stig og tók 11 fráköst í nótt og maðurinn með skeggið, Harden, var stigahæstur í liðinu með 31 stig. Jimmy Butler skoraði 40 fyrir Miami. Harden skoraði 16 af stigum sínum í fjórða leikhluta. Harden took control in the 4th and led the @sixers to the Game 4 win to tie the series! Game 5: Tue. 7:30pm/et on TNT pic.twitter.com/CuoT5RbDvS— NBA (@NBA) May 9, 2022 Eftir jafnan fyrri hálfleik náði Philadelphia að búa sér til forskot í seinni hálfleiknum en gestirnir voru aldrei mjög langt undan. Þeim tókst að minnka muninn í fimm stig áður en Harden setti niður fimmta þristinn sinn í leiknum þegar þrjár mínútur voru eftir. Hann endaði með sex þrista, níu stoðsendingar og sjö fráköst. Fyrr í gær jöfnuðu Dallas Mavericks einvígi sitt við Phoenix Suns í 2-2 með 111-101 sigri. Átta liða úrslitin halda áfram í kvöld þegar Milwaukee Bucks taka á móti Boston Celtics, og Golden State Warriors og Memphis Grizzlies mætast. Milwaukee og Golden State eru 2-1 yfir í þeim einvígum. Bein útsending frá leik Milwaukee og Boston hefst klukkan 23.30 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Sjá meira