Í röng göng með gæslumenn á hælunum eftir stórt tap gegn Phoenix Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2022 07:32 Dómarinn David Guthrie reynir að stía þeim Bismack Biyombo og Marquese Chriss í sundur. AP/Ross D. Franklin Phoenix Suns og Miami Heat tóku forystuna í einvígum sínum í 8-liða úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Phoenix vann öruggan 110-80 heimasigur gegn Dallas Mavericks og staðan er því 3-2 í einvíginu svo að Phoenix gæti komist áfram með sigri í Dallas annað kvöld. Allir leikir einvígisins hafa hins vegar unnist á heimavelli. Devin Booker var stigahæstur hjá Phoenix með 28 stig en hann setti meðal annars niður tvo þrista snemma í seinni hálfleik þegar heimamenn bjuggu sér til forskot og komust í 61-50, og síðar 82-60 áður en fjórði leikhluti hófst. The @Suns were led by @DevinBook in their Game 5 W! 28 PTS 7 REB 2 STL The Suns take a 3-2 series leadGame 6: Thursday, 9:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/27Q9rovYzz— NBA (@NBA) May 11, 2022 Þó að spennan færi fljótt úr leiknum í seinni hálfleik í gær þá hefur verið talsverður hiti í einvíginu og minnstu munaði að upp úr syði í lok leiks. Bismack Biyombo hafði átt fínan leik fyrir Phoenix en var vísað af velli þegar örfáar sekúndur voru eftir, líkt og Marquese Chriss í kjölfar villu Chriss sem ýtti auk þess Biyombo. Biyombo fór af vellinum í gegnum rétt göng á leið sinni inn í búningsklefa heimamanna en Chriss, sem gjörþekkir staðinn eftir að hafa spilað með Phoenix 2016-18, ákvað að hlaupa á eftir honum í gegnum sömu göng. Hann átti að fara í gegnum göng hinu megin á vellinum. Gæslumenn hlupu strax á eftir Chriss og sáu til þess að ekki kæmi til neinna frekari átaka, eins og sjá má. Marquese Chriss and Bismack Biyombo almost went at it in the locker room hallway pic.twitter.com/erLrolsXcO— Bleacher Report (@BleacherReport) May 11, 2022 Miami Heat vann einnig öruggan sigur gegn Philadelphia 76ers, 120-85, og komst í 3-2. Miami, með DJ Khaled í stuði á fremsta áhorfendabekk, hefur unnið alla sex leiki sína í úrslitakeppninni til þessa en næsti leikur er í Philadelphia annað kvöld. Jimmy Butler skoraði 23 stig fyrir Miami og Max Strus skoraði 19 auk þess að taka 10 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Körfubolti Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Phoenix vann öruggan 110-80 heimasigur gegn Dallas Mavericks og staðan er því 3-2 í einvíginu svo að Phoenix gæti komist áfram með sigri í Dallas annað kvöld. Allir leikir einvígisins hafa hins vegar unnist á heimavelli. Devin Booker var stigahæstur hjá Phoenix með 28 stig en hann setti meðal annars niður tvo þrista snemma í seinni hálfleik þegar heimamenn bjuggu sér til forskot og komust í 61-50, og síðar 82-60 áður en fjórði leikhluti hófst. The @Suns were led by @DevinBook in their Game 5 W! 28 PTS 7 REB 2 STL The Suns take a 3-2 series leadGame 6: Thursday, 9:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/27Q9rovYzz— NBA (@NBA) May 11, 2022 Þó að spennan færi fljótt úr leiknum í seinni hálfleik í gær þá hefur verið talsverður hiti í einvíginu og minnstu munaði að upp úr syði í lok leiks. Bismack Biyombo hafði átt fínan leik fyrir Phoenix en var vísað af velli þegar örfáar sekúndur voru eftir, líkt og Marquese Chriss í kjölfar villu Chriss sem ýtti auk þess Biyombo. Biyombo fór af vellinum í gegnum rétt göng á leið sinni inn í búningsklefa heimamanna en Chriss, sem gjörþekkir staðinn eftir að hafa spilað með Phoenix 2016-18, ákvað að hlaupa á eftir honum í gegnum sömu göng. Hann átti að fara í gegnum göng hinu megin á vellinum. Gæslumenn hlupu strax á eftir Chriss og sáu til þess að ekki kæmi til neinna frekari átaka, eins og sjá má. Marquese Chriss and Bismack Biyombo almost went at it in the locker room hallway pic.twitter.com/erLrolsXcO— Bleacher Report (@BleacherReport) May 11, 2022 Miami Heat vann einnig öruggan sigur gegn Philadelphia 76ers, 120-85, og komst í 3-2. Miami, með DJ Khaled í stuði á fremsta áhorfendabekk, hefur unnið alla sex leiki sína í úrslitakeppninni til þessa en næsti leikur er í Philadelphia annað kvöld. Jimmy Butler skoraði 23 stig fyrir Miami og Max Strus skoraði 19 auk þess að taka 10 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Körfubolti Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira