Sameining eða ekki? Ingveldur Anna Sigurðardóttir og Elín Fríða Sigurðardóttir skrifa 13. maí 2022 20:01 Síðustu ár hefur umræða um sameiningu sveitarfélaga verið mikið í umræðunni. Á Íslandi eru 69 sveitarfélög og hafa mörg sveitarfélög sameinast á síðustu árum. Sveitarfélög þessi eru misstór en öll sinna þau sama grunnhlutverki í okkar nærsamfélagi. Til þess að setja hlutina í samhengi við íbúafjölda í sveitarfélögum þá erum við með minni sveitarfélög eins og Helgafellssveit þar sem búa 79 manns og svo í Reykjavíkurborg búa 135,688 íbúar samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. janúar 2022. Rangárþing eystra er meðalstórt með 1971 íbúum spannar yfir 1832 ferkílómetra svæði. Gerð var könnun samhliða alþingiskosningunum er fóru fram 2021 um sameiningu sveitarfélaga á suðurlandi sem fjögur af fimm sveitarfélögum samþykktu sameininguna, þar á meðal Rangárþing eystra. Á 289. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra þann 9. desember 2021 lagði D-listinn fram tillögu þess efnis að leggja fram spurningakönnun um vilja íbúa sameiningar til sveitarfélaga. Mikilvægt er að leggja álíka málefni í dóm íbúa því um er að ræða mikilvægt mál er varðar alla íbúa beint. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum á móti sjö og B-listinn bókaði í fundargerð að þau teldu eðlilegt að ný sveitarstjórn myndi taka ákvörðun um þetta og að of lítill tími væri til stefnu til að kanna áhuga íbúa þegar tæpir 4 mánuðir væru til sveitarstjórnarkosninga og kusu því gegn tillögunni. Núna liggja niðurstöður framangreindrar könnunar fyrir. Alls tóku 683 manns þátt í sveitarfélaginu. Af þátttakendum voru 66% fylgjandi sameiningu. Er því grundvöllur fyrir verðandi sveitastjórn að kanna áframhaldandi sameiningarviðræður við nærliggjandi sveitarfélög. Íbúar voru mjög fylgjandi sameiningu Rangárþings eystra og ytra svo og Ásahrepps eða um 55%. Sá aldurshópur sem var mest fylgjandi sameiningu sveitarfélaga voru einstaklingar 55 ára og eldri. Hvetjum íbúa til þess að kynna sér niðurstöður könnunarinnar í 5. lið í nýjustu fundargerð sveitarstjórnar Rangárþings eystra. Frambjóðendur á D-lista og annars lýðræðissinna viljum gefa íbúum þá rödd um álíka málefni. Þess vegna treystum við frambjóðendum D-listans fyrir því að sitja í sveitastjórn Rangárþings eystra og við hvetjum þig kjósandi góður að setja X við D á morgun. Höfundar eru Ingveldur Anna Sigurðardóttir, 2. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og Elín Fríða Sigurðardóttir fráfarandi sveitarstjórnarmaður í Rangárþingi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Rangárþing ytra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur umræða um sameiningu sveitarfélaga verið mikið í umræðunni. Á Íslandi eru 69 sveitarfélög og hafa mörg sveitarfélög sameinast á síðustu árum. Sveitarfélög þessi eru misstór en öll sinna þau sama grunnhlutverki í okkar nærsamfélagi. Til þess að setja hlutina í samhengi við íbúafjölda í sveitarfélögum þá erum við með minni sveitarfélög eins og Helgafellssveit þar sem búa 79 manns og svo í Reykjavíkurborg búa 135,688 íbúar samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. janúar 2022. Rangárþing eystra er meðalstórt með 1971 íbúum spannar yfir 1832 ferkílómetra svæði. Gerð var könnun samhliða alþingiskosningunum er fóru fram 2021 um sameiningu sveitarfélaga á suðurlandi sem fjögur af fimm sveitarfélögum samþykktu sameininguna, þar á meðal Rangárþing eystra. Á 289. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra þann 9. desember 2021 lagði D-listinn fram tillögu þess efnis að leggja fram spurningakönnun um vilja íbúa sameiningar til sveitarfélaga. Mikilvægt er að leggja álíka málefni í dóm íbúa því um er að ræða mikilvægt mál er varðar alla íbúa beint. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum á móti sjö og B-listinn bókaði í fundargerð að þau teldu eðlilegt að ný sveitarstjórn myndi taka ákvörðun um þetta og að of lítill tími væri til stefnu til að kanna áhuga íbúa þegar tæpir 4 mánuðir væru til sveitarstjórnarkosninga og kusu því gegn tillögunni. Núna liggja niðurstöður framangreindrar könnunar fyrir. Alls tóku 683 manns þátt í sveitarfélaginu. Af þátttakendum voru 66% fylgjandi sameiningu. Er því grundvöllur fyrir verðandi sveitastjórn að kanna áframhaldandi sameiningarviðræður við nærliggjandi sveitarfélög. Íbúar voru mjög fylgjandi sameiningu Rangárþings eystra og ytra svo og Ásahrepps eða um 55%. Sá aldurshópur sem var mest fylgjandi sameiningu sveitarfélaga voru einstaklingar 55 ára og eldri. Hvetjum íbúa til þess að kynna sér niðurstöður könnunarinnar í 5. lið í nýjustu fundargerð sveitarstjórnar Rangárþings eystra. Frambjóðendur á D-lista og annars lýðræðissinna viljum gefa íbúum þá rödd um álíka málefni. Þess vegna treystum við frambjóðendum D-listans fyrir því að sitja í sveitastjórn Rangárþings eystra og við hvetjum þig kjósandi góður að setja X við D á morgun. Höfundar eru Ingveldur Anna Sigurðardóttir, 2. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og Elín Fríða Sigurðardóttir fráfarandi sveitarstjórnarmaður í Rangárþingi eystra.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar