Tuttugu ára draumur úti: Sviknir um miða á Eurovision Árni Sæberg skrifar 13. maí 2022 21:06 Þó Bjarki (t.v) og Sigurður (t.h.) séu fúlir á svip á þessari mynd hafa þeir ekki tapað gleðinni. Facebook/Sigurður Ungur maður með einhverfu og þroskahömlun mun ekki upplifa tuttugu ára draum sinn á morgun þar sem miðasölufyrirtæki sveik hann og stuðningsforeldri hans um miða á aðalkeppni Eurovision sem fram fer annað kvöld. Bjarki Guðnason, 25 ára gamall maður með einhverfu og þroskahömlun, er staddur í Tórínó ásamt Sigurði Sólmundarsyni, stuðningsforeldri sínu til þriggja ára. Þeir félagar ferðuðust, líkt og svo margir, til borgarinnar til að sjá lokakeppni Eurovison með eigin augum. Bjarka hefur dreymt um að sjá keppnina allt frá því að hann var fimm ára gamall. Það voru því gríðarleg vonbrigði í morgun þegar í ljós kom að þeir ættu enga miða á viðburðinn. Móðir Bjarka hafði keypt tvo miða á vefsíðunni Viagogo, sem er eitt stærsta miðasölufyrirtæki heims, sem áttu að koma með pósti á hótel þeirra í morgun. Í stað miðanna barst tölvupóstur þar sem þeim var tjáð að miðarnir yrðu ekki afhentir vegna óviðráðanlegra aðstæðna. „Þetta er hálfgerður harmleikur“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Ef Aserbaídsjan eða Ísrael vinnur ekki keppnina þá förum við á næstu“ Bjarka hafði dreymt um að fara á Eurovision í tuttugu ár en í fyrra var ákveðið að skella sér út. „Við ákváðum í fyrra að fara hérna út. Við vorum að horfa á Eurovision saman og við sögðum að ef Aserbaídsjan eða Ísrael vinnur ekki keppnina þá förum við á næstu keppni. Svo fer þetta svona, þetta er mjög sorglegt. Sigurður segir að betra hefði verið að Viagogo hefði látið þá vita fyrr til að milda höggið en þeim félögum fannst þungbært að fá þessar slæmar fréttir daginn fyrir stóra kvöldið. Tapa ekki gleðinni Þeir Bjarki og Sigurður hafa verið í Tórínó síðan á þriðjudag og hafa unað sér vel. Þrátt fyrir að vonbrigðin séu mikil segir Sigurður að þeir tapi ekki gleðinni. „Við erum ekkert að fara í neitt þunglyndi, við erum ekki þannig menn, er það nokkuð Bjarki?“ segir Sigurður. „Nei!“ segir Bjarki. Margir reyna að aðstoða eftir fremsta megni Sigurður sagði frá leiðindum dagsins á Facebook í dag og hafa margir sett sig í samband við hann til að bjóða fram aðstoð sína. Ríkisútvarpið er meira að segja komið í málið með Rúnar Frey Gíslason í broddi fylkingar. „En það virðist enginn geta græjað þetta, þannig að við erum sennilega ekkert að fara,“ segir Sigurður. 2500 evrur dropi í hafið miðað við vonbrigðin Sem áður segir keypti móðir Bjarka miðana tvo á vefsíðunni Viagogo. Fyrir miðana greiddi hún 2500 evrur sem samsvarar um 350 þúsund krónum. Sem betur fer mun hún að öllum líkindum fá miðana að fullu endurgreidda „Jú, jú. Hún fær þetta alveg endurgreitt en það er algjört „peanuts“ fyrir okkur. Draumur hans er ekkert að fara að rætast bara af því hún fær endurgreitt,“ segir Sigurður. Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Bjarki Guðnason, 25 ára gamall maður með einhverfu og þroskahömlun, er staddur í Tórínó ásamt Sigurði Sólmundarsyni, stuðningsforeldri sínu til þriggja ára. Þeir félagar ferðuðust, líkt og svo margir, til borgarinnar til að sjá lokakeppni Eurovison með eigin augum. Bjarka hefur dreymt um að sjá keppnina allt frá því að hann var fimm ára gamall. Það voru því gríðarleg vonbrigði í morgun þegar í ljós kom að þeir ættu enga miða á viðburðinn. Móðir Bjarka hafði keypt tvo miða á vefsíðunni Viagogo, sem er eitt stærsta miðasölufyrirtæki heims, sem áttu að koma með pósti á hótel þeirra í morgun. Í stað miðanna barst tölvupóstur þar sem þeim var tjáð að miðarnir yrðu ekki afhentir vegna óviðráðanlegra aðstæðna. „Þetta er hálfgerður harmleikur“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Ef Aserbaídsjan eða Ísrael vinnur ekki keppnina þá förum við á næstu“ Bjarka hafði dreymt um að fara á Eurovision í tuttugu ár en í fyrra var ákveðið að skella sér út. „Við ákváðum í fyrra að fara hérna út. Við vorum að horfa á Eurovision saman og við sögðum að ef Aserbaídsjan eða Ísrael vinnur ekki keppnina þá förum við á næstu keppni. Svo fer þetta svona, þetta er mjög sorglegt. Sigurður segir að betra hefði verið að Viagogo hefði látið þá vita fyrr til að milda höggið en þeim félögum fannst þungbært að fá þessar slæmar fréttir daginn fyrir stóra kvöldið. Tapa ekki gleðinni Þeir Bjarki og Sigurður hafa verið í Tórínó síðan á þriðjudag og hafa unað sér vel. Þrátt fyrir að vonbrigðin séu mikil segir Sigurður að þeir tapi ekki gleðinni. „Við erum ekkert að fara í neitt þunglyndi, við erum ekki þannig menn, er það nokkuð Bjarki?“ segir Sigurður. „Nei!“ segir Bjarki. Margir reyna að aðstoða eftir fremsta megni Sigurður sagði frá leiðindum dagsins á Facebook í dag og hafa margir sett sig í samband við hann til að bjóða fram aðstoð sína. Ríkisútvarpið er meira að segja komið í málið með Rúnar Frey Gíslason í broddi fylkingar. „En það virðist enginn geta græjað þetta, þannig að við erum sennilega ekkert að fara,“ segir Sigurður. 2500 evrur dropi í hafið miðað við vonbrigðin Sem áður segir keypti móðir Bjarka miðana tvo á vefsíðunni Viagogo. Fyrir miðana greiddi hún 2500 evrur sem samsvarar um 350 þúsund krónum. Sem betur fer mun hún að öllum líkindum fá miðana að fullu endurgreidda „Jú, jú. Hún fær þetta alveg endurgreitt en það er algjört „peanuts“ fyrir okkur. Draumur hans er ekkert að fara að rætast bara af því hún fær endurgreitt,“ segir Sigurður.
Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira