Öll mörkin úr Bestu deildinni: Táningur skoraði beint úr horni, sigurvíti og rautt spjald í blálokin Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2022 08:32 Valsmenn fögnuðu flottum 4-0 sigri gegn ÍA í gærkvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Það var nóg um að vera í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Öll mörkin úr leikjunum fjórum sem og rauða spjaldið sem fór á loft í leik ÍBV og KR má sjá hér á Vísi. Breiðablik vann Stjörnuna 3-2 í frábærum leik á Kópavogsvelli. Dagur Dan Þórhallsson og Jason Daði Svanþórsson komu Blikum í 2-0 en hinn 18 ára Guðmundur Baldvin Nökkvason minnkaði muninn með marki beint úr hornspyrnu. Emil Atlason jafnaði svo metin á 79. mínútu en enn var tími fyrir Viktor Örn Margeirsson til að stanga boltann í netið og tryggja toppliði Blika sinn fimmta sigur. Klippa: Breiðablik 3-2 Stjarnan KR vann sinn annan sigur á tímabilinu þegar liðið lagði ÍBV í Eyjum, 2-1. Ægir Jarl Jónasson skoraði strax á 3. mínútu en Kristinn Jónsson jafnaði óvart metin með sjálfsmarki um miðjan fyrri hálfleik. Skömmu fyrir leikhlé skoraði Kennie Chopart það sem reyndist sigurmarkið með góðu skoti við vítateigslínuna. Þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum fékk Atli Hrafn Andrason að líta beint rautt spjald fyrir að fara í slæma tæklingu gegn Kristni Jónssyni. Klippa: ÍBV 1-2 KR Valsmenn og KA-menn fylgja í humátt á eftir Breiðabliki og eru aðeins tveimur stigum á eftir toppliðinu. Valsmenn sýndu sínar bestu hliðar í seinni hálfleik gegn ÍA í gær, eftir að Patrick Pedersen hafði komið þeim yfir rétt fyrir hálfleik. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvívegis gegn sínu uppeldisfélagi og Guðmundur Andri Tryggvason skoraði einnig laglegt mark. Klippa: Valur 4-0 ÍA Á Dalvík réðust úrslitin í uppbótartíma þegar Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði úr vítaspyrnu í 1-0 sigri KA gegn FH. Nökkvi náði sjálfur í vítaspyrnuna þegar Vuk Oskar Dimitrijevic sparkaði óvart í hann innan teigs. Klippa: KA 1-0 FH Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Breiðablik Stjarnan ÍBV KR Valur ÍA KA FH Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA 1-0 FH | Dramatík fyrir norðan KA vann dramatískan 1-0 sigur á FH á Dalvíkurvelli í kvöld þar sem Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á þriðju mínútu uppbótartíma. 11. maí 2022 21:10 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik 3-2 Stjarnan | Blikar ná í mikilvæg stig í hörku leik Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans lærisveinar í Breiðablik höfðu betur gegn gamla læriföðurinum, Ágústi Gylfasyni og Stjörnumönnum. Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og sitja sem fastast á toppi deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 11. maí 2022 22:23 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍA 4-0 | Valur vann á afmælisdaginn Valur hélt upp á 111 ára afmæli félagsins með 4-0 sigri á ÍA í 5. umferð Bestu deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. 11. maí 2022 21:50 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 1-2 KR | Vesturbæingar sóttu stigin þrjú í eyjum Eyjamenn þurfa að bíða lengur eftir sínum fyrsta sigri í Bestu deild karla. KR-ingar sóttu stigin þrjú á Hásteinsvelli þar sem gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin. Lokatölur 1-2 fyrir KR. 11. maí 2022 20:00 Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Fleiri fréttir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Sjá meira
Breiðablik vann Stjörnuna 3-2 í frábærum leik á Kópavogsvelli. Dagur Dan Þórhallsson og Jason Daði Svanþórsson komu Blikum í 2-0 en hinn 18 ára Guðmundur Baldvin Nökkvason minnkaði muninn með marki beint úr hornspyrnu. Emil Atlason jafnaði svo metin á 79. mínútu en enn var tími fyrir Viktor Örn Margeirsson til að stanga boltann í netið og tryggja toppliði Blika sinn fimmta sigur. Klippa: Breiðablik 3-2 Stjarnan KR vann sinn annan sigur á tímabilinu þegar liðið lagði ÍBV í Eyjum, 2-1. Ægir Jarl Jónasson skoraði strax á 3. mínútu en Kristinn Jónsson jafnaði óvart metin með sjálfsmarki um miðjan fyrri hálfleik. Skömmu fyrir leikhlé skoraði Kennie Chopart það sem reyndist sigurmarkið með góðu skoti við vítateigslínuna. Þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum fékk Atli Hrafn Andrason að líta beint rautt spjald fyrir að fara í slæma tæklingu gegn Kristni Jónssyni. Klippa: ÍBV 1-2 KR Valsmenn og KA-menn fylgja í humátt á eftir Breiðabliki og eru aðeins tveimur stigum á eftir toppliðinu. Valsmenn sýndu sínar bestu hliðar í seinni hálfleik gegn ÍA í gær, eftir að Patrick Pedersen hafði komið þeim yfir rétt fyrir hálfleik. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvívegis gegn sínu uppeldisfélagi og Guðmundur Andri Tryggvason skoraði einnig laglegt mark. Klippa: Valur 4-0 ÍA Á Dalvík réðust úrslitin í uppbótartíma þegar Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði úr vítaspyrnu í 1-0 sigri KA gegn FH. Nökkvi náði sjálfur í vítaspyrnuna þegar Vuk Oskar Dimitrijevic sparkaði óvart í hann innan teigs. Klippa: KA 1-0 FH Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Breiðablik Stjarnan ÍBV KR Valur ÍA KA FH Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA 1-0 FH | Dramatík fyrir norðan KA vann dramatískan 1-0 sigur á FH á Dalvíkurvelli í kvöld þar sem Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á þriðju mínútu uppbótartíma. 11. maí 2022 21:10 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik 3-2 Stjarnan | Blikar ná í mikilvæg stig í hörku leik Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans lærisveinar í Breiðablik höfðu betur gegn gamla læriföðurinum, Ágústi Gylfasyni og Stjörnumönnum. Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og sitja sem fastast á toppi deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 11. maí 2022 22:23 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍA 4-0 | Valur vann á afmælisdaginn Valur hélt upp á 111 ára afmæli félagsins með 4-0 sigri á ÍA í 5. umferð Bestu deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. 11. maí 2022 21:50 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 1-2 KR | Vesturbæingar sóttu stigin þrjú í eyjum Eyjamenn þurfa að bíða lengur eftir sínum fyrsta sigri í Bestu deild karla. KR-ingar sóttu stigin þrjú á Hásteinsvelli þar sem gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin. Lokatölur 1-2 fyrir KR. 11. maí 2022 20:00 Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Fleiri fréttir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KA 1-0 FH | Dramatík fyrir norðan KA vann dramatískan 1-0 sigur á FH á Dalvíkurvelli í kvöld þar sem Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á þriðju mínútu uppbótartíma. 11. maí 2022 21:10
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik 3-2 Stjarnan | Blikar ná í mikilvæg stig í hörku leik Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans lærisveinar í Breiðablik höfðu betur gegn gamla læriföðurinum, Ágústi Gylfasyni og Stjörnumönnum. Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og sitja sem fastast á toppi deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 11. maí 2022 22:23
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍA 4-0 | Valur vann á afmælisdaginn Valur hélt upp á 111 ára afmæli félagsins með 4-0 sigri á ÍA í 5. umferð Bestu deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. 11. maí 2022 21:50
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 1-2 KR | Vesturbæingar sóttu stigin þrjú í eyjum Eyjamenn þurfa að bíða lengur eftir sínum fyrsta sigri í Bestu deild karla. KR-ingar sóttu stigin þrjú á Hásteinsvelli þar sem gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin. Lokatölur 1-2 fyrir KR. 11. maí 2022 20:00