Hvað ræður þínu atkvæði? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Árni Múli Jónasson skrifa 11. maí 2022 09:00 Kosningapróf fjölmiðla fyrir sveitarstjórnarkosningarnar afhjúpa það sem margt fatlað fólk hefur lengi vitað: að lítill áhugi er fyrir mannréttindum fatlaðs fólks meðal kjósenda, hins opinbera og fjölmiðla. Í könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið voru kjósendur spurðir að því hve mikilvæga þeir teldu ákveðna málaflokka. Engin spurning var um málaflokk fatlaðs fólks. Sama er uppi á teningnum í kosningaprófum Ríkisútvarpsins og Stundarinnar, þar sem engin spurning varðar fatlað fólk. Sveitarfélög sinna umfangsmikilli þjónustu við fatlað fólk og ber lögboðin skylda til þess að standa við bæði íslensk lög og skuldbindingar vegna fullgildingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þrátt fyrir það fær málaflokkurinn litla athygli í opinberri umræðu, nema helst sé til þess að ræða hve sligandi málaflokkurinn er fyrir sveitarfélög. Alltaf virðast þó vera fjármunir til að lofa gjaldfrjálsum leikskólum og nýjum íþróttahöllum, sem vissulega má færa rök fyrir að séu mikilvæg mál, en þau eru ekki lögboðin skylda. Fatlað fólk á betra skilið en að fá aðeins pláss í umræðunni þegar ræða á krónur og aura, en að umræðan komist aldrei á það plan að ræða framtíðarsýn, betri þjónustu og hvernig eigi að innleiða þau ákvæði sem samningur SÞ telur á um. Andleysið í málaflokknum er algjört og fatlað fólk málað upp sem byrði, eins og það að veita framúrskarandi þjónustu til fatlaðs fólks sé eins og að taka tappann úr baðkari sjóða sveitarfélaga. Fjölmiðlar hafa skyldum að gegna gagnvart fötluðu fólki samkvæmt samningi SÞ, og er RÚV þar með sérstaka skyldu sem ríkisfjölmiðill. Þessari skyldu hefur verið mætt að litlu leyti. Fatlað fólk á betra skilið! Landssamtökin Þroskahjálp skora á kjósendur að láta mannréttindi eins berskjaldaðasta hóps samfélagsins ráða atkvæði sínu. Inga Björk er verkefnastjóri hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjölmiðlar Málefni fatlaðs fólks Árni Múli Jónasson Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningapróf fjölmiðla fyrir sveitarstjórnarkosningarnar afhjúpa það sem margt fatlað fólk hefur lengi vitað: að lítill áhugi er fyrir mannréttindum fatlaðs fólks meðal kjósenda, hins opinbera og fjölmiðla. Í könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið voru kjósendur spurðir að því hve mikilvæga þeir teldu ákveðna málaflokka. Engin spurning var um málaflokk fatlaðs fólks. Sama er uppi á teningnum í kosningaprófum Ríkisútvarpsins og Stundarinnar, þar sem engin spurning varðar fatlað fólk. Sveitarfélög sinna umfangsmikilli þjónustu við fatlað fólk og ber lögboðin skylda til þess að standa við bæði íslensk lög og skuldbindingar vegna fullgildingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þrátt fyrir það fær málaflokkurinn litla athygli í opinberri umræðu, nema helst sé til þess að ræða hve sligandi málaflokkurinn er fyrir sveitarfélög. Alltaf virðast þó vera fjármunir til að lofa gjaldfrjálsum leikskólum og nýjum íþróttahöllum, sem vissulega má færa rök fyrir að séu mikilvæg mál, en þau eru ekki lögboðin skylda. Fatlað fólk á betra skilið en að fá aðeins pláss í umræðunni þegar ræða á krónur og aura, en að umræðan komist aldrei á það plan að ræða framtíðarsýn, betri þjónustu og hvernig eigi að innleiða þau ákvæði sem samningur SÞ telur á um. Andleysið í málaflokknum er algjört og fatlað fólk málað upp sem byrði, eins og það að veita framúrskarandi þjónustu til fatlaðs fólks sé eins og að taka tappann úr baðkari sjóða sveitarfélaga. Fjölmiðlar hafa skyldum að gegna gagnvart fötluðu fólki samkvæmt samningi SÞ, og er RÚV þar með sérstaka skyldu sem ríkisfjölmiðill. Þessari skyldu hefur verið mætt að litlu leyti. Fatlað fólk á betra skilið! Landssamtökin Þroskahjálp skora á kjósendur að láta mannréttindi eins berskjaldaðasta hóps samfélagsins ráða atkvæði sínu. Inga Björk er verkefnastjóri hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun