Heimurinn er okkar, ný menntastefna Mosfellsbæjar Kolbrún G. Þorsteinsdóttir skrifar 17. maí 2022 07:00 Heimurinn er okkar er heitið á nýrri menntastefnu Mosfellsbæjar sem samþykkt var af bæjarstjórn í apríl síðast liðinn. Lærdómssamfélagið í Mosfellsbæ kom að gerð stefnunnar og má nefna fulltrúa frá skóla- og frístundastarfi, börn, foreldra, starfsfólk, íbúa og kjörna fulltrúa. Haldið var skólaþing í Helgafellsskóla, rafrænt íbúaþing, lögð fyrir viðhorfskönnun fyrir allt starfsfólk í skóla- og frístundastarfi og var sérstaklega rætt við börn í leikskóla um hvernig leikskóla þau vilja hafa í sínum bæ. Reglulega var vinnan kynnt og rædd í fræðslunefnd. Verkefnateymi sá um alla vinnu og framkvæmd stefnunnar en í teyminu sátu fulltrúar frá leikskólum, grunnskólum, frístund, Listaskóla og Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Mennastefnan ber merki um mikinn metnað í skólastarfi og umhyggju fyrir nemendum og mun tryggja að Mosfellsbær verði áfram í fremstu röð í skólamálum. Vöxtur, fjölbreytni, samvinna Ný menntastefnan byggir á þremur stoðum sem eru vöxtur, fjölbreytni og samvinna. Innan hverrar stoðar eru markmið og lykilorð. Aðaláherslan er á velferð og líðan nemenda en eins og fram kemur í stefnunni er “Öryggi og vellíðan eru undirstaða þess að börn blómstri í námi og leik. Því skal tryggja að börn fái tækifæri til þess að efla styrkleika sína og takast á við áskoranir í öruggu og hvetjandi umhverfi.” Við innleiðingu stefnunnar er sett upp aðgerðaráætlun með mælaborði sem tekur til alls skóla- og frístundastarfs. Hver og einn skóli mun setja upp aðgerðaráætlun sem birtist í framkvæmdaáætlun skólanna. Stefnan er sett upp með þeim hætti að auðvelt er að vinna með innihaldið á alla mögulega máta. Innleiðing stefnunnar hefst næsta haust á nýju skólaári og verður formlega ýtt úr vör 23. september á sameiginlegum fræðsludegi grunn - og leikskóla í Mosfellsbæ. Horft til Mosfellsbæjar í skólamálum Skólamál eru mikilvægustu mál sveitarfélaganna og þar stendur Mosfellsbær sig einna best. Horft til skólaþróunar í Mosfellsbæ því hér er framúrskarandi skólastarf og framúrskarandi starfsfólk. Við höfum mætt mikilli barnafjölgun með breytingum og farið ótroðnar slóðir. Í bæinn hefur flutt metfjöldi barnafólks en hér eru engir biðlistar á leikskólum. Þann 1. apríl var búið að bjóða öllum börnum, sem fædd eru í ágúst 2021 eða fyrr, leikskólapláss í leikskólum bæjarins. Hvergi eru fleiri ungbarnapláss á leikskólum þar sem eins árs gömul börn fá þjónustu að loknu fæðingarorlofi foreldra. Nýr grunnskóli, Helgafellsskóli, var byggður nú er leikskóli að fara í byggingu í sama hverfi. Ekkert sveitarfélag fór í jafn mikið átak í að láta skanna allt húsnæði og viðhald stofnana ávallt verið efst á blaði hjá umhverfissviði Mosfellsbæjar. Börnin mikilvægust Ég óska Mosfellingum til hamingju með nýja menntastefnu og vona að skólastarf megi blómstra áfram. Börnin í bænum eru mikilvægustu íbúarnir og veit ég að framtíðar bæjarstjórn mun tryggja að svo verði áfram. Ég er ákaflega stolt að hafa fengið að sitja í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Mosfellsbæ og tekið þátt í að byggja upp bæinn og styðja við skólastarf á mesta uppbyggingartíma í sögu bæjarins. Ég þakka fyrir mig og kveð stjórnmálin í Mosfellsbæ og lít um leið stolt yfir farinn veg. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður fræðslunefndar Mosfellsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Heimurinn er okkar er heitið á nýrri menntastefnu Mosfellsbæjar sem samþykkt var af bæjarstjórn í apríl síðast liðinn. Lærdómssamfélagið í Mosfellsbæ kom að gerð stefnunnar og má nefna fulltrúa frá skóla- og frístundastarfi, börn, foreldra, starfsfólk, íbúa og kjörna fulltrúa. Haldið var skólaþing í Helgafellsskóla, rafrænt íbúaþing, lögð fyrir viðhorfskönnun fyrir allt starfsfólk í skóla- og frístundastarfi og var sérstaklega rætt við börn í leikskóla um hvernig leikskóla þau vilja hafa í sínum bæ. Reglulega var vinnan kynnt og rædd í fræðslunefnd. Verkefnateymi sá um alla vinnu og framkvæmd stefnunnar en í teyminu sátu fulltrúar frá leikskólum, grunnskólum, frístund, Listaskóla og Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Mennastefnan ber merki um mikinn metnað í skólastarfi og umhyggju fyrir nemendum og mun tryggja að Mosfellsbær verði áfram í fremstu röð í skólamálum. Vöxtur, fjölbreytni, samvinna Ný menntastefnan byggir á þremur stoðum sem eru vöxtur, fjölbreytni og samvinna. Innan hverrar stoðar eru markmið og lykilorð. Aðaláherslan er á velferð og líðan nemenda en eins og fram kemur í stefnunni er “Öryggi og vellíðan eru undirstaða þess að börn blómstri í námi og leik. Því skal tryggja að börn fái tækifæri til þess að efla styrkleika sína og takast á við áskoranir í öruggu og hvetjandi umhverfi.” Við innleiðingu stefnunnar er sett upp aðgerðaráætlun með mælaborði sem tekur til alls skóla- og frístundastarfs. Hver og einn skóli mun setja upp aðgerðaráætlun sem birtist í framkvæmdaáætlun skólanna. Stefnan er sett upp með þeim hætti að auðvelt er að vinna með innihaldið á alla mögulega máta. Innleiðing stefnunnar hefst næsta haust á nýju skólaári og verður formlega ýtt úr vör 23. september á sameiginlegum fræðsludegi grunn - og leikskóla í Mosfellsbæ. Horft til Mosfellsbæjar í skólamálum Skólamál eru mikilvægustu mál sveitarfélaganna og þar stendur Mosfellsbær sig einna best. Horft til skólaþróunar í Mosfellsbæ því hér er framúrskarandi skólastarf og framúrskarandi starfsfólk. Við höfum mætt mikilli barnafjölgun með breytingum og farið ótroðnar slóðir. Í bæinn hefur flutt metfjöldi barnafólks en hér eru engir biðlistar á leikskólum. Þann 1. apríl var búið að bjóða öllum börnum, sem fædd eru í ágúst 2021 eða fyrr, leikskólapláss í leikskólum bæjarins. Hvergi eru fleiri ungbarnapláss á leikskólum þar sem eins árs gömul börn fá þjónustu að loknu fæðingarorlofi foreldra. Nýr grunnskóli, Helgafellsskóli, var byggður nú er leikskóli að fara í byggingu í sama hverfi. Ekkert sveitarfélag fór í jafn mikið átak í að láta skanna allt húsnæði og viðhald stofnana ávallt verið efst á blaði hjá umhverfissviði Mosfellsbæjar. Börnin mikilvægust Ég óska Mosfellingum til hamingju með nýja menntastefnu og vona að skólastarf megi blómstra áfram. Börnin í bænum eru mikilvægustu íbúarnir og veit ég að framtíðar bæjarstjórn mun tryggja að svo verði áfram. Ég er ákaflega stolt að hafa fengið að sitja í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Mosfellsbæ og tekið þátt í að byggja upp bæinn og styðja við skólastarf á mesta uppbyggingartíma í sögu bæjarins. Ég þakka fyrir mig og kveð stjórnmálin í Mosfellsbæ og lít um leið stolt yfir farinn veg. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður fræðslunefndar Mosfellsbæjar.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar