Er Reykjavík græn borg? Ómar Már Jónsson skrifar 9. maí 2022 09:01 Það er eðlilegt að menn spyrji sig að þessu nú þegar miklar samfélagsbreytingar eru að eiga sér stað í umhverfismálum. Það hefur aldrei verið eins mikilvægt fyrir stjórnvöld, sveitarfélög, íbúa og fyrirtæki að taka þátt í og skilja þá þróun sem nú er að eiga sér stað. Ríkisstjórn Íslands hefur skuldbundið sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sett hefur verið fram aðgerðaáætlun sem helsta tæki stjórnvalda til að tryggja að Ísland nái markmiðum Parísarsamningsins til 2030 og markmiðum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi árið 2040. Um er að ræða víðtækt og metnaðarfullt verkefni, því losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisbinding varðar flestar atvinnugreinar, orkumál, byggingar, samgöngur, landnotkun, neyslu o.fl. Því til viðbótar ætla stjórnvöld að ganga enn lengra í átt að sjálfbærri framtíð. Reykjavíkurborg þarf að sýna fyrirhyggju og vera í farabroddi til að ná þeim markmiðum sem henni ber í umhverfismálum og einnig í átt að sjálfbærni, hvort sem það er fjárhagsleg- eða umhverfis sjálfbærni. Það þarf margt að breytast hjá borginni Það þarf að endurskoða allan rekstur hennar með umhverfismál og sjálfbærni að leiðarljósi. Jafnframt þarf að leggja mun meiri áherslu á umhverfisvænni húsabyggingar þar sem markmiðið á að vera að kolefnisspor hverrar húseiningar sé sem minnst í samanburði við það besta sem þekkist. Það eru til lausnir Til að ná markmiðum stjórnvalda í loftlagsmálum og í sjálfbærni þarf m.a. að stórefla skógrækt í borgarlandinu í samræmi við aðalskipulag. Tré meðfram umferðaræðum eru einnig mikilvæg til að vinna gegn svifryki. Jafnframt er það forgangsmál að hraða orkuskiptum í samgöngum með áherslu á bíla í eigu borgarsjóðs og að hafnir borgarinnar vinni að rafvæðingu. Styðja þarf mun betur við deilihagkerfi samgöngumáta sem er í mikilli þróun og mun minnka verulega kolefnislosun. Til að teljast sjálfbær borg, þarf átak í sorpmálum og stöðva urðun sorps. Vinna skal að því í samráði við stjórnvöld og sveitarfélög að koma upp hátækni sorpstöð sem tekur allan úrgang sem ekki er hægt að endurnýta eins og Miðflokkurinn hefur lengi talað fyrir. Miðflokkurinn mun beita sér fyrir því að standa vörð um græn og opin svæði borgarinnar og fjölga göngustígum og brautum fyrir hjólreiðafólk. Við munum styðja kröftuglega við umhverfisvænni nýsköpun á öllum sviðum og skapa aukna hvata fyrir fyrirtæki í Reykjavík til að endurnýta aukaafurðir og hráefni sem falla til við rekstur þeirra. Þannig getur Reykjavík unnið að því að verða græn og sjálfbær borg. Setjum X við M og förum í alvöru átak í grænu lausnunum. Höfundur er oddviti X-M til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Már Jónsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er eðlilegt að menn spyrji sig að þessu nú þegar miklar samfélagsbreytingar eru að eiga sér stað í umhverfismálum. Það hefur aldrei verið eins mikilvægt fyrir stjórnvöld, sveitarfélög, íbúa og fyrirtæki að taka þátt í og skilja þá þróun sem nú er að eiga sér stað. Ríkisstjórn Íslands hefur skuldbundið sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sett hefur verið fram aðgerðaáætlun sem helsta tæki stjórnvalda til að tryggja að Ísland nái markmiðum Parísarsamningsins til 2030 og markmiðum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi árið 2040. Um er að ræða víðtækt og metnaðarfullt verkefni, því losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisbinding varðar flestar atvinnugreinar, orkumál, byggingar, samgöngur, landnotkun, neyslu o.fl. Því til viðbótar ætla stjórnvöld að ganga enn lengra í átt að sjálfbærri framtíð. Reykjavíkurborg þarf að sýna fyrirhyggju og vera í farabroddi til að ná þeim markmiðum sem henni ber í umhverfismálum og einnig í átt að sjálfbærni, hvort sem það er fjárhagsleg- eða umhverfis sjálfbærni. Það þarf margt að breytast hjá borginni Það þarf að endurskoða allan rekstur hennar með umhverfismál og sjálfbærni að leiðarljósi. Jafnframt þarf að leggja mun meiri áherslu á umhverfisvænni húsabyggingar þar sem markmiðið á að vera að kolefnisspor hverrar húseiningar sé sem minnst í samanburði við það besta sem þekkist. Það eru til lausnir Til að ná markmiðum stjórnvalda í loftlagsmálum og í sjálfbærni þarf m.a. að stórefla skógrækt í borgarlandinu í samræmi við aðalskipulag. Tré meðfram umferðaræðum eru einnig mikilvæg til að vinna gegn svifryki. Jafnframt er það forgangsmál að hraða orkuskiptum í samgöngum með áherslu á bíla í eigu borgarsjóðs og að hafnir borgarinnar vinni að rafvæðingu. Styðja þarf mun betur við deilihagkerfi samgöngumáta sem er í mikilli þróun og mun minnka verulega kolefnislosun. Til að teljast sjálfbær borg, þarf átak í sorpmálum og stöðva urðun sorps. Vinna skal að því í samráði við stjórnvöld og sveitarfélög að koma upp hátækni sorpstöð sem tekur allan úrgang sem ekki er hægt að endurnýta eins og Miðflokkurinn hefur lengi talað fyrir. Miðflokkurinn mun beita sér fyrir því að standa vörð um græn og opin svæði borgarinnar og fjölga göngustígum og brautum fyrir hjólreiðafólk. Við munum styðja kröftuglega við umhverfisvænni nýsköpun á öllum sviðum og skapa aukna hvata fyrir fyrirtæki í Reykjavík til að endurnýta aukaafurðir og hráefni sem falla til við rekstur þeirra. Þannig getur Reykjavík unnið að því að verða græn og sjálfbær borg. Setjum X við M og förum í alvöru átak í grænu lausnunum. Höfundur er oddviti X-M til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar