Heilbrigðisþjónustan – við höfum fengið nóg! Margrét Þórarinsdóttir, Gunnar Felix Rúnarsson og Rannveig Erla Guðlaugsdóttir skrifa 11. maí 2022 08:16 Umbót er frjálst og óháð stjórnmálaafl í Reykjanesbæ sem byggir á reynslu. Við höfum undanfarna daga tekið á móti fjölmörgum kjósendum á kosningaskrifstofu okkar að Hafnargötu 60 í Reykjanesbæ. Eitt af hitamálunum fyrir þessar kosningar er Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Á stofnuninni starfar vinnusamt og gott fólk sem leggur mikið á sig og vinnur undir álagi. Traustið til HSS þarf að bæta Við höfum heyrt reynslusögur frá íbúum Reykjanesbæjar þegar kemur að HSS. Hrakfallasögur sem hafa margar hverjar endað með því að leita hafi þurft til Reykjavíkur eftir heilbrigðisþjónustu, stundum með lífið í lúkunum. Bergmálið var skýrt, traustið til þessarar stofnunar er ekki til staðar. Það er mikið áhyggjuefni. Nýverið var það tilkynnt að nú væri búið að fullfjármagna og samþykkja nýja heilsugæslu í Innri-Njarðvík. Þessu fögnum við að sjálfsögðu. Vandinn er hins vegar sá að ef einungis þyrfti nýtt húsnæði eða nýja málningu á gamla veggi í húsnæði HSS, til að bæta þjónustu við bæjarbúa Reykjanesbæjar, þá væri málið leyst. Það er hins vegar ekki tilfellið. Framkvæmdastjórn ómálefnaleg Þúsundir íbúa Reykjanesbæjar sækja heilbrigðisþjónustu til höfuðborgarinnar. Framkvæmdastjórn HSS svaraði gagnrýni sjúklinga og aðstandenda þannig að þau telji alla umfjöllun ómálefnalega og að hún stefni starfsemi HSS í hættu. Er það ekki málefnalegt að gagnrýna það að yfirlæknir HSS nýtti sér læknaleigu sem hann rak sjálfur? Samkvæmt svari framkvæmdastjórnar HSS er vandinn umfjöllunin. Fólkið sem tjáir sig um lélega þjónustu og rangar greiningar lækna. Þetta er nú ekki sérlega málefnalegt að okkar mati. Framkvæmdastjórn segist ekki ná að manna stöður vegna þessarar umfjöllunar og því muni staðan seint lagast. Á starfsfólk HSS ekki betra skilið en framkvæmdastjórn sem kennir umfjöllun íbúanna um? Umfjöllun sem byggir á reynslusögum? Þær eru ekki “bara” hluti af rótgrónum vanda stofnunarinnar heldur eru þetta reynslusögur af tilfellum sem hafa átt sér stað. Til að breyting geti átt sér stað hjá HSS þá þarf að bjóða betri þjónustu og þannig fækka tilfellum. Sé betur hlúð að starfsmönnum HSS þá hlýtur það að skila sér til þeirra sem sækja þjónustu þangað. Það þarf að fjölga starfsfólki og bæta aðstöðu, það stendur upp á ríkisvaldið og það stendur upp á bæjarfulltrúa að fylgja því eftir. Heilsuöryggi ekki nægilegt Málið snýst um heilsuöryggi. Við erum í auknum mæli farin að leyta til einkarekinna stofnana. Hvar hafa stjórnunarhættir brugðist? Framkvæmdastjórn HSS býr ekki á svæðinu, þau búa á höfuðborgarsvæðinu. Það er óheppilegt því það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við íbúana á svæðinu. Við búum einfaldlega ekki við nægilegt heilsuöryggi og því þarf að breyta! Því viljum við í Umbót breyta strax. Við þurfum að byggja stofnunina upp. Við þurfum að byrja á því að ráða fólk héðan af Suðurnesjunum í stjórnendastöður. Ríkið þarf annað hvort að taka slaginn alla leið með gæðaeftirliti og fjármagni og færa HSS undir Landspítalann og tryggja þannig jafnan aðgang að sérfræðingum eða sleppa takinu og leyfa sveitarfélögunum að manna stöðurnar, taka ákvarðanir og hleypa einkarekstri að svæðinu. Kæri kjósandi. Tökum málin í okkar hendur og stöppum niður fæti. Við höfum fengið nóg! Umbætur í rekstri HSS eru forgangsmál Umbótar í Reykjanesbæ. Taktu slaginn með okkur. X-U Höfundar skipa 1.-3. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Heilbrigðismál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Umbót er frjálst og óháð stjórnmálaafl í Reykjanesbæ sem byggir á reynslu. Við höfum undanfarna daga tekið á móti fjölmörgum kjósendum á kosningaskrifstofu okkar að Hafnargötu 60 í Reykjanesbæ. Eitt af hitamálunum fyrir þessar kosningar er Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Á stofnuninni starfar vinnusamt og gott fólk sem leggur mikið á sig og vinnur undir álagi. Traustið til HSS þarf að bæta Við höfum heyrt reynslusögur frá íbúum Reykjanesbæjar þegar kemur að HSS. Hrakfallasögur sem hafa margar hverjar endað með því að leita hafi þurft til Reykjavíkur eftir heilbrigðisþjónustu, stundum með lífið í lúkunum. Bergmálið var skýrt, traustið til þessarar stofnunar er ekki til staðar. Það er mikið áhyggjuefni. Nýverið var það tilkynnt að nú væri búið að fullfjármagna og samþykkja nýja heilsugæslu í Innri-Njarðvík. Þessu fögnum við að sjálfsögðu. Vandinn er hins vegar sá að ef einungis þyrfti nýtt húsnæði eða nýja málningu á gamla veggi í húsnæði HSS, til að bæta þjónustu við bæjarbúa Reykjanesbæjar, þá væri málið leyst. Það er hins vegar ekki tilfellið. Framkvæmdastjórn ómálefnaleg Þúsundir íbúa Reykjanesbæjar sækja heilbrigðisþjónustu til höfuðborgarinnar. Framkvæmdastjórn HSS svaraði gagnrýni sjúklinga og aðstandenda þannig að þau telji alla umfjöllun ómálefnalega og að hún stefni starfsemi HSS í hættu. Er það ekki málefnalegt að gagnrýna það að yfirlæknir HSS nýtti sér læknaleigu sem hann rak sjálfur? Samkvæmt svari framkvæmdastjórnar HSS er vandinn umfjöllunin. Fólkið sem tjáir sig um lélega þjónustu og rangar greiningar lækna. Þetta er nú ekki sérlega málefnalegt að okkar mati. Framkvæmdastjórn segist ekki ná að manna stöður vegna þessarar umfjöllunar og því muni staðan seint lagast. Á starfsfólk HSS ekki betra skilið en framkvæmdastjórn sem kennir umfjöllun íbúanna um? Umfjöllun sem byggir á reynslusögum? Þær eru ekki “bara” hluti af rótgrónum vanda stofnunarinnar heldur eru þetta reynslusögur af tilfellum sem hafa átt sér stað. Til að breyting geti átt sér stað hjá HSS þá þarf að bjóða betri þjónustu og þannig fækka tilfellum. Sé betur hlúð að starfsmönnum HSS þá hlýtur það að skila sér til þeirra sem sækja þjónustu þangað. Það þarf að fjölga starfsfólki og bæta aðstöðu, það stendur upp á ríkisvaldið og það stendur upp á bæjarfulltrúa að fylgja því eftir. Heilsuöryggi ekki nægilegt Málið snýst um heilsuöryggi. Við erum í auknum mæli farin að leyta til einkarekinna stofnana. Hvar hafa stjórnunarhættir brugðist? Framkvæmdastjórn HSS býr ekki á svæðinu, þau búa á höfuðborgarsvæðinu. Það er óheppilegt því það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við íbúana á svæðinu. Við búum einfaldlega ekki við nægilegt heilsuöryggi og því þarf að breyta! Því viljum við í Umbót breyta strax. Við þurfum að byggja stofnunina upp. Við þurfum að byrja á því að ráða fólk héðan af Suðurnesjunum í stjórnendastöður. Ríkið þarf annað hvort að taka slaginn alla leið með gæðaeftirliti og fjármagni og færa HSS undir Landspítalann og tryggja þannig jafnan aðgang að sérfræðingum eða sleppa takinu og leyfa sveitarfélögunum að manna stöðurnar, taka ákvarðanir og hleypa einkarekstri að svæðinu. Kæri kjósandi. Tökum málin í okkar hendur og stöppum niður fæti. Við höfum fengið nóg! Umbætur í rekstri HSS eru forgangsmál Umbótar í Reykjanesbæ. Taktu slaginn með okkur. X-U Höfundar skipa 1.-3. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun