Í röng göng með gæslumenn á hælunum eftir stórt tap gegn Phoenix Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2022 07:32 Dómarinn David Guthrie reynir að stía þeim Bismack Biyombo og Marquese Chriss í sundur. AP/Ross D. Franklin Phoenix Suns og Miami Heat tóku forystuna í einvígum sínum í 8-liða úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Phoenix vann öruggan 110-80 heimasigur gegn Dallas Mavericks og staðan er því 3-2 í einvíginu svo að Phoenix gæti komist áfram með sigri í Dallas annað kvöld. Allir leikir einvígisins hafa hins vegar unnist á heimavelli. Devin Booker var stigahæstur hjá Phoenix með 28 stig en hann setti meðal annars niður tvo þrista snemma í seinni hálfleik þegar heimamenn bjuggu sér til forskot og komust í 61-50, og síðar 82-60 áður en fjórði leikhluti hófst. The @Suns were led by @DevinBook in their Game 5 W! 28 PTS 7 REB 2 STL The Suns take a 3-2 series leadGame 6: Thursday, 9:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/27Q9rovYzz— NBA (@NBA) May 11, 2022 Þó að spennan færi fljótt úr leiknum í seinni hálfleik í gær þá hefur verið talsverður hiti í einvíginu og minnstu munaði að upp úr syði í lok leiks. Bismack Biyombo hafði átt fínan leik fyrir Phoenix en var vísað af velli þegar örfáar sekúndur voru eftir, líkt og Marquese Chriss í kjölfar villu Chriss sem ýtti auk þess Biyombo. Biyombo fór af vellinum í gegnum rétt göng á leið sinni inn í búningsklefa heimamanna en Chriss, sem gjörþekkir staðinn eftir að hafa spilað með Phoenix 2016-18, ákvað að hlaupa á eftir honum í gegnum sömu göng. Hann átti að fara í gegnum göng hinu megin á vellinum. Gæslumenn hlupu strax á eftir Chriss og sáu til þess að ekki kæmi til neinna frekari átaka, eins og sjá má. Marquese Chriss and Bismack Biyombo almost went at it in the locker room hallway pic.twitter.com/erLrolsXcO— Bleacher Report (@BleacherReport) May 11, 2022 Miami Heat vann einnig öruggan sigur gegn Philadelphia 76ers, 120-85, og komst í 3-2. Miami, með DJ Khaled í stuði á fremsta áhorfendabekk, hefur unnið alla sex leiki sína í úrslitakeppninni til þessa en næsti leikur er í Philadelphia annað kvöld. Jimmy Butler skoraði 23 stig fyrir Miami og Max Strus skoraði 19 auk þess að taka 10 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Körfubolti Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Phoenix vann öruggan 110-80 heimasigur gegn Dallas Mavericks og staðan er því 3-2 í einvíginu svo að Phoenix gæti komist áfram með sigri í Dallas annað kvöld. Allir leikir einvígisins hafa hins vegar unnist á heimavelli. Devin Booker var stigahæstur hjá Phoenix með 28 stig en hann setti meðal annars niður tvo þrista snemma í seinni hálfleik þegar heimamenn bjuggu sér til forskot og komust í 61-50, og síðar 82-60 áður en fjórði leikhluti hófst. The @Suns were led by @DevinBook in their Game 5 W! 28 PTS 7 REB 2 STL The Suns take a 3-2 series leadGame 6: Thursday, 9:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/27Q9rovYzz— NBA (@NBA) May 11, 2022 Þó að spennan færi fljótt úr leiknum í seinni hálfleik í gær þá hefur verið talsverður hiti í einvíginu og minnstu munaði að upp úr syði í lok leiks. Bismack Biyombo hafði átt fínan leik fyrir Phoenix en var vísað af velli þegar örfáar sekúndur voru eftir, líkt og Marquese Chriss í kjölfar villu Chriss sem ýtti auk þess Biyombo. Biyombo fór af vellinum í gegnum rétt göng á leið sinni inn í búningsklefa heimamanna en Chriss, sem gjörþekkir staðinn eftir að hafa spilað með Phoenix 2016-18, ákvað að hlaupa á eftir honum í gegnum sömu göng. Hann átti að fara í gegnum göng hinu megin á vellinum. Gæslumenn hlupu strax á eftir Chriss og sáu til þess að ekki kæmi til neinna frekari átaka, eins og sjá má. Marquese Chriss and Bismack Biyombo almost went at it in the locker room hallway pic.twitter.com/erLrolsXcO— Bleacher Report (@BleacherReport) May 11, 2022 Miami Heat vann einnig öruggan sigur gegn Philadelphia 76ers, 120-85, og komst í 3-2. Miami, með DJ Khaled í stuði á fremsta áhorfendabekk, hefur unnið alla sex leiki sína í úrslitakeppninni til þessa en næsti leikur er í Philadelphia annað kvöld. Jimmy Butler skoraði 23 stig fyrir Miami og Max Strus skoraði 19 auk þess að taka 10 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Körfubolti Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira