Húsnæðismál eru umhverfismál Andrea Helgadóttir skrifar 13. maí 2022 12:50 Í borginni er rekin kolröng húsnæðisstefna. Hún gagnast ekki til að framleiða húsnæði fyrir fólkið sem vantar húsnæði. Hún gagnast hins vegar einhverjum ágætlega og það má kannski spyrja sig á hvaða ævintýralendur sú peningaslóð leiðir mann. Ég sat í vikunni umræður um umhverfisverndarstefnu framboða í Reykjavík. Þar voru allir mjög sammála um það að loftslagsmálin væru gríðarlega mikilvæg og snerti á öllu því sem sveitarfélagið tekur sér fyrir hendur sem stjórnvald. Það er mikið gleðiefni.Það er auðvitað grundvallaratriði að sjá hvaða stefnu fólk hefur um hvort við eigum öll að eiga okkur einhverja framtíð eða ekki. Fyrir mína parta veit ég að við sem höfum setið neðst í stigveldi valda og eigna munum fara fyrst í hakkavélina sem er á endanum á aðgerðaleysistímalínunni, enda erum það við sem förum alltaf ofaní hana í öllum málum sem brugðist er við með því að bregðast ekki við. Sömuleiðis eru það manneskjurnar sem eru nú þegar á leiðinni ofaní hakkavélina á óheppnari lengdargráðum plánetunnar. Það að tala um að mál sé mikilvægt, að það snerti á öllu sem stjórn sveitarfélags gerir og að takast að láta það skipta máli í allri ákvarðanatöku er auðvitað tvennt ólíkt. Það að þétta byggð er gott mál - á pappír. Það að vilja þróa og koma í gagnið metnaðarfullum almenningssamgöngum er líka sérlega gott mál - á pappír. Það er hins vegar grátlegt að horfa uppá tal um það sem verið er að framkvæma í borginni sem lausnir á þeim fjölmörgu vandamálum sem mætti leysa með þessum aðgerðum annars. Það er óhæft að framkvæma þessar stefnur á þann hátt að fátækara fólk þurfi að bera hlutfallslega hærri kostnað vegna þess að gjöld eru lögð flatt á þjónustuna. Það myndi gerast með lagningu vegatolla, með því að láta sorphirðugjald miðast við fjölda flokkunartunna við heimili, með því að hækka gjaldskrár til höfuðs þeim sem nú þegar eru að nota almenningssamgöngur. Á ekki frekar að hvetja fólk til þess að nota þær, og almenning til þess að taka frekari skref til umhverfisvænni lífsstíls?Og hvernig. Í. Ósköpunum. á að nýta þéttingu byggðar sem lausn í umhverfismálum ef hún þýðir enn frekari hækkun húsnæðisverðs? Hvaða fólk er það sem á að þéttast í þessa byggð? Enginn sem ég þekki, nema mögulega aðeins efnaðra eldra fólk sem hefur flust úr nágrannasveitarfélögum til borgarinnar. Ég veit hinsvegar um fjölda dæma um fólk sem hefur hrakist í næstu sveitir við borgina, jafnvel austur fyrir fjall, sem sækir þó vinnu í Reykjavík. Meðal þeirra er fólk sem hreinlega vinnur fyrir Reykjavíkurborg, eins og ég sjálf þurfti að gera áður en ég varð svo lánsöm að fá úthlutað íbúð hjá Bjargi - íbúðafélagi verkalýðshreyfingarinnar, enda samtímis verið rekin frekar grimmileg útvistunar- og láglaunastefna gagnvart sjálfu starfsfólki borgarinnar. Það getur varla talist góð umhverfisstefna sem neyðir fólk til þess að ferðast daglega mjög langar leiðir til að sækja vinnu. Það er hrein og bein sóunarstefna að hrekja fólk langar leiðir frá vinnustöðum sínum, það er sóunarstefna að neyða stóran hluta borgarbúa til að vera sífellt að flytja, það er sóunarstefna að útvista og greiða of lág laun. Fjöldinn allur af fólki lifir miklum mun verri umhverfislífsstíl en það vill, einfaldlega af því að það er dálítið dýrt að vera mjög umhverfisvænn í háttum. Þetta sjá auðvitað ekki allir, og sjaldan fólk sem stjórnar, því að hugsarar og stjórnarar fá stjórnaralaun, og umgangast helst bara aðra stjórnara og hugsara. Þétting byggðar á dýrum reitum borgarinnar, eða úthlutanir á lóðum til braskara mun ekki leysa húsnæðisvanda borgarinnar og það mun ekki virka sem loftslagsaðgerð. Það er ekki nóg að byggja bara mikið, það þarf að hafa skýra stefnu um HVERNIG húsnæði okkur vantar, hvað sé besta leiðin til þess að framleiða meira af því sem raunverulega þörfin kallar eftir, og hafa svo bein í nefinu til að fylgja því eftir jafnvel þótt öfl í samfélaginu séu mótfallin stefnunni.Til þess að þétt byggð virki sem skyldi á hún ekki að samanstanda af dýrum lúxusíbúðum sem sitja tómar, laða að efnafólk úr nágrannasveitarfélögum, eða air bnb rekstur undir efnafólk frá öðrum löndum. Sérstaklega á hún ekki að virka sem fjárfestingatæki fyrir fólk sem þarf ekki að greiða útsvar af hagnaðinum sem af þeim hlýst. Hún þarf að hýsa fólkið sem nú þegar býr og vinnur í borginni. Hún þarf að hýsa fólkið sem vinnur í Reykjavík en hefur hrakist út úr henni vegna íþyngjandi húsnæðiskostnaðar. Hún þarf að hýsa allt fólkið sem er á biðlistum félagsbústaða. Hún þarf að hýsa fólkið sem býr í hættulegum, illa viðhöldnum hreysum sem óprúttnir aðilar nota til að hagnast á vandamálinu. Hún þarf að hýsa fólkið sem býr í iðnaðarhúsnæði, og börnin þeirra. Borgin getur - og á - að skara framúr í því sem skiptir máli: að tryggja skynsama og ábyrga stefnu til framtíðar, og skapa samfélag fyrir manneskjur í nútíð og framtíð. Það þarf að taka skref í átt að húsnæðiskerfi sem byggt er á hagsmunum almannaheilla og komandi kynslóða. Sósíalistar í borgarstjórn hafa talað fyrir því alla tíð að borgin eigi að stefna að því að byggja húsnæði sjálf, á félagslegum grunni, og vera duglegri að auðvelda uppbyggingu óhagnaðardrifinna lausna í húsnæðismálum, að það eigi beinlínis að stofna byggingafélag Reykjavíkur. Núverandi meirihluti hefur alla tíð staðið í vegi fyrir að sú stefna sé tekin. Þar til mjög nýlega. Eina leiðin til að tryggja að þau standi við þá viðhorfsbreytingu sína er að sósíalistaflokkurinn fái góða kosningu. xJ í Reykjavík. Höfundur skipar 3. sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Húsnæðismál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í borginni er rekin kolröng húsnæðisstefna. Hún gagnast ekki til að framleiða húsnæði fyrir fólkið sem vantar húsnæði. Hún gagnast hins vegar einhverjum ágætlega og það má kannski spyrja sig á hvaða ævintýralendur sú peningaslóð leiðir mann. Ég sat í vikunni umræður um umhverfisverndarstefnu framboða í Reykjavík. Þar voru allir mjög sammála um það að loftslagsmálin væru gríðarlega mikilvæg og snerti á öllu því sem sveitarfélagið tekur sér fyrir hendur sem stjórnvald. Það er mikið gleðiefni.Það er auðvitað grundvallaratriði að sjá hvaða stefnu fólk hefur um hvort við eigum öll að eiga okkur einhverja framtíð eða ekki. Fyrir mína parta veit ég að við sem höfum setið neðst í stigveldi valda og eigna munum fara fyrst í hakkavélina sem er á endanum á aðgerðaleysistímalínunni, enda erum það við sem förum alltaf ofaní hana í öllum málum sem brugðist er við með því að bregðast ekki við. Sömuleiðis eru það manneskjurnar sem eru nú þegar á leiðinni ofaní hakkavélina á óheppnari lengdargráðum plánetunnar. Það að tala um að mál sé mikilvægt, að það snerti á öllu sem stjórn sveitarfélags gerir og að takast að láta það skipta máli í allri ákvarðanatöku er auðvitað tvennt ólíkt. Það að þétta byggð er gott mál - á pappír. Það að vilja þróa og koma í gagnið metnaðarfullum almenningssamgöngum er líka sérlega gott mál - á pappír. Það er hins vegar grátlegt að horfa uppá tal um það sem verið er að framkvæma í borginni sem lausnir á þeim fjölmörgu vandamálum sem mætti leysa með þessum aðgerðum annars. Það er óhæft að framkvæma þessar stefnur á þann hátt að fátækara fólk þurfi að bera hlutfallslega hærri kostnað vegna þess að gjöld eru lögð flatt á þjónustuna. Það myndi gerast með lagningu vegatolla, með því að láta sorphirðugjald miðast við fjölda flokkunartunna við heimili, með því að hækka gjaldskrár til höfuðs þeim sem nú þegar eru að nota almenningssamgöngur. Á ekki frekar að hvetja fólk til þess að nota þær, og almenning til þess að taka frekari skref til umhverfisvænni lífsstíls?Og hvernig. Í. Ósköpunum. á að nýta þéttingu byggðar sem lausn í umhverfismálum ef hún þýðir enn frekari hækkun húsnæðisverðs? Hvaða fólk er það sem á að þéttast í þessa byggð? Enginn sem ég þekki, nema mögulega aðeins efnaðra eldra fólk sem hefur flust úr nágrannasveitarfélögum til borgarinnar. Ég veit hinsvegar um fjölda dæma um fólk sem hefur hrakist í næstu sveitir við borgina, jafnvel austur fyrir fjall, sem sækir þó vinnu í Reykjavík. Meðal þeirra er fólk sem hreinlega vinnur fyrir Reykjavíkurborg, eins og ég sjálf þurfti að gera áður en ég varð svo lánsöm að fá úthlutað íbúð hjá Bjargi - íbúðafélagi verkalýðshreyfingarinnar, enda samtímis verið rekin frekar grimmileg útvistunar- og láglaunastefna gagnvart sjálfu starfsfólki borgarinnar. Það getur varla talist góð umhverfisstefna sem neyðir fólk til þess að ferðast daglega mjög langar leiðir til að sækja vinnu. Það er hrein og bein sóunarstefna að hrekja fólk langar leiðir frá vinnustöðum sínum, það er sóunarstefna að neyða stóran hluta borgarbúa til að vera sífellt að flytja, það er sóunarstefna að útvista og greiða of lág laun. Fjöldinn allur af fólki lifir miklum mun verri umhverfislífsstíl en það vill, einfaldlega af því að það er dálítið dýrt að vera mjög umhverfisvænn í háttum. Þetta sjá auðvitað ekki allir, og sjaldan fólk sem stjórnar, því að hugsarar og stjórnarar fá stjórnaralaun, og umgangast helst bara aðra stjórnara og hugsara. Þétting byggðar á dýrum reitum borgarinnar, eða úthlutanir á lóðum til braskara mun ekki leysa húsnæðisvanda borgarinnar og það mun ekki virka sem loftslagsaðgerð. Það er ekki nóg að byggja bara mikið, það þarf að hafa skýra stefnu um HVERNIG húsnæði okkur vantar, hvað sé besta leiðin til þess að framleiða meira af því sem raunverulega þörfin kallar eftir, og hafa svo bein í nefinu til að fylgja því eftir jafnvel þótt öfl í samfélaginu séu mótfallin stefnunni.Til þess að þétt byggð virki sem skyldi á hún ekki að samanstanda af dýrum lúxusíbúðum sem sitja tómar, laða að efnafólk úr nágrannasveitarfélögum, eða air bnb rekstur undir efnafólk frá öðrum löndum. Sérstaklega á hún ekki að virka sem fjárfestingatæki fyrir fólk sem þarf ekki að greiða útsvar af hagnaðinum sem af þeim hlýst. Hún þarf að hýsa fólkið sem nú þegar býr og vinnur í borginni. Hún þarf að hýsa fólkið sem vinnur í Reykjavík en hefur hrakist út úr henni vegna íþyngjandi húsnæðiskostnaðar. Hún þarf að hýsa allt fólkið sem er á biðlistum félagsbústaða. Hún þarf að hýsa fólkið sem býr í hættulegum, illa viðhöldnum hreysum sem óprúttnir aðilar nota til að hagnast á vandamálinu. Hún þarf að hýsa fólkið sem býr í iðnaðarhúsnæði, og börnin þeirra. Borgin getur - og á - að skara framúr í því sem skiptir máli: að tryggja skynsama og ábyrga stefnu til framtíðar, og skapa samfélag fyrir manneskjur í nútíð og framtíð. Það þarf að taka skref í átt að húsnæðiskerfi sem byggt er á hagsmunum almannaheilla og komandi kynslóða. Sósíalistar í borgarstjórn hafa talað fyrir því alla tíð að borgin eigi að stefna að því að byggja húsnæði sjálf, á félagslegum grunni, og vera duglegri að auðvelda uppbyggingu óhagnaðardrifinna lausna í húsnæðismálum, að það eigi beinlínis að stofna byggingafélag Reykjavíkur. Núverandi meirihluti hefur alla tíð staðið í vegi fyrir að sú stefna sé tekin. Þar til mjög nýlega. Eina leiðin til að tryggja að þau standi við þá viðhorfsbreytingu sína er að sósíalistaflokkurinn fái góða kosningu. xJ í Reykjavík. Höfundur skipar 3. sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavík.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun