Opin fyrir samstarfi með Framsóknarflokknum Eiður Þór Árnason skrifar 15. maí 2022 03:16 Það var bjart yfir Dóru á kosningavöku Pírata á Miami eftir fyrstu tölur í Reykjavík. Vísir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist vera opin fyrir því að starfa með Framsókn í borgarstjórn ef núverandi samstarfsflokkar missa meirihluta sinn. Samkvæmt fyrstu tölum er meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna fallinn en Píratar bæta þó við sig manni. „Ég er bara ótrúlega ánægð og þakklát og auðmjúk. Þetta er náttúrulega risastórt. Við erum að bæta helling við okkur, við erum strax að mælast inni með einn nýjan borgarfulltrúa og með meiri krafti getum við haft enn meiri áhrif í þágu borgarbúa, í þágu almannahags.“ Hún bætir við að hún sé spennt fyrir nóttinni, einkum í ljósi þess að ungt fólk eigi stundum til að skila sér síðar á kjörstað sem leiði til þess að atkvæði þeirra séu talin síðar. Það hefur margoft sýnt sig að kjósendur Pírata eru yfirleitt hlutfallslega yngri en kjósendur annarra flokka og oft ólíklegri til að skila sér á kjörstað. Útiloka samstarf með Sjálfstæðisflokknum Aðspurð um stöðu meirihlutans í Reykjavík segir Dóra að nóttin sé enn ung og mikið að atkvæðum eigi enn eftir að skila sér í hús. „Þannig að það er allt of snemmt að segja eitthvað um það. Við verðum bara að sjá og ég held á fram að treysta, þannig að við sjáum bara til.“ Myndir þú til dæmis vinna með Framsókn í mögulegu samstarfi? „Ég hef talað fyrir því að við séum opin fyrir því að vinna með hverjum þeim sem geta unnið að okkar stefnumálum og Framsókn er auðvitað búin að tala fyrir barnvænu samfélagi sem er eitthvað sem við Píratar stöndum sannarlega fyrir, svo það er bara fullt af tækifærum í stöðunni tel ég. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá og svo verðum við að sjá hvað samtalið ber í skauti sér á morgun og næstu daga.“ Píratar hafi þó útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Dóra segir að hún sé bjartsýn og það sé rosaleg stemning hjá Pírötum. Ekki sé hægt að útiloka að fjórði borgarfulltrúinn skili sér inn þegar líður á nóttina. Hér fyrir neðan má sjá nýjustu tölur í Reykjavík. Píratar Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
„Ég er bara ótrúlega ánægð og þakklát og auðmjúk. Þetta er náttúrulega risastórt. Við erum að bæta helling við okkur, við erum strax að mælast inni með einn nýjan borgarfulltrúa og með meiri krafti getum við haft enn meiri áhrif í þágu borgarbúa, í þágu almannahags.“ Hún bætir við að hún sé spennt fyrir nóttinni, einkum í ljósi þess að ungt fólk eigi stundum til að skila sér síðar á kjörstað sem leiði til þess að atkvæði þeirra séu talin síðar. Það hefur margoft sýnt sig að kjósendur Pírata eru yfirleitt hlutfallslega yngri en kjósendur annarra flokka og oft ólíklegri til að skila sér á kjörstað. Útiloka samstarf með Sjálfstæðisflokknum Aðspurð um stöðu meirihlutans í Reykjavík segir Dóra að nóttin sé enn ung og mikið að atkvæðum eigi enn eftir að skila sér í hús. „Þannig að það er allt of snemmt að segja eitthvað um það. Við verðum bara að sjá og ég held á fram að treysta, þannig að við sjáum bara til.“ Myndir þú til dæmis vinna með Framsókn í mögulegu samstarfi? „Ég hef talað fyrir því að við séum opin fyrir því að vinna með hverjum þeim sem geta unnið að okkar stefnumálum og Framsókn er auðvitað búin að tala fyrir barnvænu samfélagi sem er eitthvað sem við Píratar stöndum sannarlega fyrir, svo það er bara fullt af tækifærum í stöðunni tel ég. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá og svo verðum við að sjá hvað samtalið ber í skauti sér á morgun og næstu daga.“ Píratar hafi þó útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Dóra segir að hún sé bjartsýn og það sé rosaleg stemning hjá Pírötum. Ekki sé hægt að útiloka að fjórði borgarfulltrúinn skili sér inn þegar líður á nóttina. Hér fyrir neðan má sjá nýjustu tölur í Reykjavík.
Píratar Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira