Afhjúpun í aðalskipulagi Árborgar Guðmundur Ármann Pétursson skrifar 9. maí 2022 13:45 Á því kjörtímabili sem nú er á enda hefur aðalskipulag sveitarfélagsins Árborgar verið til endurskoðunar. Fyrir liggur tillaga að nýju aðalskipulagi til ársins 2036. Aðalskipulagið er framtíðarsýn. Framtíðarsýn fyrir þróun, uppbyggingu og tækifæri atvinnulífsins. Framtíðarsýn er varðar uppbyggingu húsnæðis og byggðaþróun. Framtíðarsýn á innleiðingu umhverfismála og sjálfbærni. Skipulagið er rammi um það hvernig við ætlum að byggja upp lífvænlegt og gott samfélag, samfélag 21. aldar. Við erum tala um umhverfismál, nýjan veruleika í atvinnumálum, sjálfbærni, heimsmarkmið, breytta möguleika í menntun, breytta nálgun í húsnæðismálum, orkuskipti, tengsl við náttúruna, lífsgæði og hringrásarhagkerfið. Þeir stjórnmálaflokkar sem nú eru í meirihluta og bera ábyrgð á tillögu að nýju aðalskipulagi leggja mikla áherslu á umhverfismál, s.s. sjálfbærni, kolefnisjöfnun og orkuskipti. Orðin og áherslurnar hafa því miður ekki merkingu því þegar tillaga að aðalskipulagi er skoðuð kemur allt annað í ljós. Framtíðarsýn aðalskipulagsins sem nær til ársins 2036 endurspeglar ekki orðin og áherslunarnar. Efnislosunarsvæði við ósa Ölfusár. Framtíðarsýnin er að losa 500 þúsund rúmmetra af efni í og við ósa Ölfusár. Til að setja þetta magn í samhengi að þá eru þetta 50 þúsund ferðir vörubíla með uppgröft og alls kyns ónýtt efni sem á sturta í og við ósa Ölfusár. Ef þetta magn væri flutt á einu ári að þá væru þetta 159 ferðir vörubíla á dag, 6 daga vikunnar, það gera 13 vörubíla á klst. miðað við 12 stunda vinnudag. Þetta svæði er rétt ofan við Óseyrarbrú. Er þetta innleiðing á umhverfismálum og kolefnisjöfnuði? Viljum við virkilega byggja upp sveitarfélag þar sem það fyrsta sem mætir fólki er verklag fortíðar, það er efnislosun í og við viðkvæma náttúru Ölfusár? Tillaga að uppbyggingu á tveimur 14.5 hektara iðnaðarsvæðum við Eyrarbakkaveg var í fyrri drögum skipulagsins, alls 29 hektara iðnaðarsvæði. Það var talið hafa jákvæð áhrif á Tjarnarbyggð (Búgarðabyggð milli Selfoss og Eyrarbakka) að vera ekki með iðnaðarsvæði (stærð 14.5 hektar) við hlið byggðarinnar heldur að hafa hana nokkuð fjær. Við þessu var brugðist með þeim hætti að búa til eitt iðnaðarsvæði skammt frá Eyrarbakka sem er 58.6 hektarar að stærð. Um þetta svæði er staðhæft í skipulaginu; „að gert sé ráð fyrir mengandi starfsemi og stórum lóðum.„ Er þessi tími virkilega ekki liðinn? Er þetta ekki hluti af lærdóm fortíðar? Er þetta virkilega leið núverandi meirihluta til innleiðingar á sjálfbærni og umbreytingu í atvinnumálum í sveitarfélaginu Árborg? Svæðið og byggingar verða alltaf ráðandi í umhverfinu, ekki bara gagnvart Eyrarbakka, Tjarnarbyggð og Stokkseyri, heldur öllum íbúum í Árborg og gestum. Framkvæmdin er óafturkræf. Samkvæmt tillögu að aðalskipulagi er þetta megin sýn sveitarfélagsins í atvinnumálum fram til ársins 2036. Er þetta hin raunverulega innleiðing stefnu umhverfismála, sjálfbærni og atvinnutækifæra núverandi meirihluta? Það er sláandi að lesa um iðnaðarsvæði í Steinkotsmýri (Árborg), Helguvík (Reykjanesbær) og Bakka (Húsavík), þetta er svo gott sem sama skjalið. Það er verið að búa til freistingu, freistingu sem er framkvæmd fortíðar. Er þetta hin raunverulega framtíðarsýn núverandi meirihluta? Það er ástæða til að hafa áhyggjur. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er mjög slæm. Þörfin fyrir uppbyggingu atvinnu og fjármagnsþörf sveitarfélagsins er mikil. Sporin hræða. Við þurfum að standa í lappirnar og horfa inn í 21. öldina, ekki bara á næsta ársreikning. Við þurfum ekki framkvæmdir sem skerða tækifæri íbúa og atvinnurekenda í Árborg um alla framtíð. Við þurfum að ákveða hvert við viljum stefna og hvað atvinnustarfsemi við viljum fá til okkar í sveitarfélagið. Horfum til framtíðar, leggjum meðal annars áherslu á að byggja upp innviði hugverkaiðnaðar í Árborg. Hugverkaiðnaðurinn skilaði 160 milljörðum í útflutningstekjur árið 2020. Áætlanir gera ráð fyrir að fjölga þurfi sérfræðingum á sviði hugverkaiðnaðar um allt að 9 þúsund næstu fimm árin. Það eru 1.800 störf á ári. Sækjum þessi störf í sveitarfélagið Árborg. Það skiptir öllu máli hvaða áherslur við setjum og aðalskipulag sveitarfélagsins er grunnurinn. Hvaða tækifæri viljum við sækja, hvernig samfélag viljum við byggja upp, hvernig atvinnulíf viljum við og hver er raunveruleg innleiðing sjálfbærni og umhverfismála. Við erum að kjósa um framtíðina í Árborg á laugardag. Höfundur er umhverfisfræðingur og skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Á því kjörtímabili sem nú er á enda hefur aðalskipulag sveitarfélagsins Árborgar verið til endurskoðunar. Fyrir liggur tillaga að nýju aðalskipulagi til ársins 2036. Aðalskipulagið er framtíðarsýn. Framtíðarsýn fyrir þróun, uppbyggingu og tækifæri atvinnulífsins. Framtíðarsýn er varðar uppbyggingu húsnæðis og byggðaþróun. Framtíðarsýn á innleiðingu umhverfismála og sjálfbærni. Skipulagið er rammi um það hvernig við ætlum að byggja upp lífvænlegt og gott samfélag, samfélag 21. aldar. Við erum tala um umhverfismál, nýjan veruleika í atvinnumálum, sjálfbærni, heimsmarkmið, breytta möguleika í menntun, breytta nálgun í húsnæðismálum, orkuskipti, tengsl við náttúruna, lífsgæði og hringrásarhagkerfið. Þeir stjórnmálaflokkar sem nú eru í meirihluta og bera ábyrgð á tillögu að nýju aðalskipulagi leggja mikla áherslu á umhverfismál, s.s. sjálfbærni, kolefnisjöfnun og orkuskipti. Orðin og áherslurnar hafa því miður ekki merkingu því þegar tillaga að aðalskipulagi er skoðuð kemur allt annað í ljós. Framtíðarsýn aðalskipulagsins sem nær til ársins 2036 endurspeglar ekki orðin og áherslunarnar. Efnislosunarsvæði við ósa Ölfusár. Framtíðarsýnin er að losa 500 þúsund rúmmetra af efni í og við ósa Ölfusár. Til að setja þetta magn í samhengi að þá eru þetta 50 þúsund ferðir vörubíla með uppgröft og alls kyns ónýtt efni sem á sturta í og við ósa Ölfusár. Ef þetta magn væri flutt á einu ári að þá væru þetta 159 ferðir vörubíla á dag, 6 daga vikunnar, það gera 13 vörubíla á klst. miðað við 12 stunda vinnudag. Þetta svæði er rétt ofan við Óseyrarbrú. Er þetta innleiðing á umhverfismálum og kolefnisjöfnuði? Viljum við virkilega byggja upp sveitarfélag þar sem það fyrsta sem mætir fólki er verklag fortíðar, það er efnislosun í og við viðkvæma náttúru Ölfusár? Tillaga að uppbyggingu á tveimur 14.5 hektara iðnaðarsvæðum við Eyrarbakkaveg var í fyrri drögum skipulagsins, alls 29 hektara iðnaðarsvæði. Það var talið hafa jákvæð áhrif á Tjarnarbyggð (Búgarðabyggð milli Selfoss og Eyrarbakka) að vera ekki með iðnaðarsvæði (stærð 14.5 hektar) við hlið byggðarinnar heldur að hafa hana nokkuð fjær. Við þessu var brugðist með þeim hætti að búa til eitt iðnaðarsvæði skammt frá Eyrarbakka sem er 58.6 hektarar að stærð. Um þetta svæði er staðhæft í skipulaginu; „að gert sé ráð fyrir mengandi starfsemi og stórum lóðum.„ Er þessi tími virkilega ekki liðinn? Er þetta ekki hluti af lærdóm fortíðar? Er þetta virkilega leið núverandi meirihluta til innleiðingar á sjálfbærni og umbreytingu í atvinnumálum í sveitarfélaginu Árborg? Svæðið og byggingar verða alltaf ráðandi í umhverfinu, ekki bara gagnvart Eyrarbakka, Tjarnarbyggð og Stokkseyri, heldur öllum íbúum í Árborg og gestum. Framkvæmdin er óafturkræf. Samkvæmt tillögu að aðalskipulagi er þetta megin sýn sveitarfélagsins í atvinnumálum fram til ársins 2036. Er þetta hin raunverulega innleiðing stefnu umhverfismála, sjálfbærni og atvinnutækifæra núverandi meirihluta? Það er sláandi að lesa um iðnaðarsvæði í Steinkotsmýri (Árborg), Helguvík (Reykjanesbær) og Bakka (Húsavík), þetta er svo gott sem sama skjalið. Það er verið að búa til freistingu, freistingu sem er framkvæmd fortíðar. Er þetta hin raunverulega framtíðarsýn núverandi meirihluta? Það er ástæða til að hafa áhyggjur. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er mjög slæm. Þörfin fyrir uppbyggingu atvinnu og fjármagnsþörf sveitarfélagsins er mikil. Sporin hræða. Við þurfum að standa í lappirnar og horfa inn í 21. öldina, ekki bara á næsta ársreikning. Við þurfum ekki framkvæmdir sem skerða tækifæri íbúa og atvinnurekenda í Árborg um alla framtíð. Við þurfum að ákveða hvert við viljum stefna og hvað atvinnustarfsemi við viljum fá til okkar í sveitarfélagið. Horfum til framtíðar, leggjum meðal annars áherslu á að byggja upp innviði hugverkaiðnaðar í Árborg. Hugverkaiðnaðurinn skilaði 160 milljörðum í útflutningstekjur árið 2020. Áætlanir gera ráð fyrir að fjölga þurfi sérfræðingum á sviði hugverkaiðnaðar um allt að 9 þúsund næstu fimm árin. Það eru 1.800 störf á ári. Sækjum þessi störf í sveitarfélagið Árborg. Það skiptir öllu máli hvaða áherslur við setjum og aðalskipulag sveitarfélagsins er grunnurinn. Hvaða tækifæri viljum við sækja, hvernig samfélag viljum við byggja upp, hvernig atvinnulíf viljum við og hver er raunveruleg innleiðing sjálfbærni og umhverfismála. Við erum að kjósa um framtíðina í Árborg á laugardag. Höfundur er umhverfisfræðingur og skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun