Mannréttindi fólks með fötlun Víðir Sigurðsson skrifar 10. maí 2022 18:31 Í vetur hefur endurtekið verið í fréttum frásagnir af Hilmari Kolbeins, fjölfötluðum manni, og glímu hans við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Sorgleg upplifun Hilmars er því miður ekki einstakt tilfelli. Stefna Reykjavíkurborgar í málefnum fólks með fötlun er skýr. Stefnan byggir á lögum og hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og var samþykkt í borgarstjórn árið 2011. Þjónustan á að vera einstaklingsmiðuð, heildstæð og sveigjanleg og styðja við sjálfstætt og innihaldsríkt líf fatlaðs fólks innan og utan heimilis. Í ágúst 2020 gaf Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar út gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk. Gæðaviðmiðin eru 4, þau byggja á lögum og í þeim eru skilgreindar kröfurnar sem að þjónustan á að uppfylla: 1) Þjónustan gerir notandanum kleift að lifa sjálfstæðu lífi 2) Notandinn tekur þátt í að móta þjónustuna sem að hann fær 3) Notandinn ber traust til þeirra sem að veita honum þjónustuna 4) Þjónustan sem að notandinn fær er örugg og áreiðanleg. Hilmar Kolbeins á eigin íbúð en hann hefur ekki getað búið í henni vegna þess að Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur ekki uppfyllt þjónustuskyldur sínar gagnvart Hilmari. Undanfarið ár hefur hann dvalið á hjúkrunarheimilum og spítölum á víxl til þess að fá þá umönnun sem að honum ber. Hörmungarsaga Hilmars af samskiptum sínum við Velferðarsvið er mikill álitshnekkir fyrir borgina sem að óþarfi er að tíunda frekar en svo að skv. nýjustu fréttinni þá hafði hann ekki komist í bað í 3 mánuði! Velferðarsvið þrætir fyrir augljós mannréttindabrot sín en það á vitanlega ekki að standa í þrætum við umbjóðendur sína. Andsvar Velferðarsviðs, sem birt var í fréttum 5. maí síðastliðinn, við þessari augljósu hneisu var tilfinningastormur um eigið ágæti. „Starfsfólki Velferðarsviðs er annt um notendur þjónustunnar og leggur sig fram við að koma til móts við óskir og þarfir þeirra. Í þessu máli sem öðrum verður áfram unnið af alúð að því að veita stuðning.“ Mér er til efs að það finnist einhver sem að ekki biðst undan svona alúð! Vert er að hafa í huga að útsvarsgreiðendum í Reykjavík er gert að greiða fyrir auglýsta þjónustu en það er djúpt gap á milli þeirrar þjónustu og þjónustunnar sem að Velferðarsvið veitir „af alúð“. Núverandi framkvæmdarstjóri Þjónustumiðstöðvar Laugardals- og Háaleitishverfis hefur beitt sér með einkar ósmekklegum hætti gegn því að fólk með fötlun fái þá þjónustu og að búið sé að þeim í samræmi við lög og stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðra. Athafnir framkvæmdarstjórans hafa valdið stórfelldum hörmungum fyrir valdalausa fatlaða einstaklinga í búsetuúrræði sem að hún ber ábyrgð á. Íbúar eru læstir inni, aðstandendur eru blekktir og upplýsingum er haldið frá þeim, dæmi eru um endurtekin alvarleg umferðarslys sem að fylgdu stórfelld eignartjón og haldið er frá lögreglu játningum starfsmanna um að hafa misboðið íbúum kynferðislega. Þetta mál er þekkt í kerfinu og það hefur verið á borði borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar síðan 18. mars 2021. Borgarstjóri hefur vísað málinu endurtekið til sviðstjóra Mannauðssviðs og einnig til borgarritara. Málið er vandræðalegt og Reykjavíkurborg til minnkunnar. Sviðsstjóri Mannauðssviðs hringlar með málið fram og til baka. Nú fyrir skömmu segist hún hafa kallað eftir upplýsingum frá Velferðarsviði og að verið sé að leggja lokahönd á rannsókn málsins. Raunverulega skýringin á drætti málsins er augljós spilling og vanhæfni sem að erfitt er að fela eða þagga niður. Framkvæmdarstjórinn reyndi að knýja fram sína eigin stefnu sem að fólst í því að íbúarnir ættu að aðlagast vinnustaðnum og hentisemi einstakra stjórnenda og starfsmanna. Þessi „einkastefna“ framkvæmdarstjórans er augljóslega á skjön við auglýsta þjónustu Reykjavíkurborgar. Vegna hamfaranna sem að geðþótti framkvæmdarstjórans olli þá herma nýlegar fréttir til þess að hún hafi neyðst til að slaka á klónni og að viðurkenna það að íbúinn ætti að njóta vafans. Það sem að gerir einstaka stjórnendum á Velferðarsviði kleyft að framfylgja eigin hentistefnu í málefnum fatlaðra í stað þess að fylgja þeim skýru fyrirmælum sem að koma fram í opinberri stefnu Reykjavíkurborgar, og byggjast á lögum, er áhugaleysi kjörinna borgarfulltrúa á málefnum fatlaðra. Borgarfulltrúar sinna augljóslega ekki eftirlitsskyldu sinni og það þrátt fyrir að vanefndirnar rati endurtekið í fjölmiðla og einnig inná þeirra borð. Þessi skortur á pólitískri eftirfylgd veldur því að hugarfarið er ennþá á Kópavogshæl þrátt fyrir metnaðarfull markmið! Meira síðar, Höfundur er þroskaþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í vetur hefur endurtekið verið í fréttum frásagnir af Hilmari Kolbeins, fjölfötluðum manni, og glímu hans við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Sorgleg upplifun Hilmars er því miður ekki einstakt tilfelli. Stefna Reykjavíkurborgar í málefnum fólks með fötlun er skýr. Stefnan byggir á lögum og hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og var samþykkt í borgarstjórn árið 2011. Þjónustan á að vera einstaklingsmiðuð, heildstæð og sveigjanleg og styðja við sjálfstætt og innihaldsríkt líf fatlaðs fólks innan og utan heimilis. Í ágúst 2020 gaf Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar út gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk. Gæðaviðmiðin eru 4, þau byggja á lögum og í þeim eru skilgreindar kröfurnar sem að þjónustan á að uppfylla: 1) Þjónustan gerir notandanum kleift að lifa sjálfstæðu lífi 2) Notandinn tekur þátt í að móta þjónustuna sem að hann fær 3) Notandinn ber traust til þeirra sem að veita honum þjónustuna 4) Þjónustan sem að notandinn fær er örugg og áreiðanleg. Hilmar Kolbeins á eigin íbúð en hann hefur ekki getað búið í henni vegna þess að Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur ekki uppfyllt þjónustuskyldur sínar gagnvart Hilmari. Undanfarið ár hefur hann dvalið á hjúkrunarheimilum og spítölum á víxl til þess að fá þá umönnun sem að honum ber. Hörmungarsaga Hilmars af samskiptum sínum við Velferðarsvið er mikill álitshnekkir fyrir borgina sem að óþarfi er að tíunda frekar en svo að skv. nýjustu fréttinni þá hafði hann ekki komist í bað í 3 mánuði! Velferðarsvið þrætir fyrir augljós mannréttindabrot sín en það á vitanlega ekki að standa í þrætum við umbjóðendur sína. Andsvar Velferðarsviðs, sem birt var í fréttum 5. maí síðastliðinn, við þessari augljósu hneisu var tilfinningastormur um eigið ágæti. „Starfsfólki Velferðarsviðs er annt um notendur þjónustunnar og leggur sig fram við að koma til móts við óskir og þarfir þeirra. Í þessu máli sem öðrum verður áfram unnið af alúð að því að veita stuðning.“ Mér er til efs að það finnist einhver sem að ekki biðst undan svona alúð! Vert er að hafa í huga að útsvarsgreiðendum í Reykjavík er gert að greiða fyrir auglýsta þjónustu en það er djúpt gap á milli þeirrar þjónustu og þjónustunnar sem að Velferðarsvið veitir „af alúð“. Núverandi framkvæmdarstjóri Þjónustumiðstöðvar Laugardals- og Háaleitishverfis hefur beitt sér með einkar ósmekklegum hætti gegn því að fólk með fötlun fái þá þjónustu og að búið sé að þeim í samræmi við lög og stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðra. Athafnir framkvæmdarstjórans hafa valdið stórfelldum hörmungum fyrir valdalausa fatlaða einstaklinga í búsetuúrræði sem að hún ber ábyrgð á. Íbúar eru læstir inni, aðstandendur eru blekktir og upplýsingum er haldið frá þeim, dæmi eru um endurtekin alvarleg umferðarslys sem að fylgdu stórfelld eignartjón og haldið er frá lögreglu játningum starfsmanna um að hafa misboðið íbúum kynferðislega. Þetta mál er þekkt í kerfinu og það hefur verið á borði borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar síðan 18. mars 2021. Borgarstjóri hefur vísað málinu endurtekið til sviðstjóra Mannauðssviðs og einnig til borgarritara. Málið er vandræðalegt og Reykjavíkurborg til minnkunnar. Sviðsstjóri Mannauðssviðs hringlar með málið fram og til baka. Nú fyrir skömmu segist hún hafa kallað eftir upplýsingum frá Velferðarsviði og að verið sé að leggja lokahönd á rannsókn málsins. Raunverulega skýringin á drætti málsins er augljós spilling og vanhæfni sem að erfitt er að fela eða þagga niður. Framkvæmdarstjórinn reyndi að knýja fram sína eigin stefnu sem að fólst í því að íbúarnir ættu að aðlagast vinnustaðnum og hentisemi einstakra stjórnenda og starfsmanna. Þessi „einkastefna“ framkvæmdarstjórans er augljóslega á skjön við auglýsta þjónustu Reykjavíkurborgar. Vegna hamfaranna sem að geðþótti framkvæmdarstjórans olli þá herma nýlegar fréttir til þess að hún hafi neyðst til að slaka á klónni og að viðurkenna það að íbúinn ætti að njóta vafans. Það sem að gerir einstaka stjórnendum á Velferðarsviði kleyft að framfylgja eigin hentistefnu í málefnum fatlaðra í stað þess að fylgja þeim skýru fyrirmælum sem að koma fram í opinberri stefnu Reykjavíkurborgar, og byggjast á lögum, er áhugaleysi kjörinna borgarfulltrúa á málefnum fatlaðra. Borgarfulltrúar sinna augljóslega ekki eftirlitsskyldu sinni og það þrátt fyrir að vanefndirnar rati endurtekið í fjölmiðla og einnig inná þeirra borð. Þessi skortur á pólitískri eftirfylgd veldur því að hugarfarið er ennþá á Kópavogshæl þrátt fyrir metnaðarfull markmið! Meira síðar, Höfundur er þroskaþjálfi.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun