Hvetur fólk til að kjósa með innsæinu Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2022 14:55 Dóra Björt á kjörstað í dag. Vísir/Bebbý Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Pírata í borginni, segir kosningabaráttuna hafa verið skemmtilega og einstakan tíma í sínu lífi. Hún eignaðist barn fyrir tveimur vikum. Hún mætti á kjörstað í Ráðhúsinu um klukkan hálf þrjú í dag og var barnið með í fyrsta göngutúr þess. „Dagurinn leggst mjög vel í mig. Þetta er spennandi dagur. Það er alltaf hátíðlegt að mæta á kjörstað og taka þátt í lýðræðinu,“ sagði Dóra Björt í samtali við fréttastofu. Píratar hafa komið vel út í skoðanakönnunum og Dóra Björt segir það mjög ánægjulegt að finna fyrir þessum meðbyr. Það skipti þó máli að fólk mæti og kjósi. „Ef þú mætir ekki á kjörstað, þá mun einhver annar kjósa og velja fyrir þig,“ sagði hún og hvatti fólk til að kjósa með innsæinu. Spurð út í það hvað gerist ef meirihlutinn falli og hverjum Píratar séu tilbúnir til að starfa með, sagði Dóra Björt flokkinn tilbúinn til að starfa með öllum þeim sem væru tilbúnir til að vinna að baráttumálum Pírata. Eitt þeirra helsta baráttumál væri að berjast gegn spillingu. „Við getum bara unnið með þeim sem eru trúverðugir í því samhengi og því höfum við útilokað Sjálfstæðisflokkinn, einn flokka í rauninni,“ sagði Dóra Björt. „Öðrum getum við örugglega fundið einhvern samflöt með.“ Reynist Píratar sigurvegarar þessa kosninga sagðist Dóra Björt tilbúin til að axla þá ábyrgð að taka að sér embætti borgarstjóra. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Píratar Tengdar fréttir Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00 Býst við fyrstu tölum í Reykjavík á miðnætti Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir að kjörsókn í morgun hafi verið meiri en á sama tíma í kosningunum fyrir fjórum árum. 14. maí 2022 13:12 Mikilvægt að fella meirihlutann Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í borginni, segir flokkinn á mikilli siglingu og vonast til þess að hægt verði að fella meirihlutann. Hann segir mikilvægt að setja væntingar, óskir og þarfir íbúa í fyrsta sæti. 14. maí 2022 11:57 Kolbrún segir drauminn að komast í meirihluta Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Flokks fólksins, segir það vera drauminn að Flokkur fólksins nái inn tveimur borgarfulltrúum og komist í meirihlutasamstarf. 14. maí 2022 11:57 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Hún mætti á kjörstað í Ráðhúsinu um klukkan hálf þrjú í dag og var barnið með í fyrsta göngutúr þess. „Dagurinn leggst mjög vel í mig. Þetta er spennandi dagur. Það er alltaf hátíðlegt að mæta á kjörstað og taka þátt í lýðræðinu,“ sagði Dóra Björt í samtali við fréttastofu. Píratar hafa komið vel út í skoðanakönnunum og Dóra Björt segir það mjög ánægjulegt að finna fyrir þessum meðbyr. Það skipti þó máli að fólk mæti og kjósi. „Ef þú mætir ekki á kjörstað, þá mun einhver annar kjósa og velja fyrir þig,“ sagði hún og hvatti fólk til að kjósa með innsæinu. Spurð út í það hvað gerist ef meirihlutinn falli og hverjum Píratar séu tilbúnir til að starfa með, sagði Dóra Björt flokkinn tilbúinn til að starfa með öllum þeim sem væru tilbúnir til að vinna að baráttumálum Pírata. Eitt þeirra helsta baráttumál væri að berjast gegn spillingu. „Við getum bara unnið með þeim sem eru trúverðugir í því samhengi og því höfum við útilokað Sjálfstæðisflokkinn, einn flokka í rauninni,“ sagði Dóra Björt. „Öðrum getum við örugglega fundið einhvern samflöt með.“ Reynist Píratar sigurvegarar þessa kosninga sagðist Dóra Björt tilbúin til að axla þá ábyrgð að taka að sér embætti borgarstjóra.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Píratar Tengdar fréttir Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00 Býst við fyrstu tölum í Reykjavík á miðnætti Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir að kjörsókn í morgun hafi verið meiri en á sama tíma í kosningunum fyrir fjórum árum. 14. maí 2022 13:12 Mikilvægt að fella meirihlutann Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í borginni, segir flokkinn á mikilli siglingu og vonast til þess að hægt verði að fella meirihlutann. Hann segir mikilvægt að setja væntingar, óskir og þarfir íbúa í fyrsta sæti. 14. maí 2022 11:57 Kolbrún segir drauminn að komast í meirihluta Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Flokks fólksins, segir það vera drauminn að Flokkur fólksins nái inn tveimur borgarfulltrúum og komist í meirihlutasamstarf. 14. maí 2022 11:57 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00
Býst við fyrstu tölum í Reykjavík á miðnætti Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir að kjörsókn í morgun hafi verið meiri en á sama tíma í kosningunum fyrir fjórum árum. 14. maí 2022 13:12
Mikilvægt að fella meirihlutann Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í borginni, segir flokkinn á mikilli siglingu og vonast til þess að hægt verði að fella meirihlutann. Hann segir mikilvægt að setja væntingar, óskir og þarfir íbúa í fyrsta sæti. 14. maí 2022 11:57
Kolbrún segir drauminn að komast í meirihluta Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Flokks fólksins, segir það vera drauminn að Flokkur fólksins nái inn tveimur borgarfulltrúum og komist í meirihlutasamstarf. 14. maí 2022 11:57
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum