Þegar samvinna býr til samfélagsleg verðmæti Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar 11. maí 2022 11:15 Endurbætur og stækkun Þorlákshafnar á árunum 2015-2017 undir forystu Framfarasinna er framkvæmd sem gjörbreytt hefur samfélaginu í Ölfusi með jákvæðum hætti. Hjörtur Jónsson var ráðinn hafnarstjóri Þorlákshafnar í ársbyrjun 2014 og upp úr því fóru magnaðir hlutir að gerast í góðu samstarfi starfsmanna og kjörinna fulltrúa. Þessi jákvæðu áhrif af verkefninu ná langt út fyrir nærsvæði Þorlákshafnar og styrkja þau grunn atvinnuuppbyggingar á Suðurlandi. Hugmynd ein og sér gerir hana ekki að veruleika, hún verður að vera raunsæ, verulega vel útfærð með sterkri framtíðarsýn og haldið frá kastljósi fjölmiðla. Allur undirbúningur þessarar hugmyndar var með þeim hætti og vel var haldið utan um framkvæmdina. Skipulega var unnið að öflun verkefna allt frá byrjun sem skilaði t.a.m. samningi við Smyril Line sem ekki byggði á neinum tilviljunum. Þróunin er í samræmi við upphaflegar áætlanir Sögunni allri er hægt að fletta upp í ítarlegum greinargerðum með fjárhagsáætlunum á síðasta kjörtímabili á vefsíðu Ölfuss, www. olfus.is. Það er gaman að sjá að Þorlákshöfn vex og dafnar í takti áætlanir sem þá voru gerðar og að framtíðarsýnin er að teiknast upp eins og við sáum hana fyrir 8 árum síðan. Eftirfarandi er tekið úr greinargerðinni sem skrifuð var haustið 2014: „Með framangreindum framkvæmdum, er áætlað að stærri skip geti athafnað sig innan hafnar sem opnar á möguleika á að fá inn stærri fragtskip en nú, skemmtiferðaskip sem alls ekki koma í dag og einnig stórar vöru- og fólksflutningaferjur. Auk þess sem þjónustugetan við núverandi viðskiptavini myndi aukast verulega strax.“ Framtíðarsýnin hefði vart geta verið betur sett á blað í ljósi sögunnar. Sérfræðingarnir sem komu að gerð þessara greinargerða eða öllu heldur stefnumörkun, voru starfsfólk sveitarfélagsins í samstarfi við kjörna fulltrúa. Þegar slík samvinna og virðing er viðhöfð verða til samfélagsleg verðmæti. Þorlákshöfn vex hraðar en aðrar hafnir á Íslandi Það er áhugavert að fara yfir nokkrar tölulegar staðreyndir og samanburð úr ársreikningum. Árið 2010 var Þorlákshöfn 11. stærsta höfn landsins í tekjum talið, 2016 var hún í 10. sæti, 2018 var hún í 8. sæti og stekkur upp í 6 sæti árið 2020. Tekjur Þorlákshafnar hafa vaxið hlutfallslega mun meira frá árinu 2016 en tekjur þeirra hafna sem fyrir ofan eru á listanum. Samanburður vegna 2021 liggur ekki fyrir en ljóst er að Þorlákshöfn heldur áfram að vaxa sem sýnir hversu verðmæt þessi hugmynd er sem lögð var á borð í Ráðhúsi Ölfuss í byrjun árs 2014. Eftirfarandi mynd segir meira en mörg orð: Gott samstarf kjörinna fulltrúa og starfsfólks sveitarfélagsins eru þau vinnubrögð sem við ætlum að tryggja á næsta kjörtímabili fáum við til þess umboð. Ég er tilbúinn til deila af reynslu minni og þekkingu og vinna fyrir ykkur af heilindum að framförum og umbótum í sveitarfélaginu okkar og óska því eftir ykkar stuðningi í komandi kosningum þann 14. maí. Setjum X við B og vinnum saman að bjartri framtíð Ölfuss. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri Ölfuss, 3. sæti á lista XB Framfarasinna í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Ölfus Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Endurbætur og stækkun Þorlákshafnar á árunum 2015-2017 undir forystu Framfarasinna er framkvæmd sem gjörbreytt hefur samfélaginu í Ölfusi með jákvæðum hætti. Hjörtur Jónsson var ráðinn hafnarstjóri Þorlákshafnar í ársbyrjun 2014 og upp úr því fóru magnaðir hlutir að gerast í góðu samstarfi starfsmanna og kjörinna fulltrúa. Þessi jákvæðu áhrif af verkefninu ná langt út fyrir nærsvæði Þorlákshafnar og styrkja þau grunn atvinnuuppbyggingar á Suðurlandi. Hugmynd ein og sér gerir hana ekki að veruleika, hún verður að vera raunsæ, verulega vel útfærð með sterkri framtíðarsýn og haldið frá kastljósi fjölmiðla. Allur undirbúningur þessarar hugmyndar var með þeim hætti og vel var haldið utan um framkvæmdina. Skipulega var unnið að öflun verkefna allt frá byrjun sem skilaði t.a.m. samningi við Smyril Line sem ekki byggði á neinum tilviljunum. Þróunin er í samræmi við upphaflegar áætlanir Sögunni allri er hægt að fletta upp í ítarlegum greinargerðum með fjárhagsáætlunum á síðasta kjörtímabili á vefsíðu Ölfuss, www. olfus.is. Það er gaman að sjá að Þorlákshöfn vex og dafnar í takti áætlanir sem þá voru gerðar og að framtíðarsýnin er að teiknast upp eins og við sáum hana fyrir 8 árum síðan. Eftirfarandi er tekið úr greinargerðinni sem skrifuð var haustið 2014: „Með framangreindum framkvæmdum, er áætlað að stærri skip geti athafnað sig innan hafnar sem opnar á möguleika á að fá inn stærri fragtskip en nú, skemmtiferðaskip sem alls ekki koma í dag og einnig stórar vöru- og fólksflutningaferjur. Auk þess sem þjónustugetan við núverandi viðskiptavini myndi aukast verulega strax.“ Framtíðarsýnin hefði vart geta verið betur sett á blað í ljósi sögunnar. Sérfræðingarnir sem komu að gerð þessara greinargerða eða öllu heldur stefnumörkun, voru starfsfólk sveitarfélagsins í samstarfi við kjörna fulltrúa. Þegar slík samvinna og virðing er viðhöfð verða til samfélagsleg verðmæti. Þorlákshöfn vex hraðar en aðrar hafnir á Íslandi Það er áhugavert að fara yfir nokkrar tölulegar staðreyndir og samanburð úr ársreikningum. Árið 2010 var Þorlákshöfn 11. stærsta höfn landsins í tekjum talið, 2016 var hún í 10. sæti, 2018 var hún í 8. sæti og stekkur upp í 6 sæti árið 2020. Tekjur Þorlákshafnar hafa vaxið hlutfallslega mun meira frá árinu 2016 en tekjur þeirra hafna sem fyrir ofan eru á listanum. Samanburður vegna 2021 liggur ekki fyrir en ljóst er að Þorlákshöfn heldur áfram að vaxa sem sýnir hversu verðmæt þessi hugmynd er sem lögð var á borð í Ráðhúsi Ölfuss í byrjun árs 2014. Eftirfarandi mynd segir meira en mörg orð: Gott samstarf kjörinna fulltrúa og starfsfólks sveitarfélagsins eru þau vinnubrögð sem við ætlum að tryggja á næsta kjörtímabili fáum við til þess umboð. Ég er tilbúinn til deila af reynslu minni og þekkingu og vinna fyrir ykkur af heilindum að framförum og umbótum í sveitarfélaginu okkar og óska því eftir ykkar stuðningi í komandi kosningum þann 14. maí. Setjum X við B og vinnum saman að bjartri framtíð Ölfuss. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri Ölfuss, 3. sæti á lista XB Framfarasinna í Ölfusi.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun