Framtíðin ræðst í bernskunni Bjarney Grendal, Linda Hrönn Þórisdóttir og Margrét Vala Marteinsdóttir skrifa 11. maí 2022 20:00 Það er ekki að ástæðulausu að leikskólamál eru alltaf stór kosningamál. Mikil þörf er á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólagöngu og veldur þetta tímabil, sem oft er nefnt umönnunarbilið, mörgum foreldrum og öðrum forsjáraðilum miklum kvíða sem eðli málsins samkvæmt vilja að börnin sín fái örugga umönnun. Hvað er börnum fyrir bestu? Sumir foreldrar hafa lengt fæðingarorlofið með því að fá t.d. 50% greiðslur í tvöfalt lengri tíma og hafa þannig minnkað þessa gjá milli fæðingarorlofs og leikskólagöngu og sumir eiga ömmur og afa á hliðarlínunni sem koma til bjargar. Það er þó ljóst að það hafa ekki allir foreldrar jöfn tækifæri til þess að brúa þetta bil stöðu sinnar og aðstæðna vegna og því ljóst að það búa ekki öll börn við sama borð. Framsókn í Hafnarfirði leggur til fjölbreyttar leiðir til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla í samvinnu við fagfólk. ·Endurskoða starfsumhverfið í leikskólum frá grunni, m.a. með tilliti til vinnuaðstæðna, skilgreiningu á leikskóladeginum, hávaðamengunar, fermetrafjölda á skilgreindu leiksvæði og barngilda. Þannig hvetjum við fleira fagfólk til að vinna í leikskólum og löðum að meiri nýliðun í stétt leikskólakennara ·Styðja betur við dagforeldra með húsnæði, fræðslu og öðrum aðbúnaði. Þannig eflum við fagmennsku þessarar mikilvægu stéttar enn frekar. ·Hvetja stjórnvöld til þess að fæðingarorlof verði lengt upp í 18 mánuði. Framsókn hefur verið sá stjórnmálaflokkur sem hefur tvívegis lengt fæðingarorlofið. Allt er þá þrennt er, segir máltækið og höfum við fulla trú á að sú verði raunin hér. ·Hefja vinnu við að gera leikskólann að lögbundinni þjónustu í samvinnu við skólasamfélagið. Hann yrði þá gerður gjaldfrjáls í skrefum, byrjað á 5 ára börnum. Faglegt skólastarf í gegnum leik og sköpun eins og tíðkast nú þegar en verður skilgreint í jafn margar klukkustundir á dag og á yngsta stigi grunnskóla. Með þessum margþættu aðgerðum komum við til móts við mismunandi óskir og stöðu foreldra og barna þeirra því við vitum að það sama hentar ekki öllum. Við búum við mismunandi aðstæður og þær þarf ávallt að meta með hagsmuni barnanna sjálfra að leiðarljósi. Það er samvinnuleiðin sem við í Framsókn stöndum fyrir. Greinahöfundar eru allar mæður barna á leik- og grunnskólaaldri Margrét Vala, skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði Bjarney Grendal, skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði Linda Hrönn, skipar 16. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Það er ekki að ástæðulausu að leikskólamál eru alltaf stór kosningamál. Mikil þörf er á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólagöngu og veldur þetta tímabil, sem oft er nefnt umönnunarbilið, mörgum foreldrum og öðrum forsjáraðilum miklum kvíða sem eðli málsins samkvæmt vilja að börnin sín fái örugga umönnun. Hvað er börnum fyrir bestu? Sumir foreldrar hafa lengt fæðingarorlofið með því að fá t.d. 50% greiðslur í tvöfalt lengri tíma og hafa þannig minnkað þessa gjá milli fæðingarorlofs og leikskólagöngu og sumir eiga ömmur og afa á hliðarlínunni sem koma til bjargar. Það er þó ljóst að það hafa ekki allir foreldrar jöfn tækifæri til þess að brúa þetta bil stöðu sinnar og aðstæðna vegna og því ljóst að það búa ekki öll börn við sama borð. Framsókn í Hafnarfirði leggur til fjölbreyttar leiðir til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla í samvinnu við fagfólk. ·Endurskoða starfsumhverfið í leikskólum frá grunni, m.a. með tilliti til vinnuaðstæðna, skilgreiningu á leikskóladeginum, hávaðamengunar, fermetrafjölda á skilgreindu leiksvæði og barngilda. Þannig hvetjum við fleira fagfólk til að vinna í leikskólum og löðum að meiri nýliðun í stétt leikskólakennara ·Styðja betur við dagforeldra með húsnæði, fræðslu og öðrum aðbúnaði. Þannig eflum við fagmennsku þessarar mikilvægu stéttar enn frekar. ·Hvetja stjórnvöld til þess að fæðingarorlof verði lengt upp í 18 mánuði. Framsókn hefur verið sá stjórnmálaflokkur sem hefur tvívegis lengt fæðingarorlofið. Allt er þá þrennt er, segir máltækið og höfum við fulla trú á að sú verði raunin hér. ·Hefja vinnu við að gera leikskólann að lögbundinni þjónustu í samvinnu við skólasamfélagið. Hann yrði þá gerður gjaldfrjáls í skrefum, byrjað á 5 ára börnum. Faglegt skólastarf í gegnum leik og sköpun eins og tíðkast nú þegar en verður skilgreint í jafn margar klukkustundir á dag og á yngsta stigi grunnskóla. Með þessum margþættu aðgerðum komum við til móts við mismunandi óskir og stöðu foreldra og barna þeirra því við vitum að það sama hentar ekki öllum. Við búum við mismunandi aðstæður og þær þarf ávallt að meta með hagsmuni barnanna sjálfra að leiðarljósi. Það er samvinnuleiðin sem við í Framsókn stöndum fyrir. Greinahöfundar eru allar mæður barna á leik- og grunnskólaaldri Margrét Vala, skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði Bjarney Grendal, skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði Linda Hrönn, skipar 16. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun