Virðing vinnandi fólks Drífa Snædal skrifar 13. maí 2022 15:40 Barátta hinna vinnandi stétta hefur ekki bara snúist um atvinnu- og afkomuöryggi síðan í árdaga heldur ekki síður að geta borið höfuðið hátt, eiga rödd í samfélaginu og geta talað og tjáð sig án þess að hefnast fyrir það. Það er líka grundvöllur lýðræðisríkja og stöðugt hefur lagaramminn verið þéttur, nú síðast með vernd uppljóstrara. Að því sögðu er munur á málfrelsi og hatursorðræðu, munur sem flest eru með á hreinu. Sem vinnandi manneskja áttu að geta talað frjálst á kaffistofunni, viðrað þínar skoðanir og meira að segja haft áhuga og álit á störfum yfirmanna. Það er hluti af því að vera frjáls manneskja að geta talað frjálst án þess að hefnast fyrir það. Í vikunni fékk ég þær upplýsingar að Icelandair krefði flugfreyjur og -þjóna um að nota app til að meta samstarfsfólk sitt, meðal annars frammistöðu, samskiptahæfileika og viðhorf til yfirmanna og fyrirtækis. Það er alls óvíst hvernig þessar upplýsingar verða notaðar, af hverju aðeins þessi stétt er útsett fyrir þessum reglum en ekki til dæmis flugmenn og hvernig þetta hefur áhrif á stöðu atvinnu- og afkomuöryggi. Eitt er þó vitað; að hvetja fólk til að vera stöðugt að meta samstarfsfélaga býr til tortryggni, gerir fólk vart um sig og ýtir undir þöggun. Flugfreyjur og -þjónar eru stétt sem reglulega er sagt upp störfum vegna samdráttar og nýlega var Icelandair dæmt fyrir brot á reglum um endurráðningar þar sem starfsreynsla var látin víkja. Það er því fullt tilefni fyrir starfsfólk að vera uggandi yfir eigin stöðu þegar því ber að klaga vinnufélaga eftir hverja vakt. Vinnufélaga sem það starfar ekki með á hverjum degi og þekkja oft lítið. Það er hvorki virðing fyrir málfrelsi né virðing vinnandi fólks sem ræður þarna ferðinni heldur eitthvað allt, allt annað. Á morgun er kosið til sveitastjórna. Rétturinn til að kjósa er ekki sjálfsagður og lýðræði stendur höllum fæti víða í heiminum - nýtum réttinn okkar og skilum okkar atkvæði á morgun! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Barátta hinna vinnandi stétta hefur ekki bara snúist um atvinnu- og afkomuöryggi síðan í árdaga heldur ekki síður að geta borið höfuðið hátt, eiga rödd í samfélaginu og geta talað og tjáð sig án þess að hefnast fyrir það. Það er líka grundvöllur lýðræðisríkja og stöðugt hefur lagaramminn verið þéttur, nú síðast með vernd uppljóstrara. Að því sögðu er munur á málfrelsi og hatursorðræðu, munur sem flest eru með á hreinu. Sem vinnandi manneskja áttu að geta talað frjálst á kaffistofunni, viðrað þínar skoðanir og meira að segja haft áhuga og álit á störfum yfirmanna. Það er hluti af því að vera frjáls manneskja að geta talað frjálst án þess að hefnast fyrir það. Í vikunni fékk ég þær upplýsingar að Icelandair krefði flugfreyjur og -þjóna um að nota app til að meta samstarfsfólk sitt, meðal annars frammistöðu, samskiptahæfileika og viðhorf til yfirmanna og fyrirtækis. Það er alls óvíst hvernig þessar upplýsingar verða notaðar, af hverju aðeins þessi stétt er útsett fyrir þessum reglum en ekki til dæmis flugmenn og hvernig þetta hefur áhrif á stöðu atvinnu- og afkomuöryggi. Eitt er þó vitað; að hvetja fólk til að vera stöðugt að meta samstarfsfélaga býr til tortryggni, gerir fólk vart um sig og ýtir undir þöggun. Flugfreyjur og -þjónar eru stétt sem reglulega er sagt upp störfum vegna samdráttar og nýlega var Icelandair dæmt fyrir brot á reglum um endurráðningar þar sem starfsreynsla var látin víkja. Það er því fullt tilefni fyrir starfsfólk að vera uggandi yfir eigin stöðu þegar því ber að klaga vinnufélaga eftir hverja vakt. Vinnufélaga sem það starfar ekki með á hverjum degi og þekkja oft lítið. Það er hvorki virðing fyrir málfrelsi né virðing vinnandi fólks sem ræður þarna ferðinni heldur eitthvað allt, allt annað. Á morgun er kosið til sveitastjórna. Rétturinn til að kjósa er ekki sjálfsagður og lýðræði stendur höllum fæti víða í heiminum - nýtum réttinn okkar og skilum okkar atkvæði á morgun! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun