Kominn tími á alvöru miðbæ í Reykjanesbæ Eggert Sigurbergsson skrifar 12. maí 2022 15:00 Reykjanesbær er vel staðsettur þegar kemur að því að laða til sín verslun og þjónustu við íbúa á Suðurnesjum. Það á ekki síður við um ferðamenn sem renna hjá í milljónatali rétt eins og bærinn sé ekki til. Því miður er fátt sem gleður augað nema breiður af bílaleigubílum sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur verið valinn staður í augnahæð milljóna ferðamanna. Nýr framsækinn miðbær Það sem Reykjanesbær þarf á að halda er miðbær sem ekki laðar eingöngu til sín Suðurnesjamenn heldur einnig þær milljónir ferðamanna sem fara um Keflavíkurflugvöll á ári hverju og munu gera um ókomna tíð. Miðbærinn þarf að uppfylla óskir um öfluga verslanakjarna sem standast væntingar um allt það helsta sem Ísland hefur upp á bjóða og sinnir jafnframt öllum þörfum sjálfra íbúanna. Miðbær þarf að skarta menningu og sögu Suðurnesja þar sem reisa mætti kjarna endurreistra gamalla bygginga frá Suðurnesjum þar sem ferðamenn og íbúar geta notið þess að versla og njóta matar og veitinga. Miðbærinn þarf að tengja saman Hafnargötuna, Vatnsnesið og Krossmóa og gera að einu samfelldu verslunar- og þjónustusvæði sem þjónar ekki bara íbúum á Suðurnesjum heldur einnig milljónum ferðamanna sem keyra nú bara fram hjá. Miðbærinn gæti samhliða orðið miðpunktur ferðaþjónustu um Suðurnes, Gullna hringinn og suðurströndina eins og Reynisfjöru. Jafnvel mætti bjóða upp á dagsferðir í miðbæ Reykjavíkur. Hvað þarf að gera? Reykjanesbær þarf að endurskipuleggja Vatnsnesið og færa þann iðnað sem þar er á hentugri stað og gera Keflavíkurhöfn að þróunarsvæði eins og er heimilt að gera samkvæmt hafnarlögum með samþykki ráðherra. Huga þarf að samgöngum við nýja miðbæinn með því að fjölga leiðum að miðbænum og geta hringtengt umferð um svæðið í stað þess að búa til flöskustúta. Hver á að borga? Eðlilega á einkaframtakið að leiða þessa uppbyggingu og bærinn á að sjá til þess að skipulag taki mið af uppbyggingu miðbæjarins. Reykjanesbær getur lagt til lóðir, eignir og mögulegt byggingarland sem yrði framlag bæjarins í þróunarfélög sem stofnuð yrðu um framkvæmdir sem bærinn gæti síðan selt með hagnaði. Reykjanesbær á ekki að fjármagna framkvæmdir með lántökum heldur yrðu slíkar lántökur á hendi þeirra þróunarfélaga sem standa munu að uppbyggingu miðbæjarins og því ættu íbúar ekki að sitja uppi með þúsunda milljóna króna afskriftir eins og reyndin er með kísil- og álver þegar allt átti að reddast með stóriðju. Framtíð Reykjanesbæjar Framtíðin er björt ef rétt er haldið á spilunum með Reykjanesbæ sem miðstöð verslunar og þjónustu á Suðurnesjum. Við í Miðflokknum viljum stuðla að stórkostlegri framtíð Reykjanesbæjar með framsýnni hugsun og framkvæma það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjanesbær Miðflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Reykjanesbær er vel staðsettur þegar kemur að því að laða til sín verslun og þjónustu við íbúa á Suðurnesjum. Það á ekki síður við um ferðamenn sem renna hjá í milljónatali rétt eins og bærinn sé ekki til. Því miður er fátt sem gleður augað nema breiður af bílaleigubílum sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur verið valinn staður í augnahæð milljóna ferðamanna. Nýr framsækinn miðbær Það sem Reykjanesbær þarf á að halda er miðbær sem ekki laðar eingöngu til sín Suðurnesjamenn heldur einnig þær milljónir ferðamanna sem fara um Keflavíkurflugvöll á ári hverju og munu gera um ókomna tíð. Miðbærinn þarf að uppfylla óskir um öfluga verslanakjarna sem standast væntingar um allt það helsta sem Ísland hefur upp á bjóða og sinnir jafnframt öllum þörfum sjálfra íbúanna. Miðbær þarf að skarta menningu og sögu Suðurnesja þar sem reisa mætti kjarna endurreistra gamalla bygginga frá Suðurnesjum þar sem ferðamenn og íbúar geta notið þess að versla og njóta matar og veitinga. Miðbærinn þarf að tengja saman Hafnargötuna, Vatnsnesið og Krossmóa og gera að einu samfelldu verslunar- og þjónustusvæði sem þjónar ekki bara íbúum á Suðurnesjum heldur einnig milljónum ferðamanna sem keyra nú bara fram hjá. Miðbærinn gæti samhliða orðið miðpunktur ferðaþjónustu um Suðurnes, Gullna hringinn og suðurströndina eins og Reynisfjöru. Jafnvel mætti bjóða upp á dagsferðir í miðbæ Reykjavíkur. Hvað þarf að gera? Reykjanesbær þarf að endurskipuleggja Vatnsnesið og færa þann iðnað sem þar er á hentugri stað og gera Keflavíkurhöfn að þróunarsvæði eins og er heimilt að gera samkvæmt hafnarlögum með samþykki ráðherra. Huga þarf að samgöngum við nýja miðbæinn með því að fjölga leiðum að miðbænum og geta hringtengt umferð um svæðið í stað þess að búa til flöskustúta. Hver á að borga? Eðlilega á einkaframtakið að leiða þessa uppbyggingu og bærinn á að sjá til þess að skipulag taki mið af uppbyggingu miðbæjarins. Reykjanesbær getur lagt til lóðir, eignir og mögulegt byggingarland sem yrði framlag bæjarins í þróunarfélög sem stofnuð yrðu um framkvæmdir sem bærinn gæti síðan selt með hagnaði. Reykjanesbær á ekki að fjármagna framkvæmdir með lántökum heldur yrðu slíkar lántökur á hendi þeirra þróunarfélaga sem standa munu að uppbyggingu miðbæjarins og því ættu íbúar ekki að sitja uppi með þúsunda milljóna króna afskriftir eins og reyndin er með kísil- og álver þegar allt átti að reddast með stóriðju. Framtíð Reykjanesbæjar Framtíðin er björt ef rétt er haldið á spilunum með Reykjanesbæ sem miðstöð verslunar og þjónustu á Suðurnesjum. Við í Miðflokknum viljum stuðla að stórkostlegri framtíð Reykjanesbæjar með framsýnni hugsun og framkvæma það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun