Oddaleikur í Phoenix en Butler sendi Miami áfram Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2022 07:25 Jimmy Butler treður boltanum í sigri Miami Heat í nótt. Liðið er komið í úrslit austurdeildarinnar og mætir Boston Celtics eða Milwaukee Bucks. AP/Matt Slocum Miami Heat varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sig inn í fjögurra liða úrslit NBA-deildarinnar í körfubolta. Phoenix Suns og Dallas Mavericks mætast hins vegar í oddaleik. Miami vann Philadelphia 76ers á útivelli í nótt, 99-90, og þar með einvígi liðanna 4-2. Jimmy Butler skoraði 32 stig og leiddi Miami inn í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í annað sinn á þremur árum. Það er ekki að undra að margir stuðningsmenn eða starfsmenn 76ers svekki sig enn á að félagið hafi leyft Butler að fara árið 2019. Jimmy Butler couldn't believe it after he out-hustled Philly late in the 4th quarter to his own missed shot. pic.twitter.com/bmsjAYfGEt— ESPN (@espn) May 13, 2022 Joel Embiid, stigakóngur NBA-deildarinnar, fékk ekki næga aðstoð og skoraði sjálfur 20 stig fyrir Philadelphia auk þess að taka 12 fráköst. James Harden skoraði öll 11 stig sín í fyrri hálfleik. Oddaleikur í Phoenix á sunnudag Luka Doncic ætlar að gera sitt til að halda tímabilinu gangandi hjá Dallas Mavericks og hann skoraði 33 stig þegar liðið vann Phoenix 113-86 á heimavelli í nótt. Staðan er því 3-3 og allt undir í oddaleiknum í Phoenix á sunnudaginn. Þó að staðan í einvíginu sé jöfn þá hafa leikirnir ekki verið sérstaklega jafnir. Þeir hafa allir unnist á heimavelli og enginn með minna en sjö stiga mun. Luka led the @dallasmavs with 33 points in a WIN OR GO HOME Game 6 to force Game 7! #MFFL@luka7doncic: 33 PTS, 11 REB, 8 AST, 4 STL pic.twitter.com/ajG3ZCjoFL— NBA (@NBA) May 13, 2022 Phoenix hefur ekki skorað færri stig í leik á allri leiktíðinni en liðið hitti aðeins úr 40% skota sinna og tapaði boltanum 22 sinnum. Devin Booker klikkaði á öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum en hitti úr 6 af 17 nær körfunni og endaði með 19 stig. Deandre Ayton skoraði 21 og tók 11 fráköst og Chris Paul skoraði 13. Þetta verður fyrsti oddaleikur Phoenix með þá Booker og Paul innanborðs á síðustu tveimur tímabilum. Raunar verður þetta í fyrsta sinn sem Booker, sem er 27 ára, prófar að spila leik sjö í einvígi en hinn 37 ára gamli Paul mun gera það í áttunda sinn. Doncic virtist glíma við meiðsli í vinstri fæti í gær og í öðrum leikhluta fór hann inn til búningsklefa vegna þeirra. Hann sneri svo aftur og hjólaði á þrekhjóli í smástund áður en hann kom inn á og tók þátt í 19-5 kafla sem skilaði Dallas 60-45 forskoti í hálfleik. Doncic skoraði ekki bara 33 stig heldur tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Reggie Bullock skoraði 19 stig, Jalen Brunson 18 og Spencer Dinwiddie 15 með því að hitta úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Körfubolti Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Miami vann Philadelphia 76ers á útivelli í nótt, 99-90, og þar með einvígi liðanna 4-2. Jimmy Butler skoraði 32 stig og leiddi Miami inn í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í annað sinn á þremur árum. Það er ekki að undra að margir stuðningsmenn eða starfsmenn 76ers svekki sig enn á að félagið hafi leyft Butler að fara árið 2019. Jimmy Butler couldn't believe it after he out-hustled Philly late in the 4th quarter to his own missed shot. pic.twitter.com/bmsjAYfGEt— ESPN (@espn) May 13, 2022 Joel Embiid, stigakóngur NBA-deildarinnar, fékk ekki næga aðstoð og skoraði sjálfur 20 stig fyrir Philadelphia auk þess að taka 12 fráköst. James Harden skoraði öll 11 stig sín í fyrri hálfleik. Oddaleikur í Phoenix á sunnudag Luka Doncic ætlar að gera sitt til að halda tímabilinu gangandi hjá Dallas Mavericks og hann skoraði 33 stig þegar liðið vann Phoenix 113-86 á heimavelli í nótt. Staðan er því 3-3 og allt undir í oddaleiknum í Phoenix á sunnudaginn. Þó að staðan í einvíginu sé jöfn þá hafa leikirnir ekki verið sérstaklega jafnir. Þeir hafa allir unnist á heimavelli og enginn með minna en sjö stiga mun. Luka led the @dallasmavs with 33 points in a WIN OR GO HOME Game 6 to force Game 7! #MFFL@luka7doncic: 33 PTS, 11 REB, 8 AST, 4 STL pic.twitter.com/ajG3ZCjoFL— NBA (@NBA) May 13, 2022 Phoenix hefur ekki skorað færri stig í leik á allri leiktíðinni en liðið hitti aðeins úr 40% skota sinna og tapaði boltanum 22 sinnum. Devin Booker klikkaði á öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum en hitti úr 6 af 17 nær körfunni og endaði með 19 stig. Deandre Ayton skoraði 21 og tók 11 fráköst og Chris Paul skoraði 13. Þetta verður fyrsti oddaleikur Phoenix með þá Booker og Paul innanborðs á síðustu tveimur tímabilum. Raunar verður þetta í fyrsta sinn sem Booker, sem er 27 ára, prófar að spila leik sjö í einvígi en hinn 37 ára gamli Paul mun gera það í áttunda sinn. Doncic virtist glíma við meiðsli í vinstri fæti í gær og í öðrum leikhluta fór hann inn til búningsklefa vegna þeirra. Hann sneri svo aftur og hjólaði á þrekhjóli í smástund áður en hann kom inn á og tók þátt í 19-5 kafla sem skilaði Dallas 60-45 forskoti í hálfleik. Doncic skoraði ekki bara 33 stig heldur tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Reggie Bullock skoraði 19 stig, Jalen Brunson 18 og Spencer Dinwiddie 15 með því að hitta úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Körfubolti Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira