Grímuklæddi maðurinn gjörbreytti einvíginu Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2022 07:30 Joel Embiid hefur getað spilað með grímu síðustu tvo leiki og Philadelphia 76ers hafa unnið báða. Getty/Mitchell Leff James Harden og Joel Embiid voru í aðalhlutverkunum þegar Philadelphia 76ers jöfnuðu einvígið við Miami Heat, 2-2, í NBA-deildinni í nótt með 116-108 sigri. Embiid missti af fyrstu tveimur leikjunum eftir að hafa fengið vægan heilahristing og brákað bein við hægra auga. Miami vann þá leiki, báða á heimavelli, en Philadelphia hefur nú svarað með tveimur heimasigrum þar sem Embiid hefur verið með, með hlífðargrímu á andlitinu. Harden kallaði Embiid „verðmætasta leikmann deildarinnar (e. MVP)“ þegar hann lýsti mikilvægi hans í síðustu tveimur leikjum og nú er að sjá hvernig Embiid spilar í fyrsta leik sínum í Miami, annað kvöld. „Við höfum ekki enn séð Joel sýna sitt besta í þessu einvígi. Hann er enn að reyna að átta sig á því hvernig hann getur spilað án þess að gríman sé að renna til á andlitinu,“ sagði Doc Rivers, þjálfari Philadelphia. Embiid skoraði 24 stig og tók 11 fráköst í nótt og maðurinn með skeggið, Harden, var stigahæstur í liðinu með 31 stig. Jimmy Butler skoraði 40 fyrir Miami. Harden skoraði 16 af stigum sínum í fjórða leikhluta. Harden took control in the 4th and led the @sixers to the Game 4 win to tie the series! Game 5: Tue. 7:30pm/et on TNT pic.twitter.com/CuoT5RbDvS— NBA (@NBA) May 9, 2022 Eftir jafnan fyrri hálfleik náði Philadelphia að búa sér til forskot í seinni hálfleiknum en gestirnir voru aldrei mjög langt undan. Þeim tókst að minnka muninn í fimm stig áður en Harden setti niður fimmta þristinn sinn í leiknum þegar þrjár mínútur voru eftir. Hann endaði með sex þrista, níu stoðsendingar og sjö fráköst. Fyrr í gær jöfnuðu Dallas Mavericks einvígi sitt við Phoenix Suns í 2-2 með 111-101 sigri. Átta liða úrslitin halda áfram í kvöld þegar Milwaukee Bucks taka á móti Boston Celtics, og Golden State Warriors og Memphis Grizzlies mætast. Milwaukee og Golden State eru 2-1 yfir í þeim einvígum. Bein útsending frá leik Milwaukee og Boston hefst klukkan 23.30 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Embiid missti af fyrstu tveimur leikjunum eftir að hafa fengið vægan heilahristing og brákað bein við hægra auga. Miami vann þá leiki, báða á heimavelli, en Philadelphia hefur nú svarað með tveimur heimasigrum þar sem Embiid hefur verið með, með hlífðargrímu á andlitinu. Harden kallaði Embiid „verðmætasta leikmann deildarinnar (e. MVP)“ þegar hann lýsti mikilvægi hans í síðustu tveimur leikjum og nú er að sjá hvernig Embiid spilar í fyrsta leik sínum í Miami, annað kvöld. „Við höfum ekki enn séð Joel sýna sitt besta í þessu einvígi. Hann er enn að reyna að átta sig á því hvernig hann getur spilað án þess að gríman sé að renna til á andlitinu,“ sagði Doc Rivers, þjálfari Philadelphia. Embiid skoraði 24 stig og tók 11 fráköst í nótt og maðurinn með skeggið, Harden, var stigahæstur í liðinu með 31 stig. Jimmy Butler skoraði 40 fyrir Miami. Harden skoraði 16 af stigum sínum í fjórða leikhluta. Harden took control in the 4th and led the @sixers to the Game 4 win to tie the series! Game 5: Tue. 7:30pm/et on TNT pic.twitter.com/CuoT5RbDvS— NBA (@NBA) May 9, 2022 Eftir jafnan fyrri hálfleik náði Philadelphia að búa sér til forskot í seinni hálfleiknum en gestirnir voru aldrei mjög langt undan. Þeim tókst að minnka muninn í fimm stig áður en Harden setti niður fimmta þristinn sinn í leiknum þegar þrjár mínútur voru eftir. Hann endaði með sex þrista, níu stoðsendingar og sjö fráköst. Fyrr í gær jöfnuðu Dallas Mavericks einvígi sitt við Phoenix Suns í 2-2 með 111-101 sigri. Átta liða úrslitin halda áfram í kvöld þegar Milwaukee Bucks taka á móti Boston Celtics, og Golden State Warriors og Memphis Grizzlies mætast. Milwaukee og Golden State eru 2-1 yfir í þeim einvígum. Bein útsending frá leik Milwaukee og Boston hefst klukkan 23.30 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira