Framsókn setur börn ekki í fyrsta sæti Lúðvík Júlíusson skrifar 10. maí 2022 12:16 Á síðustu árum höfum við heyrt að Framsóknarflokkurinn hafi sett börn í fyrsta sæti, sett lög sem „tryggja að börn séu í hjarta kerfisins og að aðilar sem koma að þjónustu við börn vinni saman með hagsmuni barnsins að leiðarljósi“(1). Einnig höfum við heyrt að barnið sé þungamiðja farsældarlaganna.(2) Er þetta rétt? Eiga öll börn rétt á viðeigandi stuðningi? Stutta svarið er nei. Langa svarið er: „Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna fela ekki í sér breytingar á rétti til aðgangs að einstökum þjónustuþáttum og fela því ekki í sér aðgengi allra foreldra að allri þjónustu fyrir barnið.“ Eiga allir foreldrar jafnan rétt á stuðningi vegna barns? Stutta svarið er nei. Langa svarið er: „Aðkoma þeirra[foreldra] er mismunandi eftir því hver staða þeirra er á grundvelli annarra laga og reglna.“ Eru foreldrar mikilvægir til að efla þroska og ná árangri? Stutta svarið er já. Langa svarið er: „Sýnt hefur verið fram á með fjölmörgum rannsóknum að árangur af snemmtækri íhlutun er að verulegu leyti háður þátttöku foreldra í íhlutun fyrir börn með þroskafrávik og þeim stuðningi sem foreldrum er veittur beint og óbeint við umönnun og uppeldi barna sinna.“(3) Fá börn mismunandi þjónustu og stuðning eftir fjölskyldurgerðum? Stutta svarið er já. Langa svarið er: „Hingað til hafa meiri réttindi verið veitt foreldri á lögheimili en foreldri á heimili þar sem barn nýtur umgengni þótt forsjá sé sameiginleg“(4) Eru börn með alvarleg þroskafrávik að fara á heimili þar sem foreldri fær ekki aðild, þátttöku eða stuðning í máli þess? Stutta svarið er já. Langa svarið er já, litið er á umgengisforeldrið sem geymslu, stað þar sem barn er geymt til að hvíla lögheimilisforeldrið. Ekki er reiknað með að barn fá umönnun, örvun eða að barnið þroskist á meðan það er í umgengni. Vill Framsóknarflokkurinn jafna stöðu barna? Stutta svarið er nei. Langa svarið er að lögð var fram breytingartillaga við „farsældarfrumvarpið“ og lagt til að börn sem fara reglulega í umgengni nytu sömu réttinda hjá báðum foreldrum sínum. Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn greiddu öll atkvæði gegn þessari tillögu. Hefur Framsóknarflokkurinn lagt til að staða barna verði jöfnuð? Stutta svarið er nei. Langa svarið nei. Bera bara lögheimilisforeldrar ábyrgð á þroska barna? Stutta svarið er nei. Langa svarið er: Ef forsjá er sameiginleg þá bera þeir jafn mikla ábyrgð.(5) Hafa eftirlitsstofnanir bent stjórnvöldum á réttindaleysi barna? Stutta svarið er já. Langa svarið er: „Vegna þess þáttar málsins sem snýr að samráði við foreldra sem barn býr ekki hjá telur GEF þó rétt að benda á að skv. 28. gr. a barnalaga er gert ráð fyrir því að foreldrar sem fari sameiginlega með forsjá barns skuli taka sameiginlega allar meiriháttar ákvarðanir sem varða barnið. Þrátt fyrir að tekið sé fram að það foreldri sem barn hefur lögheimili hjá hafi heimild til þess að taka afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barns. Ekki er víst að sértæk þjónusta vegna fötlunar barns falli undir þau atiriði sem talin eru upp í greininni og því ætti jafnan að leitast við að hafa báða foreldra með í ráðum við veitingu þjónustu vegna fötlunar barns. Í þessu samhengi er einnig rétt að benda á að í 18. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er lögð sú skylda á aðildarríki að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að sú meginregla sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á því að ala upp barn og koma því til þroska.“ Hafa stjórnvöld hlustað á eftirlitsstofnanir og virt rétt barna og ábyrgð foreldra? Stutta svarið er nei. Langa svarið er að nýlega var frumvarp lagt fyrir á Alþingi sem áréttar að þjónusta eigi aðeins að fara á lögheimili barns búi foreldrar ekki saman. Það er því verið að taka barnið úr fyrsta sætinu, hafi það einhvern tímann verið það, og setja það í farþegasætið.(6) Hvaða börn eiga ekki rétt á fullum stuðningi? Þetta eru börn foreldra sem búa ekki saman, t.d. börn einstæðra foreldra.(4) Þetta er sá hópur barna sem flest eru í viðkvæmri stöðu. Rannsóknir sýna að lífskjör þessara barna eru verst og að umönnunarbyrði foreldra þeirra er einnig mikil og mjög hamlandi.(7) Rannsóknir sýna einnig að mæður verða fyrr öryrkjar vegna mikillar umönnunarbyrði.(8) Samt gera stjórnvöld ekkert til að jafna umönnunarbyrði, jafna álagi og hvetja til samvinnu foreldra. Barnasáttmáli SÞ er mölbrotinn Barnasáttmáli SÞ hefur verið lögfestur en hann veitir hópi barna og foreldra þeirra enga vörn vegna þess að stjórnvöld fara ekki eftir honum. Umboðsmaður Alþingis styðst t.d. ekki við hann. Stjórnvöldum finnst ekkert mál þó að í sama bekk séu tvö börn með nákvæmlega sömu fötlun en að þau fái ólíka þjónustu á grundvelli fjölskyldugerðar. Að það barn sem sé í viðkvæmri stöðu fái minni stuðning og þjónustu en barn með nákvæmlega sömu fötlun. Hvers konar gildismat er það? Foreldrar eiga að vinna saman Oft heyri ég að „foreldrar eigi að vinna saman“. Þetta er ekki svona auðvelt vegna þess að foreldrar hafa oft ekki reynslu, þekkingu, menntun eða burði til að vita betur en sérfræðingar sveitarfélaganna sem hafa áratuga reynslu. Það er líka mjög skrítin krafa að segja að foreldrar eigi að læra á nokkrum dögum það sem tekur sérfræðinga mörg ár að læra í háskólum, hvort sem það er uppeldisfræði, félagsráðgjöf, lögfræði eða annað sem nauðsynlegt er að þekkja. Einnig eru það ekki foreldrar sem taka ákvörðun um hvernig þjónustan er veitt heldur eru það sveitarfélögin. Að segja að „samvinna foreldra leysi málið“ stenst því ekki skoðun. Um þetta hafa stjórnvöld einnig úrskurðað. Framsóknarflokkurinn hefur ekki sett börn í fyrsta sæti Af ofangreindu að dæma þá standast ekki yfirlýsingar um að Framsóknarflokkurinn hafi sett börn í fyrsta sæti, setji börn í þungamiðju eða tryggt að þau fái þjónustu. Hvers konar þjóð erum við sem getur ekki veitt börnum sömu réttindi, sömu þjónustu, sama stuðning og sömu tækifæri til þroska? Hvaða ósýnilegi veggur er það sem Framsóknarflokkurinn sér sem réttlætir það að þessi börn séu skilin eftir? Ef þetta er rangt hjá mér þá þætti mér vænt um að heyra í fulltrúum Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins eða Vinstri grænna. Ég leiðrétti þá allar rangfærslur sem eru í þessari grein. En þangað til þá langar mig að biðja ykkur kæru kjósendur að kjósa ekki flokka sem virða ekki grunnréttindi hvers barns til þroska. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1) https://www.visir.is/g/20222258682d/hvad-hefur-framsokn-gert-fyrir-reykjavik- (2) https://www.frettabladid.is/frettir/barnid-er-thungamidja-frumvarpsins/ (3) https://www.greining.is/static/files/banner/Snemmtaek%20ihlutun.pdf (4) https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Felagsmalaraduneytid/Sk%c3%bdrsla%20starfsh%c3%b3ps%20um%20heildarendursko%c3%b0un%2038-2018.pdf (5) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html (6) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=152&mnr=530 (7) https://www.stjornarradid.is/library/03-Verkefni/Felags--og-fjolskyldumal/Velferdarvaktir/Lifskjor_fataekt_barna_2004-16_28022019.pdf (8) https://www.obi.is/is/moya/news/norraena-velferdarkerfid-hefur-ekki-nad-til-islands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum höfum við heyrt að Framsóknarflokkurinn hafi sett börn í fyrsta sæti, sett lög sem „tryggja að börn séu í hjarta kerfisins og að aðilar sem koma að þjónustu við börn vinni saman með hagsmuni barnsins að leiðarljósi“(1). Einnig höfum við heyrt að barnið sé þungamiðja farsældarlaganna.(2) Er þetta rétt? Eiga öll börn rétt á viðeigandi stuðningi? Stutta svarið er nei. Langa svarið er: „Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna fela ekki í sér breytingar á rétti til aðgangs að einstökum þjónustuþáttum og fela því ekki í sér aðgengi allra foreldra að allri þjónustu fyrir barnið.“ Eiga allir foreldrar jafnan rétt á stuðningi vegna barns? Stutta svarið er nei. Langa svarið er: „Aðkoma þeirra[foreldra] er mismunandi eftir því hver staða þeirra er á grundvelli annarra laga og reglna.“ Eru foreldrar mikilvægir til að efla þroska og ná árangri? Stutta svarið er já. Langa svarið er: „Sýnt hefur verið fram á með fjölmörgum rannsóknum að árangur af snemmtækri íhlutun er að verulegu leyti háður þátttöku foreldra í íhlutun fyrir börn með þroskafrávik og þeim stuðningi sem foreldrum er veittur beint og óbeint við umönnun og uppeldi barna sinna.“(3) Fá börn mismunandi þjónustu og stuðning eftir fjölskyldurgerðum? Stutta svarið er já. Langa svarið er: „Hingað til hafa meiri réttindi verið veitt foreldri á lögheimili en foreldri á heimili þar sem barn nýtur umgengni þótt forsjá sé sameiginleg“(4) Eru börn með alvarleg þroskafrávik að fara á heimili þar sem foreldri fær ekki aðild, þátttöku eða stuðning í máli þess? Stutta svarið er já. Langa svarið er já, litið er á umgengisforeldrið sem geymslu, stað þar sem barn er geymt til að hvíla lögheimilisforeldrið. Ekki er reiknað með að barn fá umönnun, örvun eða að barnið þroskist á meðan það er í umgengni. Vill Framsóknarflokkurinn jafna stöðu barna? Stutta svarið er nei. Langa svarið er að lögð var fram breytingartillaga við „farsældarfrumvarpið“ og lagt til að börn sem fara reglulega í umgengni nytu sömu réttinda hjá báðum foreldrum sínum. Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn greiddu öll atkvæði gegn þessari tillögu. Hefur Framsóknarflokkurinn lagt til að staða barna verði jöfnuð? Stutta svarið er nei. Langa svarið nei. Bera bara lögheimilisforeldrar ábyrgð á þroska barna? Stutta svarið er nei. Langa svarið er: Ef forsjá er sameiginleg þá bera þeir jafn mikla ábyrgð.(5) Hafa eftirlitsstofnanir bent stjórnvöldum á réttindaleysi barna? Stutta svarið er já. Langa svarið er: „Vegna þess þáttar málsins sem snýr að samráði við foreldra sem barn býr ekki hjá telur GEF þó rétt að benda á að skv. 28. gr. a barnalaga er gert ráð fyrir því að foreldrar sem fari sameiginlega með forsjá barns skuli taka sameiginlega allar meiriháttar ákvarðanir sem varða barnið. Þrátt fyrir að tekið sé fram að það foreldri sem barn hefur lögheimili hjá hafi heimild til þess að taka afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barns. Ekki er víst að sértæk þjónusta vegna fötlunar barns falli undir þau atiriði sem talin eru upp í greininni og því ætti jafnan að leitast við að hafa báða foreldra með í ráðum við veitingu þjónustu vegna fötlunar barns. Í þessu samhengi er einnig rétt að benda á að í 18. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er lögð sú skylda á aðildarríki að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að sú meginregla sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á því að ala upp barn og koma því til þroska.“ Hafa stjórnvöld hlustað á eftirlitsstofnanir og virt rétt barna og ábyrgð foreldra? Stutta svarið er nei. Langa svarið er að nýlega var frumvarp lagt fyrir á Alþingi sem áréttar að þjónusta eigi aðeins að fara á lögheimili barns búi foreldrar ekki saman. Það er því verið að taka barnið úr fyrsta sætinu, hafi það einhvern tímann verið það, og setja það í farþegasætið.(6) Hvaða börn eiga ekki rétt á fullum stuðningi? Þetta eru börn foreldra sem búa ekki saman, t.d. börn einstæðra foreldra.(4) Þetta er sá hópur barna sem flest eru í viðkvæmri stöðu. Rannsóknir sýna að lífskjör þessara barna eru verst og að umönnunarbyrði foreldra þeirra er einnig mikil og mjög hamlandi.(7) Rannsóknir sýna einnig að mæður verða fyrr öryrkjar vegna mikillar umönnunarbyrði.(8) Samt gera stjórnvöld ekkert til að jafna umönnunarbyrði, jafna álagi og hvetja til samvinnu foreldra. Barnasáttmáli SÞ er mölbrotinn Barnasáttmáli SÞ hefur verið lögfestur en hann veitir hópi barna og foreldra þeirra enga vörn vegna þess að stjórnvöld fara ekki eftir honum. Umboðsmaður Alþingis styðst t.d. ekki við hann. Stjórnvöldum finnst ekkert mál þó að í sama bekk séu tvö börn með nákvæmlega sömu fötlun en að þau fái ólíka þjónustu á grundvelli fjölskyldugerðar. Að það barn sem sé í viðkvæmri stöðu fái minni stuðning og þjónustu en barn með nákvæmlega sömu fötlun. Hvers konar gildismat er það? Foreldrar eiga að vinna saman Oft heyri ég að „foreldrar eigi að vinna saman“. Þetta er ekki svona auðvelt vegna þess að foreldrar hafa oft ekki reynslu, þekkingu, menntun eða burði til að vita betur en sérfræðingar sveitarfélaganna sem hafa áratuga reynslu. Það er líka mjög skrítin krafa að segja að foreldrar eigi að læra á nokkrum dögum það sem tekur sérfræðinga mörg ár að læra í háskólum, hvort sem það er uppeldisfræði, félagsráðgjöf, lögfræði eða annað sem nauðsynlegt er að þekkja. Einnig eru það ekki foreldrar sem taka ákvörðun um hvernig þjónustan er veitt heldur eru það sveitarfélögin. Að segja að „samvinna foreldra leysi málið“ stenst því ekki skoðun. Um þetta hafa stjórnvöld einnig úrskurðað. Framsóknarflokkurinn hefur ekki sett börn í fyrsta sæti Af ofangreindu að dæma þá standast ekki yfirlýsingar um að Framsóknarflokkurinn hafi sett börn í fyrsta sæti, setji börn í þungamiðju eða tryggt að þau fái þjónustu. Hvers konar þjóð erum við sem getur ekki veitt börnum sömu réttindi, sömu þjónustu, sama stuðning og sömu tækifæri til þroska? Hvaða ósýnilegi veggur er það sem Framsóknarflokkurinn sér sem réttlætir það að þessi börn séu skilin eftir? Ef þetta er rangt hjá mér þá þætti mér vænt um að heyra í fulltrúum Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins eða Vinstri grænna. Ég leiðrétti þá allar rangfærslur sem eru í þessari grein. En þangað til þá langar mig að biðja ykkur kæru kjósendur að kjósa ekki flokka sem virða ekki grunnréttindi hvers barns til þroska. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1) https://www.visir.is/g/20222258682d/hvad-hefur-framsokn-gert-fyrir-reykjavik- (2) https://www.frettabladid.is/frettir/barnid-er-thungamidja-frumvarpsins/ (3) https://www.greining.is/static/files/banner/Snemmtaek%20ihlutun.pdf (4) https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Felagsmalaraduneytid/Sk%c3%bdrsla%20starfsh%c3%b3ps%20um%20heildarendursko%c3%b0un%2038-2018.pdf (5) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html (6) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=152&mnr=530 (7) https://www.stjornarradid.is/library/03-Verkefni/Felags--og-fjolskyldumal/Velferdarvaktir/Lifskjor_fataekt_barna_2004-16_28022019.pdf (8) https://www.obi.is/is/moya/news/norraena-velferdarkerfid-hefur-ekki-nad-til-islands
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun