Ótrúlegt tímabil Barcelona heldur áfram: Enduðu með fullt hús stiga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2022 22:30 Barcelona endaði með fullt hús stiga. FC Barcelona Hið ótrúlega lið Barcelona vann Atlético Madríd 2-1 í spænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Það þýðir að Barcelona endar tímabilið með fullt hús stiga, 30 sigrar í 30 leikjum. Það var löngu orðið ljóst að Barcelona myndi verja Spánarmeistaratitil sinn en félagið er á höttunum á eftir þrennunni annað árið í röð. Liðið er komið í úrslit Meistaradeild Evrópu og möguleikinn því enn til staðar. Liðið gerði sér þó lítið fyrir og vann spænsku úrvalsdeildina með fullt hús stiga þökk sé 2-1 sigri í dag. Irene Paredes kom Barcelona yfir snemma leiks og Aitana Bonmati svo gott sem gulltryggði sigurinn með öðru marki heimakvenna um miðbik fyrri hálfleiks. Merel van Dongen lét svo senda sig af velli í liði Atl. Madríd þegar tæp klukkustund var liðin og engin endurkoma í kortunum. Gestirnir minnkuðu hins vegar muninn fimm mínútum síðar þegar Amanda Sampedro kom boltanum yfir línuna. Bonmati fékk svo beint rautt spjald á 90. mínútu en Börsungum samt sem áður að landa sigrinum og vinna það sem segja má fullkominn sigur á Spáni. 30 leikir, 30 sigrar, 159 mörk skoruð og aðeins 11 fengin á sig. [HIGHLIGHTS] #BarçaAtleti (2-1) #PrimeraIberdrola pic.twitter.com/yD11hoKKIB— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) May 15, 2022 Fari hins vegar svo að liðið tapi fyrir Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu er ljóst að tímabilið verður flokkað sem vonbrigði í Katalóníu. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Í leit að fullkomnun: Ekkert fær ofurlið Barcelona stöðvað Hvernig má það vera að allt sé í hers höndum hjá karlaliði félags á meðan kvennalið þess blómstrar og er besta lið álfunnar og mögulega sögunnar? Þegar stórt er spurt er fátt um svör en hér að neðan verður kafað ofan í kvennalið Barcelona og ótrúlegan árangur þess undanfarið. 14. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Sjá meira
Það var löngu orðið ljóst að Barcelona myndi verja Spánarmeistaratitil sinn en félagið er á höttunum á eftir þrennunni annað árið í röð. Liðið er komið í úrslit Meistaradeild Evrópu og möguleikinn því enn til staðar. Liðið gerði sér þó lítið fyrir og vann spænsku úrvalsdeildina með fullt hús stiga þökk sé 2-1 sigri í dag. Irene Paredes kom Barcelona yfir snemma leiks og Aitana Bonmati svo gott sem gulltryggði sigurinn með öðru marki heimakvenna um miðbik fyrri hálfleiks. Merel van Dongen lét svo senda sig af velli í liði Atl. Madríd þegar tæp klukkustund var liðin og engin endurkoma í kortunum. Gestirnir minnkuðu hins vegar muninn fimm mínútum síðar þegar Amanda Sampedro kom boltanum yfir línuna. Bonmati fékk svo beint rautt spjald á 90. mínútu en Börsungum samt sem áður að landa sigrinum og vinna það sem segja má fullkominn sigur á Spáni. 30 leikir, 30 sigrar, 159 mörk skoruð og aðeins 11 fengin á sig. [HIGHLIGHTS] #BarçaAtleti (2-1) #PrimeraIberdrola pic.twitter.com/yD11hoKKIB— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) May 15, 2022 Fari hins vegar svo að liðið tapi fyrir Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu er ljóst að tímabilið verður flokkað sem vonbrigði í Katalóníu.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Í leit að fullkomnun: Ekkert fær ofurlið Barcelona stöðvað Hvernig má það vera að allt sé í hers höndum hjá karlaliði félags á meðan kvennalið þess blómstrar og er besta lið álfunnar og mögulega sögunnar? Þegar stórt er spurt er fátt um svör en hér að neðan verður kafað ofan í kvennalið Barcelona og ótrúlegan árangur þess undanfarið. 14. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Sjá meira
Í leit að fullkomnun: Ekkert fær ofurlið Barcelona stöðvað Hvernig má það vera að allt sé í hers höndum hjá karlaliði félags á meðan kvennalið þess blómstrar og er besta lið álfunnar og mögulega sögunnar? Þegar stórt er spurt er fátt um svör en hér að neðan verður kafað ofan í kvennalið Barcelona og ótrúlegan árangur þess undanfarið. 14. nóvember 2021 09:00