Náttúran er líka menningarlandslag Pétur Heimisson, Hulda Sigurdís Þráinsdóttir og Rannveig Þórhallsdóttir skrifa 13. maí 2022 18:30 Það eru tímamót á jörðinni, líka í Múlaþingi. Staðfest er að mengun af mannavöldum orsakar loftslagsvá og þeirrar þekkingar á náttúran að njóta. Alla síðastliðna öld höfum við gengið nær og nær náttúrunni og gerum enn. Hér á landi eigum við hlutfallslega mikið af lítt eða ekki snortnu landi. Sjálfstæður tilveruréttur náttúru óháð þörfum mennskra íbúa jarðarinnar eru rök fyrir því að ganga ekki á slíkt land. Hagvöxtur kallar á það sama, en ferðaþjónusta aflaði meiri gjaldeyris síðustu árin fyrir Covid en nokkur önnur atvinnugrein. Að baki þeim tekjum eru ekki síst óskir ferðafólks um að upplifa heilbrigða náttúru og menningarlandslag. Atlaga að umhverfi, menningu og minjum Umhverfi, bæði náttúrulegt og manngert hefur mikil áhrif á líðan fólks. Saga lands og þjóðar er stór hluti þjóðarsálar. Söguna lesum við af skráðum heimildum, en líka af alls kyns menningarminjum sem felast í (forn)leifum. Dæmi eru tóftarbrot, kofatildur, vörður, örnefni o.fl. Í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar skráðu fornleifafræðingar margar slíkar minjar á svæði sem síðan var sökkt undir vatn til að hverfa endanlega og verða hluti af Hálslónsbotni. Sagt var að aldrei yrði gengið frekar á náttúru Austurlands með virkjunum. Það er nú gleymt og hart sótt að víðernum og vatnasviði svokallaðra Hrauna, þeim hluta sem Kárahnjúkaævintýrið seildist inn á og hæst ber þar áform um Geitdalsvirkjun og Hamarsvirkjun. Sú fyrri dulbúin rangnefninu „smávirkjun“ þó framkvæmdin muni valda miklu umhverfisraski. Um mikið stærri Hamarsvirkjun er að mestu þagað enn, þó talin sé hætta á hörðum samfélagsdeilum um hana. Mörg gefa sér að þörf sé á þessum virkjunum, en spyrja ekki til hvers þurfi orkuna né hvenær og trúa því að orkuskiptin kalli á og réttlæti að virkja allt vatn sem rennur og það strax. Að friða eða fórna? Hraunavíðerni eru hluti þess mikla lands sem íslenskir bændur hafa nýtt og gætt í aldir. Þau eru úr alfaraleið, vettvangur löngu liðinna svaðilfara, harma, heppni, endurfunda og þess að fátt segir af einum. Þessi saga er að hluta skráð á letur og að hluta í landið sjálft eins og áður sagði. Náttúra Múlaþings er undirstaða og umgjörð samfélagsins sem við byggjum og hana eigum við að umgangast af virðingu og tilfinningum, fremur en gróðavon. Gróðanum er líka oft(ast) ætlað að rata í vasa fárra. Hófstillt nýting náttúruauðlinda og umhverfisvernd er mannúðarstefna sem stuðlar að aukinni velsæld og lýðheilsu til framtíðar. Náttúra á Íslandi er líka menningarlandslag; hún er ekki bara leiktjald sögunnar heldur hluti af menningarsögu okkar. Að fara vel með náttúru og auðlindir hennar jafngildir því að hlúa að menningu okkar og sögu. VG í Múlaþingi vill standa vörð um víðerni sveitarfélagsins. Höfundar eru Pétur Heimisson læknir sem skipar 3. sæti á lista VG í Múlaþingi, Hulda Sigurdís Þráinsdóttir þjóðfræðingur sem skipar 6. sæti á lista VG í Múlaþingi, og Rannveig Þórhallsdóttir fornleifafræðingur sem skipar 9. sæti á lista VG í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Múlaþing Umhverfismál Pétur Heimisson Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Það eru tímamót á jörðinni, líka í Múlaþingi. Staðfest er að mengun af mannavöldum orsakar loftslagsvá og þeirrar þekkingar á náttúran að njóta. Alla síðastliðna öld höfum við gengið nær og nær náttúrunni og gerum enn. Hér á landi eigum við hlutfallslega mikið af lítt eða ekki snortnu landi. Sjálfstæður tilveruréttur náttúru óháð þörfum mennskra íbúa jarðarinnar eru rök fyrir því að ganga ekki á slíkt land. Hagvöxtur kallar á það sama, en ferðaþjónusta aflaði meiri gjaldeyris síðustu árin fyrir Covid en nokkur önnur atvinnugrein. Að baki þeim tekjum eru ekki síst óskir ferðafólks um að upplifa heilbrigða náttúru og menningarlandslag. Atlaga að umhverfi, menningu og minjum Umhverfi, bæði náttúrulegt og manngert hefur mikil áhrif á líðan fólks. Saga lands og þjóðar er stór hluti þjóðarsálar. Söguna lesum við af skráðum heimildum, en líka af alls kyns menningarminjum sem felast í (forn)leifum. Dæmi eru tóftarbrot, kofatildur, vörður, örnefni o.fl. Í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar skráðu fornleifafræðingar margar slíkar minjar á svæði sem síðan var sökkt undir vatn til að hverfa endanlega og verða hluti af Hálslónsbotni. Sagt var að aldrei yrði gengið frekar á náttúru Austurlands með virkjunum. Það er nú gleymt og hart sótt að víðernum og vatnasviði svokallaðra Hrauna, þeim hluta sem Kárahnjúkaævintýrið seildist inn á og hæst ber þar áform um Geitdalsvirkjun og Hamarsvirkjun. Sú fyrri dulbúin rangnefninu „smávirkjun“ þó framkvæmdin muni valda miklu umhverfisraski. Um mikið stærri Hamarsvirkjun er að mestu þagað enn, þó talin sé hætta á hörðum samfélagsdeilum um hana. Mörg gefa sér að þörf sé á þessum virkjunum, en spyrja ekki til hvers þurfi orkuna né hvenær og trúa því að orkuskiptin kalli á og réttlæti að virkja allt vatn sem rennur og það strax. Að friða eða fórna? Hraunavíðerni eru hluti þess mikla lands sem íslenskir bændur hafa nýtt og gætt í aldir. Þau eru úr alfaraleið, vettvangur löngu liðinna svaðilfara, harma, heppni, endurfunda og þess að fátt segir af einum. Þessi saga er að hluta skráð á letur og að hluta í landið sjálft eins og áður sagði. Náttúra Múlaþings er undirstaða og umgjörð samfélagsins sem við byggjum og hana eigum við að umgangast af virðingu og tilfinningum, fremur en gróðavon. Gróðanum er líka oft(ast) ætlað að rata í vasa fárra. Hófstillt nýting náttúruauðlinda og umhverfisvernd er mannúðarstefna sem stuðlar að aukinni velsæld og lýðheilsu til framtíðar. Náttúra á Íslandi er líka menningarlandslag; hún er ekki bara leiktjald sögunnar heldur hluti af menningarsögu okkar. Að fara vel með náttúru og auðlindir hennar jafngildir því að hlúa að menningu okkar og sögu. VG í Múlaþingi vill standa vörð um víðerni sveitarfélagsins. Höfundar eru Pétur Heimisson læknir sem skipar 3. sæti á lista VG í Múlaþingi, Hulda Sigurdís Þráinsdóttir þjóðfræðingur sem skipar 6. sæti á lista VG í Múlaþingi, og Rannveig Þórhallsdóttir fornleifafræðingur sem skipar 9. sæti á lista VG í Múlaþingi.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun