R-listinn er málið Gunnar Smári Egilsson skrifar 17. maí 2022 13:30 Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista í Reykjavík, sagðist í viðtölum í gær óska sér að Samfylking, Framsókn, Sósíalistar og VG mynduðu meirihluta í borginni. Þetta er mynstur sem vísar til Reykjavíkurlistans sem náði völdum af Sjálfstæðisflokknum 1994 og stýrði borginni í þrjú kjörtímabil, til 2006. Reykjavíkurlistinn var myndaður af Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki, Framsókn og Kvennalista. Hans helsta afrek var átak í uppbyggingu leikskóla á fyrstu valdaárunum, átak sem gerbylti lífskjörum barnafjölskyldna og var forsenda fyrir fullri atvinnuþátttöku kvenna. Það má gagnrýna R-listann fyrir að ekki fylgt þessu eftir, að hafa ekki haft í sér pólitíska deiglu til móta stefnu til frekari umbóta og breytinga. Slíkt hentir þau sem sitja lengi að völdum. Hugsjónaeldurinn kulnar og ef grasrótin er ekki efld og styrkt verða markmiðin ekki önnur en að halda völdum. Vinstri stjórnir Í landi þar sem hægrið hefur drottnað yfir öllu er R-listinn eitt fárra dæma um langlífa vinstri stjórn. Sósíalistar stýrðu Neskaupstað um langa tíð og kratar höfðu mótandi áhrif á Hafnarfjörð, Keflavík, Ísafjörð og fleiri bæi en lykill verkalýðsflokka að áhrifum í landsmálum og í Reykjavík var samstarf við Framsóknarflokkinn. Stuðningur Alþýðuflokksins við ríkisstjórn Framsóknarflokksins 1927 umbreytti Íslandi, innleiddi í raun nútímann til landsins með uppbyggingu mennta- og heilbrigðiskerfis auk innviða í orku, samgöngum og húsnæðismálum. Samstarf þessara flokka flutti völdin til í samfélaginu. Ef flokkarnir hefðu ekki náð saman hefði Ísland þróast í verstöð í eigum örfárra þar sem hin ríku færu með öll völd. Og þótt vinstristjórnir á eftirstríðsárunum væru skammlífar má rekja til þeirra allar helstu framfarir í landinu. Þetta er stjórnirnar sem héldu sjálfstæðisbaráttunni áfram með útfærslu landhelginnar, stjórnirnar sem samþykktu aukin réttindi launafólks og styrktu og efldu velferðar- og mannúðarkerfi samfélagsins. Ef þessar stjórnir hefðu lifað lengur og verið fleiri væri Ísland betra, öflugra, réttlátara og jafnara. Í íslenskum stjórnmálum heitir það vinstristjórn þegar félagshyggjuflokkarnir myldna stjórn. Annars vegar Framsókn, sem á rætur í samvinnuhreyfingu almennings, og hins vegar Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og aðrir flokkar með eiga rætur í verkalýðshreyfingu alþýðunnar. Og í sögu vinstristjórna á Reykjavíkurlistinn sérstakan kafla. R-listinn umbreytti Reykjavík og ætti að vera öllu félagshyggjufólki hvatning. Eftir R-listann Reykjavíkurlistinn var lagður niður fyrir kosningarnar 2006, eflaust verið búinn að lifa sinn tíma. Alla vega tókst þeim flokkum sem stóðu að honum ekki að endurnýja erindi hans. Ástæðan var ekki fylgistap eða höfnun borgarbúa; R-listinn fékk 53% atkvæða 1994, 54% 1998 og 53% 2002. Flokkarnir að baki Reykjavíkurlistanum fengu 47% atkvæða í kosningunum 2006 og við tók undarlegt tímabil, nánast hlægilegt. Fyrst myndaði Framsókn meirihluta með Sjálfstæðisflokknum en eftir rúmt ár nýjan meirihluta með flokkunum að baki R-listans auk Frjálslynda flokksins. Sá meirihluti sprakk eftir 100 daga þegar oddviti Frjálslynda flokksins myndaði meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, sem síðar skipti þessum oddvita út fyrir Framsókn. Sá meirihluti var kolfelldur í kosningunum 2010 þegar Besti flokkurinn vann góðan sigur og myndaði meirihluta með Samfylkingu. Segja má að sá meirihluti hafi verið starfandi síðan þrátt fyrir að vera ávallt felldur í kosningum. Fyrst breyttist Besti flokkurinn í Bjarta framtíð en samanlagt fylgi þess framboðs og Samfylkingar í kosningum 2014 dugði ekki og Píratar og Vg gengu inn í meirihlutann. Sá meirihluti féll 2018 og þá gekk Viðreisn inn. Nú stefnir Samfylkingin, Píratar og Viðreisn á að endurnýja þennan meirihluta enn einu sinni, nú með því að fá Framsókn til að ganga inn. Þetta er önnur saga og þráður en þegar Reykjavíkurlistinn stýrði borginni. R-listinn var byggður upp af félagshyggjuflokkum, eða félagshyggjuörmum flokka, ef þið viljið ekki kalla Framsókn félagshyggjuflokk. Besti flokkurinn og Píratar höfnuðu hins vegar slíkri flokkun, tóku ekki afstöðu til stéttastjórnmála eða valdatogstreitu milli auðvalds og almennings. Meirihluti Samfylkingar með þessum flokkum er því allt annars eðlis en R-listinn. Og þegar Viðreisn var dregin inn, sem er há-kapítalískur flokkur sem vill flytja sem flestar ákvarðanir frá almannavaldinu út á hinn svokallaða markað, þar sem hin ríku ráða öllu; þá er augljóst að Samfylkingin hefur verið á einhverri allt annarri leið í borgarmálum undanfarin kjörtímabil en þeir flokkar sem leiddu R-listann. Sem er skrítið. Því Samfylkingin á upphaf sitt að rekja til árangurs R-listans. Þar kviknaði vonin um breiðfylkingu félagshyggjufólks. Fyrirmyndin voru sigrar R-listans; ekki aðeins kosningasigrar heldur umbyltingin leikskólanna og sumt af því sem R-listinn náði að framkvæma á fyrstu árum sínum. Nýtt tímabil í borginni Sósíalistaflokkurinn er klassískur verkalýðsflokkur með rætur í verkalýðsbaráttu síðustu alda. Stefna hans og áherslur eru um margt líkar og finna mátti hjá Alþýðubandalaginu fyrir nýfrjálshyggju og hjá Alþýðuflokknum fyrir Viðreisn. Sósíalistaflokkurinn er því ekki ný-pólitískur flokkur eins og Píratar eða Besti flokkurinn, hafnar síður en svo þeirri staðreynd að grundvallarátökin í samfélaginu séu á milli almennings og auðvalds og að meginstraumar þeirra átaka séu félagshyggja sem þjónar almenningi og auðhyggja sem þjónar auðvaldinu. Átökin um hið opinbera, ríki og sveitarfélög, snúast um hvort lýðræðisvettvangurinn eigi að byggja upp almannavald til mótvægis við auðvaldið eða hvort halda eigi almannavaldinu niðri svo auðvaldið hafi sem mest völd í samfélaginu. Á laugardaginn gerðist það því í fyrsta sinn síðan að R-listinn hætti að bjóða fram að flokkar með rætur í sterkustu almannasamtökum síðustu aldar náðu meirihluta í borgarstjórn, 12 fulltrúum af 23. Þetta gerðist þrátt fyrir að Samfylkingin, sem leiddi fráfarandi meirihluta, tapaði tveimur fulltrúum því Framsókn vann fjóra og Sósíalistar einn. Meirihluti sem byggður væri á flokkum með rætur í félagshyggju hefði afl og hugmyndir til að taka á húsnæðiskreppunni, hefði hugmyndafræðilegan styrk til að leggja fram metnaðarfullt plan um uppbyggingu félagslegs húsnæðis á vegum borgarinnar, ýta undir stofnun byggingarsamvinnufélaga í borginni og leita fjölbreyttari leiða en flokkar sem hafna því að hið opinbera hafi annað hlutverk en að styðja einkafyrirtæki, sem síðan drottna yfir húsnæðiskerfinu. Sagan hefur sýnt að að sú stefna leiðir til skorts, fákeppni örfárra verktakafyrirtækja og leiguliðavæðingar húsnæðiskerfisins. Hér eru húsnæðismálin tekin sem dæmi, ekki aðeins vegna mikilvægi þeirra heldur líka vegna þess að fráfarandi meirihluti féll vegna aðgerðarleysis gagnvart húsnæðiskreppunni. Og líka vegna þess að Framsókn og Sósíalistar leggja mikla áherslu á þessi mál. En þessir flokkar ættu að eiga auðvelt að leggja fram plön um uppbyggingu innviða, félagslegrar þjónustu, aukins lýðræðis, bættra kjara lágtekjuhópa og að gera stofnanir borgarinnar að góðum vinnustöðum. Hagur allra flokka Fulltrúi Vg í borgarstjórn lýsti því yfir eftir kosningar að Vg vildi ekki framlengja líf meirihlutans sem féll. Í yfirlýsingunni kom fram að áherslur Vg á félagsleg réttlætismál köfnuðu í meirihlutanum. Skiljanlega. Það er engin leið að draga félagslegar umbætur í gegnum flokka sem hafna félagshyggju sem jákvæðu afli. Framsókn hefur náð í tvennum kosningum að fá atkvæði kjósenda út á að vera afl málamiðlunar. Ef flokkurinn vill byggja á þessu ætti hann að stefna á félagshyggjustjórn í borginni, rækta þar samvinnuhugsjónina til mótvægis við hægrið sem flokkurinn er bundinn við í ríkisstjórn og í sveitarfélögum þar sem Framsókn er í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingin er á tímamótum. Eftir mikið fylgistap eftir Hrun hefur flokkurinn ekki náð samhljómi með kjósendum. Í borginni hefur flokkurinn valið að vera í forystu einskonar ný-stjórnmála þar sem skipulagsmál og lífsstíll hafa skyggt á félagslegt réttlæti. Í stað þess að halda kúrs frá R-listanum hefur Samfylkingin tekið mið af Besta flokknum. Án þess að vera fyndin eða mannleg. R-listamódelið er því ekki aðeins góður kostur fyrir Reykvíkinga heldur líka flokkana sem gætu mynda slíkan meirihluta. Ef flokkarnir finna fornt erindi sitt, um að láta félagshyggju móta uppbyggingu samfélagsins, ættu þeir að geta mótað í sameiningu róttækt plan til að breyta, bæta og byggja upp Reykjavík. Þetta sér allt réttsýnt fólk. Sanna Magdalena er yngsti oddvitinn í Reykjavík. En oft er eins og hún sé elst; hafi vit, yfirsýn og jafnvægi sem flestir öðlast aðeins seint á ævinni. Þið ættum að hlusta á Sönnu. R-listinn er lausnin. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista í Reykjavík, sagðist í viðtölum í gær óska sér að Samfylking, Framsókn, Sósíalistar og VG mynduðu meirihluta í borginni. Þetta er mynstur sem vísar til Reykjavíkurlistans sem náði völdum af Sjálfstæðisflokknum 1994 og stýrði borginni í þrjú kjörtímabil, til 2006. Reykjavíkurlistinn var myndaður af Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki, Framsókn og Kvennalista. Hans helsta afrek var átak í uppbyggingu leikskóla á fyrstu valdaárunum, átak sem gerbylti lífskjörum barnafjölskyldna og var forsenda fyrir fullri atvinnuþátttöku kvenna. Það má gagnrýna R-listann fyrir að ekki fylgt þessu eftir, að hafa ekki haft í sér pólitíska deiglu til móta stefnu til frekari umbóta og breytinga. Slíkt hentir þau sem sitja lengi að völdum. Hugsjónaeldurinn kulnar og ef grasrótin er ekki efld og styrkt verða markmiðin ekki önnur en að halda völdum. Vinstri stjórnir Í landi þar sem hægrið hefur drottnað yfir öllu er R-listinn eitt fárra dæma um langlífa vinstri stjórn. Sósíalistar stýrðu Neskaupstað um langa tíð og kratar höfðu mótandi áhrif á Hafnarfjörð, Keflavík, Ísafjörð og fleiri bæi en lykill verkalýðsflokka að áhrifum í landsmálum og í Reykjavík var samstarf við Framsóknarflokkinn. Stuðningur Alþýðuflokksins við ríkisstjórn Framsóknarflokksins 1927 umbreytti Íslandi, innleiddi í raun nútímann til landsins með uppbyggingu mennta- og heilbrigðiskerfis auk innviða í orku, samgöngum og húsnæðismálum. Samstarf þessara flokka flutti völdin til í samfélaginu. Ef flokkarnir hefðu ekki náð saman hefði Ísland þróast í verstöð í eigum örfárra þar sem hin ríku færu með öll völd. Og þótt vinstristjórnir á eftirstríðsárunum væru skammlífar má rekja til þeirra allar helstu framfarir í landinu. Þetta er stjórnirnar sem héldu sjálfstæðisbaráttunni áfram með útfærslu landhelginnar, stjórnirnar sem samþykktu aukin réttindi launafólks og styrktu og efldu velferðar- og mannúðarkerfi samfélagsins. Ef þessar stjórnir hefðu lifað lengur og verið fleiri væri Ísland betra, öflugra, réttlátara og jafnara. Í íslenskum stjórnmálum heitir það vinstristjórn þegar félagshyggjuflokkarnir myldna stjórn. Annars vegar Framsókn, sem á rætur í samvinnuhreyfingu almennings, og hins vegar Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og aðrir flokkar með eiga rætur í verkalýðshreyfingu alþýðunnar. Og í sögu vinstristjórna á Reykjavíkurlistinn sérstakan kafla. R-listinn umbreytti Reykjavík og ætti að vera öllu félagshyggjufólki hvatning. Eftir R-listann Reykjavíkurlistinn var lagður niður fyrir kosningarnar 2006, eflaust verið búinn að lifa sinn tíma. Alla vega tókst þeim flokkum sem stóðu að honum ekki að endurnýja erindi hans. Ástæðan var ekki fylgistap eða höfnun borgarbúa; R-listinn fékk 53% atkvæða 1994, 54% 1998 og 53% 2002. Flokkarnir að baki Reykjavíkurlistanum fengu 47% atkvæða í kosningunum 2006 og við tók undarlegt tímabil, nánast hlægilegt. Fyrst myndaði Framsókn meirihluta með Sjálfstæðisflokknum en eftir rúmt ár nýjan meirihluta með flokkunum að baki R-listans auk Frjálslynda flokksins. Sá meirihluti sprakk eftir 100 daga þegar oddviti Frjálslynda flokksins myndaði meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, sem síðar skipti þessum oddvita út fyrir Framsókn. Sá meirihluti var kolfelldur í kosningunum 2010 þegar Besti flokkurinn vann góðan sigur og myndaði meirihluta með Samfylkingu. Segja má að sá meirihluti hafi verið starfandi síðan þrátt fyrir að vera ávallt felldur í kosningum. Fyrst breyttist Besti flokkurinn í Bjarta framtíð en samanlagt fylgi þess framboðs og Samfylkingar í kosningum 2014 dugði ekki og Píratar og Vg gengu inn í meirihlutann. Sá meirihluti féll 2018 og þá gekk Viðreisn inn. Nú stefnir Samfylkingin, Píratar og Viðreisn á að endurnýja þennan meirihluta enn einu sinni, nú með því að fá Framsókn til að ganga inn. Þetta er önnur saga og þráður en þegar Reykjavíkurlistinn stýrði borginni. R-listinn var byggður upp af félagshyggjuflokkum, eða félagshyggjuörmum flokka, ef þið viljið ekki kalla Framsókn félagshyggjuflokk. Besti flokkurinn og Píratar höfnuðu hins vegar slíkri flokkun, tóku ekki afstöðu til stéttastjórnmála eða valdatogstreitu milli auðvalds og almennings. Meirihluti Samfylkingar með þessum flokkum er því allt annars eðlis en R-listinn. Og þegar Viðreisn var dregin inn, sem er há-kapítalískur flokkur sem vill flytja sem flestar ákvarðanir frá almannavaldinu út á hinn svokallaða markað, þar sem hin ríku ráða öllu; þá er augljóst að Samfylkingin hefur verið á einhverri allt annarri leið í borgarmálum undanfarin kjörtímabil en þeir flokkar sem leiddu R-listann. Sem er skrítið. Því Samfylkingin á upphaf sitt að rekja til árangurs R-listans. Þar kviknaði vonin um breiðfylkingu félagshyggjufólks. Fyrirmyndin voru sigrar R-listans; ekki aðeins kosningasigrar heldur umbyltingin leikskólanna og sumt af því sem R-listinn náði að framkvæma á fyrstu árum sínum. Nýtt tímabil í borginni Sósíalistaflokkurinn er klassískur verkalýðsflokkur með rætur í verkalýðsbaráttu síðustu alda. Stefna hans og áherslur eru um margt líkar og finna mátti hjá Alþýðubandalaginu fyrir nýfrjálshyggju og hjá Alþýðuflokknum fyrir Viðreisn. Sósíalistaflokkurinn er því ekki ný-pólitískur flokkur eins og Píratar eða Besti flokkurinn, hafnar síður en svo þeirri staðreynd að grundvallarátökin í samfélaginu séu á milli almennings og auðvalds og að meginstraumar þeirra átaka séu félagshyggja sem þjónar almenningi og auðhyggja sem þjónar auðvaldinu. Átökin um hið opinbera, ríki og sveitarfélög, snúast um hvort lýðræðisvettvangurinn eigi að byggja upp almannavald til mótvægis við auðvaldið eða hvort halda eigi almannavaldinu niðri svo auðvaldið hafi sem mest völd í samfélaginu. Á laugardaginn gerðist það því í fyrsta sinn síðan að R-listinn hætti að bjóða fram að flokkar með rætur í sterkustu almannasamtökum síðustu aldar náðu meirihluta í borgarstjórn, 12 fulltrúum af 23. Þetta gerðist þrátt fyrir að Samfylkingin, sem leiddi fráfarandi meirihluta, tapaði tveimur fulltrúum því Framsókn vann fjóra og Sósíalistar einn. Meirihluti sem byggður væri á flokkum með rætur í félagshyggju hefði afl og hugmyndir til að taka á húsnæðiskreppunni, hefði hugmyndafræðilegan styrk til að leggja fram metnaðarfullt plan um uppbyggingu félagslegs húsnæðis á vegum borgarinnar, ýta undir stofnun byggingarsamvinnufélaga í borginni og leita fjölbreyttari leiða en flokkar sem hafna því að hið opinbera hafi annað hlutverk en að styðja einkafyrirtæki, sem síðan drottna yfir húsnæðiskerfinu. Sagan hefur sýnt að að sú stefna leiðir til skorts, fákeppni örfárra verktakafyrirtækja og leiguliðavæðingar húsnæðiskerfisins. Hér eru húsnæðismálin tekin sem dæmi, ekki aðeins vegna mikilvægi þeirra heldur líka vegna þess að fráfarandi meirihluti féll vegna aðgerðarleysis gagnvart húsnæðiskreppunni. Og líka vegna þess að Framsókn og Sósíalistar leggja mikla áherslu á þessi mál. En þessir flokkar ættu að eiga auðvelt að leggja fram plön um uppbyggingu innviða, félagslegrar þjónustu, aukins lýðræðis, bættra kjara lágtekjuhópa og að gera stofnanir borgarinnar að góðum vinnustöðum. Hagur allra flokka Fulltrúi Vg í borgarstjórn lýsti því yfir eftir kosningar að Vg vildi ekki framlengja líf meirihlutans sem féll. Í yfirlýsingunni kom fram að áherslur Vg á félagsleg réttlætismál köfnuðu í meirihlutanum. Skiljanlega. Það er engin leið að draga félagslegar umbætur í gegnum flokka sem hafna félagshyggju sem jákvæðu afli. Framsókn hefur náð í tvennum kosningum að fá atkvæði kjósenda út á að vera afl málamiðlunar. Ef flokkurinn vill byggja á þessu ætti hann að stefna á félagshyggjustjórn í borginni, rækta þar samvinnuhugsjónina til mótvægis við hægrið sem flokkurinn er bundinn við í ríkisstjórn og í sveitarfélögum þar sem Framsókn er í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingin er á tímamótum. Eftir mikið fylgistap eftir Hrun hefur flokkurinn ekki náð samhljómi með kjósendum. Í borginni hefur flokkurinn valið að vera í forystu einskonar ný-stjórnmála þar sem skipulagsmál og lífsstíll hafa skyggt á félagslegt réttlæti. Í stað þess að halda kúrs frá R-listanum hefur Samfylkingin tekið mið af Besta flokknum. Án þess að vera fyndin eða mannleg. R-listamódelið er því ekki aðeins góður kostur fyrir Reykvíkinga heldur líka flokkana sem gætu mynda slíkan meirihluta. Ef flokkarnir finna fornt erindi sitt, um að láta félagshyggju móta uppbyggingu samfélagsins, ættu þeir að geta mótað í sameiningu róttækt plan til að breyta, bæta og byggja upp Reykjavík. Þetta sér allt réttsýnt fólk. Sanna Magdalena er yngsti oddvitinn í Reykjavík. En oft er eins og hún sé elst; hafi vit, yfirsýn og jafnvægi sem flestir öðlast aðeins seint á ævinni. Þið ættum að hlusta á Sönnu. R-listinn er lausnin. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun