Laxeldi í Seyðisfirði má hindra! Helgi Hlynur Ásgrímsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir og Pétur Heimisson skrifa 11. maí 2022 07:45 Nýverið, sjö árum eftir upphaf laxeldisáforma í Seyðisfirði héldu forsvarsmenn eldisins loks upplýsingafund um sín áform. Þá voru 15 mánuðir síðan sveitarstjóri Múlaþings tók við undirskriftum 55% Seyðfirðinga sem mótmæltu laxeldinu afdráttarlaust. Skipulagsstofnun hefur tíundað margt sem mælir gegn laxeldinu. Pólitísk öfl í Múlaþingi, önnur en VG, láta sem þau geti ekkert aðhafst varðandi framgang laxeldisáformanna, eða þora þau ekki? Að þora að hafa skoðun Framboð VG hefur eitt framboða í Múlaþingi lýst algjörri andstöðu við laxeldi í Seyðisfirði og líka vilja til að koma í veg fyrir það. Aðrir oddvitar telja sig ekkert geta aðhafst í þá veru. Er það misskilningur eða kannski fyrirsláttur, til að forðast slaginn? Vissulega hefur Múlaþing ekki skipulagslegt forræði yfir áformuðum kvíastæðum, nokkuð sem kjörnir fulltrúar telja allir óeðlilegt. Við njótum samt skoðanafrelsis og það að hafa ekki skipulagsforræðið rænir engan því frelsi. Fulltrúar geta lýst sig andvíga eldinu og tekið afstöðu með mótmælendum og náttúru. Þeir geta líka gengið lengra og fh. sveitarstjórnar synjað laxeldisfyrirtækinu um ákveðin skipulagsleg atriði sem til staðar þurfa að vera í landi svo laxeldið geti hafist. Það skipulag er á hendi sveitarstjórnar og full ástæða til að láta á það reyna og það fyrir dómi ef þörf krefur. Kjósum með íbúalýðræði Fulltrúar VG í sveitarstjórn og í fagráðum Múlaþings hafa markvisst unnið gegn áformuðu laxeldi og gera áfram fái þeir til þess traust kjósenda. Neiti Múlaþing laxeldisfyrirtækinu um tiltekið skipulag í landi, þá fælust í því skýr skilaboð um að sveitarstjórnin taki undir andstöðu íbúanna. Það ásamt með þeim yfirlýsta vilja talsmanna eldisins, að hefja það í sátt við nærsamfélagið ætti að nægja þeim til að velja sér önnur og þarfari verkefni. Slíkt kallast að virða andstöðu og vera sér samkvæmur og að því er sómi. Hugsaðu málið kjósandi góður. Kannski kemur að því að einhver mætir í þinn bakgarð og vill troða í hann gróðamaskínu fyrir sig og sína. Það gæti hindrað þig í að nostra þar og njóta á þann hátt sem þú hafðir valið að gera og ætlaðir að halda áfram að gera. Málið er í þínum höndum, endilega mættu á kjörstað 14. maí og tjáðu þína skoðun. Taktu afstöðu með íbúalýðræði, kjóstu VG! Höfundar skipa 1.-3. sæti á lista Vinstri grænna í Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Múlaþing Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Nýverið, sjö árum eftir upphaf laxeldisáforma í Seyðisfirði héldu forsvarsmenn eldisins loks upplýsingafund um sín áform. Þá voru 15 mánuðir síðan sveitarstjóri Múlaþings tók við undirskriftum 55% Seyðfirðinga sem mótmæltu laxeldinu afdráttarlaust. Skipulagsstofnun hefur tíundað margt sem mælir gegn laxeldinu. Pólitísk öfl í Múlaþingi, önnur en VG, láta sem þau geti ekkert aðhafst varðandi framgang laxeldisáformanna, eða þora þau ekki? Að þora að hafa skoðun Framboð VG hefur eitt framboða í Múlaþingi lýst algjörri andstöðu við laxeldi í Seyðisfirði og líka vilja til að koma í veg fyrir það. Aðrir oddvitar telja sig ekkert geta aðhafst í þá veru. Er það misskilningur eða kannski fyrirsláttur, til að forðast slaginn? Vissulega hefur Múlaþing ekki skipulagslegt forræði yfir áformuðum kvíastæðum, nokkuð sem kjörnir fulltrúar telja allir óeðlilegt. Við njótum samt skoðanafrelsis og það að hafa ekki skipulagsforræðið rænir engan því frelsi. Fulltrúar geta lýst sig andvíga eldinu og tekið afstöðu með mótmælendum og náttúru. Þeir geta líka gengið lengra og fh. sveitarstjórnar synjað laxeldisfyrirtækinu um ákveðin skipulagsleg atriði sem til staðar þurfa að vera í landi svo laxeldið geti hafist. Það skipulag er á hendi sveitarstjórnar og full ástæða til að láta á það reyna og það fyrir dómi ef þörf krefur. Kjósum með íbúalýðræði Fulltrúar VG í sveitarstjórn og í fagráðum Múlaþings hafa markvisst unnið gegn áformuðu laxeldi og gera áfram fái þeir til þess traust kjósenda. Neiti Múlaþing laxeldisfyrirtækinu um tiltekið skipulag í landi, þá fælust í því skýr skilaboð um að sveitarstjórnin taki undir andstöðu íbúanna. Það ásamt með þeim yfirlýsta vilja talsmanna eldisins, að hefja það í sátt við nærsamfélagið ætti að nægja þeim til að velja sér önnur og þarfari verkefni. Slíkt kallast að virða andstöðu og vera sér samkvæmur og að því er sómi. Hugsaðu málið kjósandi góður. Kannski kemur að því að einhver mætir í þinn bakgarð og vill troða í hann gróðamaskínu fyrir sig og sína. Það gæti hindrað þig í að nostra þar og njóta á þann hátt sem þú hafðir valið að gera og ætlaðir að halda áfram að gera. Málið er í þínum höndum, endilega mættu á kjörstað 14. maí og tjáðu þína skoðun. Taktu afstöðu með íbúalýðræði, kjóstu VG! Höfundar skipa 1.-3. sæti á lista Vinstri grænna í Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun