Þetta 24 liða mót átti að fara fram í tíu kínverkum borgum í júní á næsta ári. Landið glímir nú hins vegar við stærstu bylgju kórónuveirunnar síðan að faraldurinn hófst og því sja Kínverjar sér ekki fært um að halda mótið.
„AFC viðurkennir sérstakar aðstæður af völdum Covid-19 heimsfaraldursins sem leiddu til þess að Kína afsalaði sér réttinum til að halda Asíumótið,“ segir í yfirlýsingu frá asíska knattspyrnusambandinu AFC.
Þá kom einni fram í yfirlýsingunni að smabandið myndi tilkynna frekari upplýsingar um hvar mótið yrði haldið þegar þær lægju fyrir.
China gives up 2023 Asian Cup hosting rights - AFC https://t.co/pMPBtP13dU pic.twitter.com/HEc5SiuI4c
— Reuters (@Reuters) May 14, 2022