Velferð og umhyggja í Rangárþingi eystra Árný Hrund Svavarsdóttir og Sigríður Karólína Viðarsdóttir skrifa 12. maí 2022 11:46 Öll erum við misjöfn eins og við erum mörg, við höfum misjafnar þarfir og væntingar. Sumir hafa sterkt bakland en aðrir ekki, sumir eru einmanna en aðrir ekki. Félagslegi þátturinn er því mjög mikilvægur hvort sem við erum ung eða gömul. Við viljum gera átak í því að hvetja eldri íbúa til þátttöku í félagsstarfi til að koma í veg fyrir einmannaleikann. Er við lítum til eldri íbúa okkar, sem njóta sinna efri ára, þá er nauðsynlegt að við tryggjum þeim góða þjónustu. Starf félags eldri borgara hér í Rangárvallasýslu er mjög gott og viljum við efla það enn frekar. Með því að finna þeim varanlegt húsnæði til félagsstarfs getum við skapað góðar aðstæður fyrir samveru, viðburði og iðkun tómstunda. Hlutverk þannig félagsmiðstöðvar eldra fólks tryggir, félagsskap, tómstundir og þá drögum við úr hættu á félagslegri einangrun. Einnig viljum við stuðla að heilsueflingu eldri íbúa og hvetja þá til fjölbreyttra hreyfinga. Við viljum kanna möguleika á því að byggja upp þjónustuíbúðakjarna þar sem heimili og þjónusta væru tengd saman. Íbúðirnar væru leiguíbúðir sem tengjast sameiginlegri þjónustu, með því skapast öryggi og samvera. Við viljum efla ýmsa þjónustu og aðstoð til dæmis með umhirðu garða og fleira fyrir eldri íbúana okkar. Í samfélaginu okkar er mikilvægt að eiga öfluga félagsþjónustu fyrir fólkið okkar. Við viljum að allir hafi jöfn tækifræi til að búa í sveitarfélaginu okkar. Við viljum bæta upplýsingagjöf um það hvað félagsþjónustan býður fólki upp á. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er kveðið á um skipan í öldungaráðs. Það ráð viljum við efla enn frekar og virkja aðkomu þess til ákvarðanatöku sveitastjórnar. Þannig getum við tengt samfélag eldri íbúa inn í stjórnsýsluna til að koma sínum málefnum á framfæri. Það er alveg ljóst að við þurfum að gera betur þegar kemur að þjónustu við fatlað fólk í sveitarfélaginu. Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu sér um framkvæmd þjónustu við fatlað fólk og sinnir því eftirliti á okkar svæði. Leitast er eftir því að tryggja fötluðu fólki jafnrétti, gera því kleift að lifa eðlilegu lífi og skapa skilyrði fyrir þau að taka virkan þátt í lífinu. Við viljum bæta aðgengi fatlaðra í sveitarfélaginu, með því að tryggja aðgengi við allar opinberar byggingar sveitarfélagsins auk gangstíga, gatna og annarra svæða. Einnig viljum við auka möguleika á hreyfingu fatlaðra meðal annars með því að koma upp lyftubúnaði við sundlaugina á Hvolsvelli. Við viljum byggja búsetuúrræði fyrir fatlað fólk í samvinnu við Bergrisann bs, á kjörtímabilinu. Kæru kjósendur, það er trú okkar fólks á D-lista Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna að með samtali og samvinnu við íbúa er varðar málefni sveitarfélagsins, þá munum við uppskera gott samfélag. Við ætlum að vinna að heilindum fyrir sveitarfélagið okkar. Merktu X við D næstkomandi laugardag. Höfundar skipa 2. og 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rangárþing eystra Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Öll erum við misjöfn eins og við erum mörg, við höfum misjafnar þarfir og væntingar. Sumir hafa sterkt bakland en aðrir ekki, sumir eru einmanna en aðrir ekki. Félagslegi þátturinn er því mjög mikilvægur hvort sem við erum ung eða gömul. Við viljum gera átak í því að hvetja eldri íbúa til þátttöku í félagsstarfi til að koma í veg fyrir einmannaleikann. Er við lítum til eldri íbúa okkar, sem njóta sinna efri ára, þá er nauðsynlegt að við tryggjum þeim góða þjónustu. Starf félags eldri borgara hér í Rangárvallasýslu er mjög gott og viljum við efla það enn frekar. Með því að finna þeim varanlegt húsnæði til félagsstarfs getum við skapað góðar aðstæður fyrir samveru, viðburði og iðkun tómstunda. Hlutverk þannig félagsmiðstöðvar eldra fólks tryggir, félagsskap, tómstundir og þá drögum við úr hættu á félagslegri einangrun. Einnig viljum við stuðla að heilsueflingu eldri íbúa og hvetja þá til fjölbreyttra hreyfinga. Við viljum kanna möguleika á því að byggja upp þjónustuíbúðakjarna þar sem heimili og þjónusta væru tengd saman. Íbúðirnar væru leiguíbúðir sem tengjast sameiginlegri þjónustu, með því skapast öryggi og samvera. Við viljum efla ýmsa þjónustu og aðstoð til dæmis með umhirðu garða og fleira fyrir eldri íbúana okkar. Í samfélaginu okkar er mikilvægt að eiga öfluga félagsþjónustu fyrir fólkið okkar. Við viljum að allir hafi jöfn tækifræi til að búa í sveitarfélaginu okkar. Við viljum bæta upplýsingagjöf um það hvað félagsþjónustan býður fólki upp á. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er kveðið á um skipan í öldungaráðs. Það ráð viljum við efla enn frekar og virkja aðkomu þess til ákvarðanatöku sveitastjórnar. Þannig getum við tengt samfélag eldri íbúa inn í stjórnsýsluna til að koma sínum málefnum á framfæri. Það er alveg ljóst að við þurfum að gera betur þegar kemur að þjónustu við fatlað fólk í sveitarfélaginu. Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu sér um framkvæmd þjónustu við fatlað fólk og sinnir því eftirliti á okkar svæði. Leitast er eftir því að tryggja fötluðu fólki jafnrétti, gera því kleift að lifa eðlilegu lífi og skapa skilyrði fyrir þau að taka virkan þátt í lífinu. Við viljum bæta aðgengi fatlaðra í sveitarfélaginu, með því að tryggja aðgengi við allar opinberar byggingar sveitarfélagsins auk gangstíga, gatna og annarra svæða. Einnig viljum við auka möguleika á hreyfingu fatlaðra meðal annars með því að koma upp lyftubúnaði við sundlaugina á Hvolsvelli. Við viljum byggja búsetuúrræði fyrir fatlað fólk í samvinnu við Bergrisann bs, á kjörtímabilinu. Kæru kjósendur, það er trú okkar fólks á D-lista Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna að með samtali og samvinnu við íbúa er varðar málefni sveitarfélagsins, þá munum við uppskera gott samfélag. Við ætlum að vinna að heilindum fyrir sveitarfélagið okkar. Merktu X við D næstkomandi laugardag. Höfundar skipa 2. og 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi eystra.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar